Umhverfis- og dreifbýlisráð

1. fundur 30. september 2022 kl. 08:15 - 12:10 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Eiður Smári Árnason aðalmaður
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson sviðstjóri
  • Snæbjörn Sigurðarson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bjarni D. Daníelsson Sviðsstjóri
Dagskrá
Júlía Ósk Júlíusdóttir boðaði forföll og Anna Kristín Guðmundsdóttir sat fundinn í hennar stað.
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum að bæta við máli nr. 202208079 sem ekki var í fundarboði.

1.Siðareglur kjörinna fulltrúa - endurskoðun í upphafi kjörtímabils

Málsnúmer 201806084Vakta málsnúmer

Farið yfir siðareglur kjörinna fulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

2.Starfs- og fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026

Málsnúmer 202204134Vakta málsnúmer

Starfs- og fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

3.100 ára afmæli Tunguréttar 2023

Málsnúmer 202202120Vakta málsnúmer

Tungurétt á 100 ára afmæli árið 2023.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að sveitarfélagið færi Tungurétt gjöf í tilefni afmælisins. Málinu verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Umferðaröryggi, lýsing og gróður á lóðarmörkum

Málsnúmer 202208138Vakta málsnúmer

Á 375. fundi Umhverfisráðs 2022 þann 5.9.2022 var samþykkt að tekið yrði sérstakt tillit til hraðatakmarkandi aðgerða og bættrar lýsingar við gerð fjárhagsáætlunar og var vísað áframhaldandi umræðum til næstu funda.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur framkvæmdasviði að taka saman tillögur að mögulegum lausnum og leggja fyrir nefndina.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Hugmyndakassi um umhverfismál

Málsnúmer 202208140Vakta málsnúmer

Á 375. fundir Umhverfisráðs 2022 þann 5.9.2022 var samþykkt bókun um vilja ráðsins til að styrkja íbúalýðræði og opna vettvang þar sem fólk getur komið ábendingum á framfæri, bæði rafrænt og skriflega. Byggðaráð samþykkti á 1039. fundi sínum þann 27.9.2022 að vísa málinu til UT-teymis sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

6.Vinnuskóli og skapandi sumarstörf

Málsnúmer 202208139Vakta málsnúmer

Á 375. fundi Umhverfisráðs 2022 þann 5.9.2022 var samþykkt að fela starfsfólki framkvæmdasviðs að endurskoða fyrirkomulag vinnuskólans og meta kostnað við breyttar áherslur, m.a. með það að markmiði að fjölga skapandi verkefnum.
Umhverfis- og dreifbýlisráð óskar eftir samstarfi með íþrótta- og æskulýðsráði um stefnumótun vinnuskólans.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Snyrtilegra sveitarfélag og tiltektardagar

Málsnúmer 202208132Vakta málsnúmer

Á 375. fundi Umhverfisráðs 2022 þann 5.9.2022 var rætt um mikilvægi þess að Dalvíkurbyggð og tengdar stofnanir sýni gott fordæmi þegar kemur að umhirðu í sveitarfélaginu. Einkum varðandi almennings-, athafna- og hafnarsvæði sem eru á ábyrgð sveitarfélagsins. Var jafnframt rætt um mikilvægt þess að hvetja íbúa og fyrirtæki til góðrar umhirðu, s.s. með tiltektardögum að vori. Ráðið samþykkti á þeim fundi að gera ráð fyrir fjármagni í tiltektardaga í fjárhagsáætlun.
Umhverfis- og dreifbýlisráð hvetur til þess að undirbúningur og framkvæmd tiltektardaga verði í samstarfi við íbúa- og hverfissamtök í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Svara óskað við ýmsum spurningum og athugasemdum

Málsnúmer 202209092Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Jóni Þórarinssyni og Atla Þór Friðrikssyni, rafpóstur dagsettur þann 20. september sl., þar sem óskað er svara við spurningum um snjómokstursþjónustu í dreifbýli.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur framkvæmdasviði að vinna áfram að því að tryggja góða mokstursþjónustu í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Erindi til umhverfisráðs

Málsnúmer 202206065Vakta málsnúmer

Á 375. fundi Umhverfisráðs var tekið fyrir bréf dagsett 9. júní 2022, þar sem Hjörleifur Hjartarson landvörður fer fram á að komið verði í veg fyrir malarnám og losun jarð- og byggingarefna og garðúrgangs innan Friðlands Svarfdæla.
Umhverfisráð vísaði erindinu til aðalskipulagsgerðar. Tekið fyrir á 394. Sveitarstjórnarfundi þar sem samþykkt var að vísa málinu til Umhverfis- og dreifbýlisráðs til umfjöllunar sem færi síðan að nýju fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur skipulagsráði að finna farveg fyrir urðunarstaði í sveitarfélaginu í samræmi við aðalskipulag. Jafnframt er framkvæmdasviði falið að gera úttekt á námum sveitarfélagsins varðandi áætlanir um efnistökumagn og áframhaldandi vinnu vísað til Skipulagsráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Snæbjörn Sigurðarson vék af fundi kl 10:00

10.Umsókn um leiguland á Böggvisstöðum

Málsnúmer 202205196Vakta málsnúmer

Á 347. fundi Sveitarstjórnar var samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum að hafna afgreiðslu umhverfisráðs á þessum lið og vísað honum aftur til umfjöllunar ráðins með tilmælum um að umhverfisráð kanni fyrirkomulag útleigu á þessu landi.
Umhverfis- og dreifbýlisráð vísar til að afgreiðsla á 373. fundi Umhverfisráðs standi þar sem erindinu er hafnað á grundvelli þess að fyrir liggur samkomulag við hestamannafélagið Hrings um nýtingu umræddrar spildu og að ráðið feli Framkvæmdasviði að skoða aðra möguleika með umsækjanda.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

11.Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna reiðvegar

Málsnúmer 202208141Vakta málsnúmer

Á 375 fundi sveitarstjórnar var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum að beina því til umhverfis- og dreifbýlisráðs að taka lið 7. sem fjallar um umsókn um framkvæmdaleyfi vegna reiðvegar aftur til umfjöllunar og afgreiðslu þegar drög að framkvæmdaleyfi með skilmálum liggja fyrir. Málið færi síðan að nýju fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.
Umhverfis- og dreifbýlisráð vísar erindinu til skipulagsráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

12.Ósk um viðræður vegna Hánefsstaðaskógar

Málsnúmer 202202028Vakta málsnúmer

Á 374. fundi umhverfisráðs þann 8. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir liggja drög að samningi um styrk til umhirðu og uppbyggingar á skógræktar- og útivistarsvæði í Hánefsstaðaskógi. Umhverfisráð felur Framkvæmdasviði að ganga til samninga við Skógræktarfélag Eyfirðinga og leggja til í fjárhagsáætlunargerð næsta árs. Umhverfisráð telur verkefnið mikilvægt fyrir lýðheilsu í sveitarfélaginu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Á 1034. fundi byggðaráðs var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum samningsdrögum til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2023.
Lagt fram til kynningar.

13.Fjallgirðingamál 2022

Málsnúmer 202203007Vakta málsnúmer

Lögð fram staða á málaflokki 13210 fjallskil.
Umhverfis- og dreifbýlisráð vísar málinu til afgreiðslu næstu funda.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

14.Fundargerðir fjallskiladeilda 2022

Málsnúmer 202208077Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir fjallskilanefndar Dalvíkurbyggðar til samþykktar.
Málinu frestað til næsta fundar þar sem ekki liggja fyrir allar fundargerðir fjallskilanefnda.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

15.Kosningar í fjallskilanefndir

Málsnúmer 202209125Vakta málsnúmer

Lagðar fram tilnefningar í fjallskilanefndir Dalvíkurbyggðar fyrir tímabilið 2022-2026.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir tilnefningar í fjallskilanefndir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

16.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis

Málsnúmer 202111007Vakta málsnúmer

Til kynningar:
Á 343. fundi sveitarstjórnar þann 22. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Á 369. fundi umhverfisráðs þann 4. mars 2022 var eftirfarandi bókað: "Tekinn fyrir tölvupóstur, dagsettur 28. febrúar 2022, þar sem Eygerður Margrétardóttir, fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga, vekur athygli sveitarfélaga á verkefninu ,,Samtaka um hringrásarhagkerfið" sem er hugsað til þess að aðstoða sveitarfélög við að innleiða fyrirhugaðar breytingar á úrgangsstjórnun sinni. Vekefninu er skipt í þrjá verkefnahluta og hægt er að skrá sveitarfélög til þátttöku til 11. mars nk. Umhverfisráð leggur til að Dalvíkurbyggð nýti tækifærið og taki þátt í verkefninu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og að Dalvíkurbyggð taki þátt í þessu verkefni, "Samtaka um hringrásarhagkerfið"." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 30. mars sl. þar sem kynnt er bókun stjórnar Sambandsins; "Stjórn sambandsins fagnar því að átak um Hringrásarhagkerfið sé farið af stað og hvetur sveitarfélög til að nýta sér þá aðstoð sem í því felst. Það er skammur tími til stefnu til að innleiða nýjar kröfur um úrgangsstjórnun sveitarfélaga og mikilvægt að sveitarfélög horfi til frekara samstarfs um þau verkefni sem framundan eru." Einnig fylgdi með fundarboði byggðaráðs rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 8. apríl sl., þar sem SSNE ásamt SSNV í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga boða til rafræns fundar og vinnustofu um framtíðarstefnu Norðurlands í sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi. Fundurinn er opinn öllum en sérstaklega er óskað er eftir þátttöku kjörinna fulltrúa og lykilstarfsmanna sveitarfélaga í úrgangsstjórnunþ Fundurinn, sem var rafrænn, var haldinn 25.apríl.
Lagt fram til kynningar.

17.Starfshópur til að skoða og gera tillögur til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku.

Málsnúmer 202208101Vakta málsnúmer

Á Byggðaráðsfundi 1036 vísar Byggðaráð til umfjöllunar hjá Umhverfis- og dreifbýlisráði erindi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, rafpóstur dagsettur þann 23. ágúst nk., þar sem kynntur er til sögunnar starfshópur til að skoða og gera tillögur til ráðuneytisins um nýtingu vindorku. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að setja skuli sérstök lög um nýtingu vindorku með það að markmið að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku. Starfshópurinn á að vinna náið með Sambandi íslenskra sveitarfélaga við undirbúning tillagna sinna og frumvarps. Starfshópurinn hefur tekið til starfa og ákveðið að hefja samráðsferli strax. Sveitarfélögum er boðið að senda sjónarmið sín um þau atriði sem fram koma í erindinu til starfshópsins fyrir 30. september nk. Einnig er gert ráð fyrir að starfshópurinn fundi með hagaðilum síðar á þessu ári.
Umhverfis- og dreifbýlisráð tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í erindinu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

18.Ályktun samþykkt á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2022

Málsnúmer 202209100Vakta málsnúmer

Í ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands er skorað á sveitarstjórnir landsins að vinna að skipulagsáætlunum í takt við stefnu stjórnvalda um skógrækt á landsvísu og eru sveitarfélög hvött til að koma sér upp skilvirkum verkferlum og forðast óþarfa tafir og kostnað við afgreiðslu framkvæmdaleyfa vegna skógræktar.

Það er einlæg ósk Skógræktarfélags Íslands að ályktunin verði tekin til góðfúslegrar skoðunar.

Umhverfis- og dreifbýlisráð vísar erindinu til skipulagsráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

19.Ósk um framlengingu á leigusamningi á jörðinni Hrísum

Málsnúmer 202208079Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að framlengingu á leigusamningi.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir að kynna framlögð samningsdrög fyrir ábúendum að Hrísum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 12:10.

Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Eiður Smári Árnason aðalmaður
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson sviðstjóri
  • Snæbjörn Sigurðarson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bjarni D. Daníelsson Sviðsstjóri