Ráðning stuðnings/sérkennslu í 62,5% stöðu við Árskógarskóla

Málsnúmer 201812025

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 232. fundur - 12.12.2018

Ósk um ráðningu vegna stuðnings/sérkennslu í 62,5% stöðu við Kötlukot. Með fundarboði fylgdi minnisblað frá Jónínu Garðarsdóttur skólastjóra Árskógarskóla, niðurstaða ráðningarnefndar og fylgiskjal með minnisblaði bókað í trúnaðarmálabók.
Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að vísa málinu til byggðaráðs í byrjun janúar 2019.
Fræðsluráð þakkar öllum aðilum máls fyrir góða vinnu.
Jónína Garðarsdóttir fór af fundi kl. 9:35

Byggðaráð - 891. fundur - 20.12.2018

Á 232. fundi fræðsluráðs þann 12.12.2018 var eftirfarandi bókað:
"Ósk um ráðningu vegna stuðnings/sérkennslu í 62,5% stöðu við Kötlukot. Með fundarboði fylgdi minnisblað frá Jónínu Garðarsdóttur skólastjóra Árskógarskóla, niðurstaða ráðningarnefndar og fylgiskjal með minnisblaði bókað í trúnaðarmálabók.
Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að vísa málinu til byggðaráðs í byrjun janúar 2019. Fræðsluráð þakkar öllum aðilum máls fyrir góða vinnu. "

Á 308. fundi sveitarstjórnar þann 18. desember 2018 var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum sú tillaga að vísa þessum til strax til byggðaráðs til umfjöllunar.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila skólastjóra Árskógarskóla að auglýsa sem fyrst á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga allt að 62,5% stöðugildi við Árskógarskóla tímabundið fram að lokun Kötlukots vori 2019. Óskað er eftir erindi frá Árskógarskóla sem fyrst um ráðningu og viðauka sem hægt væri að taka fyrir í byggðaráði í upphafi nýs ár.

Byggðaráð - 892. fundur - 10.01.2019

Á 891. fundi byggðaráðs þann 20. desember 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila skólastjóra Árskógarskóla að auglýsa sem fyrst á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga allt að 62,5% stöðugildi við Árskógarskóla tímabundið fram að lokun Kötlukots vori 2019. Óskað er eftir erindi frá Árskógarskóla sem fyrst um ráðningu og viðauka sem hægt væri að taka fyrir í byggðaráði í upphafi nýs ár."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá skólastjóra Árskógarskóla, dagsett þann 9. janúar 2018, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.534.358 vegna launakostnaðar vegna tímabundinnar ráðningar í stuðning / sérkennslu í 62,5% stöðu við Árskógarskóla.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka nr. 3/ 2019 við fjárhagsáætlun 2019, deild 04240 Árskógarskóli, vegna launakostnaðar vegna ráðningar tímabundið og að kostnaði sé mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Sveitarstjórn - 309. fundur - 15.01.2019

Á 892. fundi byggðaráðs þann 10. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 891. fundi byggðaráðs þann 20. desember 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila skólastjóra Árskógarskóla að auglýsa sem fyrst á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga allt að 62,5% stöðugildi við Árskógarskóla tímabundið fram að lokun Kötlukots vori 2019. Óskað er eftir erindi frá Árskógarskóla sem fyrst um ráðningu og viðauka sem hægt væri að taka fyrir í byggðaráði í upphafi nýs ár." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá skólastjóra Árskógarskóla, dagsett þann 9. janúar 2018, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.534.358 vegna launakostnaðar vegna tímabundinnar ráðningar í stuðning / sérkennslu í 62,5% stöðu við Árskógarskóla. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka nr. 3/ 2019 við fjárhagsáætlun 2019, deild 04240 Árskógarskóli, vegna launakostnaðar vegna ráðningar tímabundið og að kostnaði sé mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2019. Um er að ræða launaviðauka við deild 04240, Árskógarskóli, og er honum mætt með lækkun á handbæru fé.