Fjallgirðingamál 2022

Málsnúmer 202203007

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 143. fundur - 03.03.2022

Farið yfir forgangsröðun við endurnýjun og viðhald fjallgirðinga sveitarfélagsins árið 2022.

Landbúnaðarráð - 145. fundur - 04.05.2022

Farið yfir viðhaldsþörf fjallgirðinga í sveitarfélaginu.
Landbúnaðarráð fór yfir lista yfir girðingar á vegum sveitarfélgsins og reyndi að leggja mat á viðhaldsþörf þeirra. Þar sem enn á eftir að koma í ljós hver kostnaðurinn verður við almennt viðhald eftir veturinn verður ekki séð fyrr en að því loknu hversu mikið af girðingum verður hægt að endurnýja.
Landbúnaðarráð vill leggja áherslu á að fá Vegagerðina til þess að koma að veggirðingu við land Hamars og milli Brimnesár og Karlsár norðan Dalvíkur.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 1. fundur - 30.09.2022

Lögð fram staða á málaflokki 13210 fjallskil.
Umhverfis- og dreifbýlisráð vísar málinu til afgreiðslu næstu funda.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 5. fundur - 13.01.2023

Farið yfir stöðu fjallgirðingamála í sveitarfélaginu.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til við sveitarstjórn að álagning vegna fjallgirðina á Árskógsströnd verði óbreytt á milli ára og að fá fjallskilanefnd Árskógsstrandar á fund á haustmánuðum 2023 til að ræða framtíðarfyrirkomulag á fjallgirðingum.
Forgangsröðun á viðhaldi fjallgirðinga frestað til næstu funda.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Helga Íris Ingólfsdóttir vék af fundi kl. 10:40

Sveitarstjórn - 354. fundur - 17.01.2023

Á 5. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 13. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Farið yfir stöðu fjallgirðingamála í sveitarfélaginu.Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til við sveitarstjórn að álagning vegna fjallgirðina á Árskógsströnd verði óbreytt á milli ára og að fá fjallskilanefnd Árskógsstrandar á fund á haustmánuðum 2023 til að ræða framtíðarfyrirkomulag á fjallgirðingum. Forgangsröðun á viðhaldi fjallgirðinga frestað til næstu funda. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu umhverfis- og dreifbýlisráðs að álagning vegna fjallgirðinga á Árskógsströnd 2023 verði óbreytt á milli ára.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 15. fundur - 10.11.2023

Gestir þau Gitta Unn Ármannsdóttir, Jónas Þór Leifsson og Snorri Snorrason mættu til fundar kl. 08:15

Á 5. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 13. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Farið yfir stöðu fjallgirðingamála í sveitarfélaginu. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til við sveitarstjórn að álagning vegna fjallgirðina á Árskógsströnd verði óbreytt á milli ára og að fá fjallskilanefnd Árskógsstrandar á fund á haustmánuðum 2023 til að ræða framtíðarfyrirkomulag á fjallgirðingum. Forgangsröðun á viðhaldi fjallgirðinga frestað til næstu funda. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Á 354.fundi sveitarstjórnar þann 17.janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu umhverfis- og dreifbýlisráðs að álagning vegna fjallgirðinga á Árskógsströnd 2023 verði óbreytt á milli ára."

Í minnispunkti frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs dags. 28.febrúar sl. segir tekið fyrir í haust 2023.
Umhverfis- og dreifbýlisráð þakkar Gittu, Jónasi og Snorra fyrir góða yfirferð um ástand fjallgirðinga á Árskógsströnd. Það er talsvert af eldri girðingum sem eftir á að fjarlægja, framkvæmdasviði er falið að kortleggja þá staði sem um ræðir. Jafnframt er framkvæmdasviði falið að útbúa verkáætlun vegna viðhalds girðinga næsta vor. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.