Siðareglur kjörinna fulltrúa - endurskoðun í upphafi kjörtímabils

Málsnúmer 201806084

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 869. fundur - 22.06.2018

Gildandi siðareglur fyrir kjörna fulltrúa er að finna á eftirfarandi slóð á heimasíðu sveitarfélagsins.

https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/sidareglur-kjorinna-fulltrua-i-dalvikurbyggdar-stadfesting-raduneytis-.pdf

29. gr. sveitarstjórnarlaga fjallar um siðareglur og góðir starfshættir en þar segir:
"Sveitarstjórn skal setja sér siðareglur sem sendar skulu ráðuneytinu til staðfestingar. Ef siðareglur eru í gildi skal ný sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til endurskoðunar þeirra. Ef niðurstaðan er sú að siðareglur þarfnist ekki endurskoðunar halda þær gildi sínu. Tilkynna skal ráðuneytinu um þá niðurstöðu.
Siðareglur sveitarstjórnar skulu birtar opinberlega á vefsíðu sveitarfélagsins eða á sambærilegan hátt.
Öllum kjörnum fulltrúum í sveitarstjórn og nefndum og ráðum sem sveitarstjórn skipar ber að haga störfum sínum í samræmi við settar siðareglur.
Samband íslenskra sveitarfélaga skipar nefnd sem veitt getur álit um siðareglur og um ætluð brot á þeim. Ráðuneytið getur borið tillögur sveitarstjórna um siðareglur undir nefndina áður en það tekur þær til staðfestingar. "

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 870. fundur - 04.07.2018

Frestað til næsta fundar.

Byggðaráð - 871. fundur - 12.07.2018

Á 869. fundi byggðaráðs þann 22. júní 2018 var eftirfarandi bókað:
"Gildandi siðareglur fyrir kjörna fulltrúa er að finna á eftirfarandi slóð á heimasíðu sveitarfélagsins. https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/sidareglur-kjorinna-fulltrua-i-dalvikurbyggdar-stadfesting-raduneytis-.pdf 29. gr. sveitarstjórnarlaga fjallar um siðareglur og góðir starfshættir en þar segir: "Sveitarstjórn skal setja sér siðareglur sem sendar skulu ráðuneytinu til staðfestingar. Ef siðareglur eru í gildi skal ný sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til endurskoðunar þeirra. Ef niðurstaðan er sú að siðareglur þarfnist ekki endurskoðunar halda þær gildi sínu. Tilkynna skal ráðuneytinu um þá niðurstöðu. Siðareglur sveitarstjórnar skulu birtar opinberlega á vefsíðu sveitarfélagsins eða á sambærilegan hátt. Öllum kjörnum fulltrúum í sveitarstjórn og nefndum og ráðum sem sveitarstjórn skipar ber að haga störfum sínum í samræmi við settar siðareglur. Samband íslenskra sveitarfélaga skipar nefnd sem veitt getur álit um siðareglur og um ætluð brot á þeim. Ráðuneytið getur borið tillögur sveitarstjórna um siðareglur undir nefndina áður en það tekur þær til staðfestingar. " Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar. "

Á 870. fundi byggðaráðs þann 4. júlí s.l. var umfjöllun og afgreiðslu frestað.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að koma með tillögur að breytingum sem ræddar voru á fundinum, t.d. að álitaefnum sé vísað til siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Byggðaráð - 872. fundur - 19.07.2018

Á 871. fundi byggðaráðs þann 12. júlí 2018 samþykkti byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að koma með tillögur að breytingum sem ræddar voru á fundinum, t.d. að álitaefnum sé vísað til siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sveitarstjóra að breytingum. Gerð er tillaga að breytingum á greinum nr. 4, nr. 7 og nr. 10.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur að breytingum á siðareglum kjörinna fulltrúa í Dalvíkurbyggð og vísar þeim til síðari umræðu.

Byggðaráð - 874. fundur - 23.08.2018

Á 872. fundi byggðaráðs þann 19. júlí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 871. fundi byggðaráðs þann 12. júlí 2018 samþykkti byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að koma með tillögur að breytingum sem ræddar voru á fundinum, t.d. að álitaefnum sé vísað til siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sveitarstjóra að breytingum. Gerð er tillaga að breytingum á greinum nr. 4, nr. 7 og nr. 10.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur að breytingum á siðareglum kjörinna fulltrúa í Dalvíkurbyggð og vísar þeim til síðari umræðu."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ofangreind tillaga að siðareglum kjörinna fulltrúa í Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum siðareglur kjörinna fulltrúa í Dalvíkurbyggðar og vísar þeim til staðfestingar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

Veitu- og hafnaráð - 115. fundur - 01.07.2022

Til kynningar.
Lagðar fram til kynningar siðareglur kjörinna starfsmanna veitu- og hafnaráðs.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 1. fundur - 30.09.2022

Júlía Ósk Júlíusdóttir boðaði forföll og Anna Kristín Guðmundsdóttir sat fundinn í hennar stað.
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum að bæta við máli nr. 202208079 sem ekki var í fundarboði.
Farið yfir siðareglur kjörinna fulltrúa.
Lagt fram til kynningar.