Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 22, frá 09.01.2019

Málsnúmer 1901008F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 309. fundur - 15.01.2019

Til kynningar.
  • .1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
    Á 21. fundi stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar var meðal annars eftirfarandi bókað:

    "Á fundinum var tekið saman svar til Kötlu ehf. við ofangreindu svarbréfi móttekið þann 2. janúar s.l. og varðandi þá spurningu sem kemur fram í rafpósti Kötlu ehf. dagsettur þann 3. janúar 2019 um svar strax eftir fund stjórnar hvort samningar náist.

    Eftir yfirferð á fundinum þá liggur fyrir að nokkrum álitaefnum er ósvarað sem leita þarf svara við frá ráðgjöfum og því næst ekki að ljúka svarbréfi á þessum fundi."

    Á fundinum var áfram unnið að svarbréfi til Kötlu ehf. út frá þeim upplýsingum sem aflað hefur verið á milli funda.

    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 22 a) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi svarbréf til Kötlu ehf., dagsett þann 9. janúar 2019, þar sem samantekið kemur fram að það er niðurstaðan að stjórnin telur fullreynt að hægt sé að ná samkomulagi og tilkynnir að viðræðum um gerð verksamnings er slitið. Óskað er eftir skriflegri staðfestingu frá Kötlu ehf. um ofangreind málalok.
    b) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að verkið verði boðið út í opnu útboði í samræmi við lög um opinber innkaup.
    c) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Ágústi Hafsteinssyni hjá Form ráðgjöf að hanna útboðsgögn og undirbúa væntanlegt útboð og felur jafnframt Berki Þór Ottóssyni áframhaldandi samskipti við Ágúst varðandi framkvæmd útboðs, en ekki þó fyrr en búið er að ganga frá öllu er varðar a) lið hér að ofan.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar og enginn tók til máls.