100 ára afmæli Tunguréttar 2023

Málsnúmer 202202120

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 143. fundur - 03.03.2022

Tungurétt á 100 ára afmæli árið 2023. Nú þegar eru nokkrir áhugamenn farnir að huga að því að undirbúa afmælið.
Landbúnaðarráð óskar eftir því að sveitarfélagið komi að og styðji við hugmyndir tengdar 100 ára afmæli Tunguréttar. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 343. fundur - 22.03.2022

Á 143. fundi landbúnaðarráðs þann 3. mars 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tungurétt á 100 ára afmæli árið 2023. Nú þegar eru nokkrir áhugamenn farnir að huga að því að undirbúa afmælið. Landbúnaðarráð óskar eftir því að sveitarfélagið komi að og styðji við hugmyndir tengdar 100 ára afmæli Tunguréttar. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson.

Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu:
"Sveitarstjórn óskar áhugamönnum góðs gengis við undirbúning afmælisins. Forstöðumaður Héraðsskjalasafns hefur lýst velvilja á að vera hópnum innan handar við gagnaöflun í tengslum við afmælið en þar er m.a. til mikið af skemmtilegum ljósmyndum frá Tungurétt í gegnum árin. Það yrði aðkoma Dalvíkurbyggðar."

Jón Ingi Sveinsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að afgreiðslu.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 1. fundur - 30.09.2022

Tungurétt á 100 ára afmæli árið 2023.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að sveitarfélagið færi Tungurétt gjöf í tilefni afmælisins. Málinu verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.