Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 21, frá 04.01.2019

Málsnúmer 1901007F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 309. fundur - 15.01.2019

Til kynningar.
  • .1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
    Á 20. fundir stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses þann 19. desember 2018 var eftirfarandi bókað:

    "Undir þessum lið komu á fund stjórnar Jón Ingi Sveinsson frá Kötlu ehf. kl. 8:15 og Ágúst Hafsteinsson, frá Form ráðgjöf ehf., kl. 8:25.

    Á 19. fundi stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses þann 17. desember s.l. var eftirfarandi bókað:
    "Á 18. fundi stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses þann 6. desember 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
    "Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum drög að minnispunktum til að senda Kötlu ehf. og að óska svara innan ákveðins tímafrests við þeim spurningum sem lagðar fram af stjórn í samvinnu við From Ráðgjöf ehf."

    Á fundinum var farið yfir þau svör sem bárust föstudaginn 14. desember s.l. ásamt drögum að verksamningi frá Kötlu ehf.
    Farið var yfir þau drög sem lágu fyrir frá Kötlu ásamt því að rætt var við þau Ágúst Hafsteinsson, Guðrúnu Pálínu Jóhannsdóttur og Jón Inga Sveinsson í síma þar sem drögin voru rædd. Guðrúnu Pálínu var falið að fá álit lögmanns sveitarfélagsins á drögunum fyrir næsta fund.
    Ákveðið að kalla þá Ágúst og Jón Inga til fundar fimmtudaginn 20. desember til nánari viðræðna."

    Á fundinum var farið yfir ofangreind drög að verksamningi frá Kötlu ehf.

    Jón Ingi vék af fundi kl. 9:48.

    Börkur vék af fundi til annarra starfa kl. 10:00.

    Á fundinum var unnið að bréfi til Kötlu ehf. er varðar forsendur samningsgrundvallar við Kötlu ehf.
    Haft var samráð við Árna Pálsson, lögmann hjá PACTA, í gegnum síma á fundinum.

    Ágúst vék af fundi kl. 11:13.

    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela formanni stjórnar að senda ofangreint bréf til Kötlu ehf. með fyrirvara um samþykki frá Berki Þór Ottóssyni."

    Á fundinum var farið yfir svarbréf frá Kötlu ehf., móttekið þann 2. janúar 2019, sbr. frestur sem gefinn var, við erindi stjórnar frá fundi þann 19. desember s.l. hvað varðar forsendur fyrir samningsgrundvelli við Kötlu ehf.

    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 21 Á fundinum var tekið saman svar til Kötlu ehf. við ofangreindu svarbréfi móttekið þann 2. janúar s.l. og varðandi þá spurningu sem kemur fram í rafpósti Kötlu ehf. dagsettur þann 3. janúar 2019 um svar strax eftir fund stjórnar hvort samningar náist.

    Eftir yfirferð á fundinum þá liggur fyrir að nokkrum álitaefnum er ósvarað sem leita þarf svara við frá ráðgjöfum og því næst ekki að ljúka svarbréfi á þessum fundi.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.

    Enginn tók til máls.