Atvinnu- og auðlindastefna

Málsnúmer 201601026

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 15. fundur - 13.01.2016

Á síðasta fundi atvinnumála- og kynningaráðs samþykkti ráðið að auðlindastefna yrði hluti af vinnu við atvinnustefnu sveitarfélagsins og upplýsingafulltrúa var falið að boða til fyrsta vinnufundar. Sá fundur fór fram 12. janúar og fór upplýsingafulltrúi yfir umræður þess fundar. Upplýsingafulltrúi fer einnig yfir helstu niðurstöður atvinnulífskönnunar ársins 2015 en drög að skýrslu með niðurstöðum er nú að verða tilbúin.



Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 4 atkvæðum að halda opinn fund í byrjun mars á þessu ári þar sem niðurstöður skýrslunnar verða kynntar ásamt vinnu við atvinnu- og auðlindastefnu.

Atvinnumála- og kynningarráð - 16. fundur - 03.02.2016

Emil Björnsson, Símey, kom inn á fundinn kl. 14:20



Haldið áfram að vinna að gerð atvinnu- og auðlindastefnu Dalvíkurbyggðar. Á þessum fundi var sérstaklega farið yfir með hvaða hætti aðkoma Dalvíkurbyggðar gæti orðið að atvinnulífinu ásamt því að fara yfir námskeiðs- og fræðslumöguleika fyrir starfsmenn fyrirtækja í sveitarfélaginu.



Upplýsingafulltrúi lagði fyrir ráðið drög að vinnureglum um aðkomu Dalvíkurbyggðar að atvinnulífinu.



Emil Björnsson yfirgefur fundinn kl. 15:05.

Ráðið þakkar Emil fyrir góða kynningu.

Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 18. fundur - 06.04.2016

Árið 2005 var uppfærð eldri útgáfa af SVOT greiningu fyrir Dalvíkurbyggð. SVOT greining Dalvíkurbyggðar greinir styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri sveitarfélagsins þegar kemur að ýmsum þáttum.



Upplýsingafulltrúi leggur til að SVOT greiningin verði uppfærð og gerð hluti af atvinnu- og auðlindastefnu sveitarfélagsins.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að SVOT greiningin verði hluti af atvinnu- og auðlindastefnu sveitarfélagsins og að unnið verði áfram með hana á milli funda ráðsins.

Atvinnumála- og kynningarráð - 19. fundur - 04.05.2016

Á síðasta fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 6. apríl var eftirfarandi bókað:



"Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að SVOT greiningin verði hluti af atvinnu- og auðlindastefnu sveitarfélagsins og að unnið verði áfram með hana á milli funda ráðsins."



Upplýsingafulltrúi leggur fram tillögu að SVOT greiningu fyrir Dalvíkurbyggð.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með fjórum atkvæðum SVOT greininguna eins og hún liggur fyrir með breytingum sem hafa verið gerðar á milli funda.

Atvinnumála- og kynningarráð - 23. fundur - 04.01.2017

Árið 2015 var lögð fyrir fyrirtæki í sveitarfélagið Atvinnulífskönnun með ýmsum spurningum sem snúa að atvinnulífi á svæðinu. Niðurstöður hennar voru áhugaverðar og hafa verið vel nýttar við ýmsa vinnu í framhaldinu.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir að leggja aðra sambærilega könnun fyrir vorið eða haustið 2017.

Umhverfisráð - 287. fundur - 03.02.2017

Margrét Víkingsdóttir kynnir vinnu við Atvinnu- og auðlindastefnu Dalvíkurbyggðar
Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 08:36



Ráðið þakkar Margréti fyrir yfirferð á drögunum og leggur til hvað varðar stefnu í umhverfis og skipulagsmálum í sveitarfélaginu sé höfð til hliðsjónar greinagerð með aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.

Ráðsmenn áskilja sér rétt til að senda inn ábendingar í framhaldi af þessari kynningu.



Margrét Víkingsdóttir vék af fundi kl. 08:53

Veitu- og hafnaráð - 58. fundur - 08.02.2017

Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi kom á fund ráðsins undir þessum lið og gerði ráðsmönnum grein fyrir þeirri vinnu sem er í gangi við gerð atvinnu- og auðlindastefnu fyrir Dalvíkurbyggð.

Ráðið þakkar Margréti fyrir yfirferð á þeim drögunum sem liggja fyrir að atvinnu- og auðlindastefnu fyrir Dalvíkurbyggð.
Margrét Víkinsdóttir yfirgaf fund kl. 9:30

Atvinnumála- og kynningarráð - 31. fundur - 07.02.2018

Síðastliðin 2 ár hefur verið unnið að gerð atvinnu- og auðlindastefnu fyrir Dalvíkurbyggð en meðal annars hefur verið fjallað um hana í atvinnumála- og kynningarráði, umhverfisráði og veitu- og hafnaráði.

Upplýsingafulltrúi fór yfir stöðu málsins.

Til umræðu ofangreint.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi:

Gerð atvinnumálastefnu komst á dagskrá í maí 2014, fyrst í atvinnumálanefnd og síðan í atvinnumála- og kynningarráði. Í nóvember 2015 komu upp hugmyndir um að Dalvíkurbyggð myndi setja sér auðlindastefnu og í kjölfarið var tekin ákvörðun um að sameina þessar tvær stefnur og móta atvinnu- og auðlindastefnu Dalvíkurbyggðar.

Á 759. fundi sínum þann 19. nóvember 2015 samþykkti byggðaráð Dalvíkurbyggðar samhljóða með 3 atkvæðum að fela atvinnumála- og kynningaráði að halda utan um ofangreinda vinnu, í samvinnu við önnur fagsvið og fagráð. Byggðaráð lagði einnig til að starfsmenn ráðanna, ásamt sveitarstjóra, myndi vinnuhópinn og vinnan við stefnurnar verði til umfjöllunar í fagráðunum. Þessi tilhögun var svo samþykkt á 274. fundi sveitarstjórnar þann 24. nóvember 2015.

Atvinnuhluti stefnunnar er á lokastigum og áætlað er að ljúka honum í lok apríl 2018. Vinna við auðlindahluta stefnunnar er stutt á veg kominn og því óskar atvinnumála- og kynningarráð eftir því að veitu- og hafnaráð og umhverfisráð taki málið upp og taki afstöðu til þess hvort, og þá með hvað hætti, þau vilji koma að málinu.

Veitu- og hafnaráð - 72. fundur - 14.02.2018

Erindi frá atvinnu- og kynningarmálaráði:
"Síðastliðin 2 ár hefur verið unnið að gerð atvinnu- og auðlindastefnu fyrir Dalvíkurbyggð en meðal annars hefur verið fjallað um hana í atvinnumála- og kynningarráði, umhverfisráði og veitu- og hafnaráði.

Til umræðu ofangreint.

Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi:

Gerð atvinnumálastefnu komst á dagskrá í maí 2014, fyrst í atvinnumálanefnd og síðan í atvinnumála- og kynningarráði. Í nóvember 2015 komu upp hugmyndir um að Dalvíkurbyggð myndi setja sér auðlindastefnu og í kjölfarið var tekin ákvörðun um að sameina þessar tvær stefnur og móta atvinnu- og auðlindastefnu Dalvíkurbyggðar.

Á 759. fundi sínum þann 19. nóvember 2015 samþykkti byggðaráð Dalvíkurbyggðar samhljóða með 3 atkvæðum að fela atvinnumála- og kynningaráði að halda utan um ofangreinda vinnu, í samvinnu við önnur fagsvið og fagráð. Byggðaráð lagði einnig til að starfsmenn ráðanna, ásamt sveitarstjóra, myndi vinnuhópinn og vinnan við stefnurnar verði til umfjöllunar í fagráðunum. Þessi tilhögun var svo samþykkt á 274. fundi sveitarstjórnar þann 24. nóvember 2015.

Atvinnuhluti stefnunnar er á lokastigum og áætlað er að ljúka honum í lok apríl 2018. Vinna við auðlindahluta stefnunnar er stutt á veg kominn og því óskar atvinnumála- og kynningarráð eftir því að veitu- og hafnaráð og umhverfisráð taki málið upp og taki afstöðu til þess hvort, og þá með hvað hætti, þau vilji koma að málinu."

Veitu- og hafnaráð óskar eftir því að upplýsingafulltrúi mæti á fund ráðsins og kynni fyrir því stöðu við vinnu við auðlindastefnu Dalvíkurbyggðar.

Umhverfisráð - 302. fundur - 16.02.2018

Erindi frá atvinnu- og kynningarmálaráði:
'Síðastliðin 2 ár hefur verið unnið að gerð atvinnu- og auðlindastefnu fyrir Dalvíkurbyggð en meðal annars hefur verið fjallað um hana í atvinnumála- og kynningarráði, umhverfisráði og veitu- og hafnaráði.

Til umræðu ofangreint.

Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi:

Gerð atvinnumálastefnu komst á dagskrá í maí 2014, fyrst í atvinnumálanefnd og síðan í atvinnumála- og kynningarráði. Í nóvember 2015 komu upp hugmyndir um að Dalvíkurbyggð myndi setja sér auðlindastefnu og í kjölfarið var tekin ákvörðun um að sameina þessar tvær stefnur og móta atvinnu- og auðlindastefnu Dalvíkurbyggðar.

Á 759. fundi sínum þann 19. nóvember 2015 samþykkti byggðaráð Dalvíkurbyggðar samhljóða með 3 atkvæðum að fela atvinnumála- og kynningaráði að halda utan um ofangreinda vinnu, í samvinnu við önnur fagsvið og fagráð. Byggðaráð lagði einnig til að starfsmenn ráðanna, ásamt sveitarstjóra, myndi vinnuhópinn og vinnan við stefnurnar verði til umfjöllunar í fagráðunum. Þessi tilhögun var svo samþykkt á 274. fundi sveitarstjórnar þann 24. nóvember 2015.

Atvinnuhluti stefnunnar er á lokastigum og áætlað er að ljúka honum í lok apríl 2018. Vinna við auðlindahluta stefnunnar er stutt á veg kominn og því óskar atvinnumála- og kynningarráð eftir því að veitu- og hafnaráð og umhverfisráð taki málið upp og taki afstöðu til þess hvort, og þá með hvað hætti, þau vilji koma að málinu.'
Umhverfisráð óskar eftir því að upplýsingafulltrúi mæti á fund ráðsins og kynni fyrir því stöðu við vinnu við auðlindastefnu Dalvíkurbyggðar.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

Atvinnumála- og kynningarráð - 32. fundur - 07.03.2018

Á 31. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað:

,,Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi:

Gerð atvinnumálastefnu komst á dagskrá í maí 2014, fyrst í atvinnumálanefnd og síðan í atvinnumála- og kynningarráði. Í nóvember 2015 komu upp hugmyndir um að Dalvíkurbyggð myndi setja sér auðlindastefnu og í kjölfarið var tekin ákvörðun um að sameina þessar tvær stefnur og móta atvinnu- og auðlindastefnu Dalvíkurbyggðar.

Á 759. fundi sínum þann 19. nóvember 2015 samþykkti byggðaráð Dalvíkurbyggðar samhljóða með 3 atkvæðum að fela atvinnumála- og kynningaráði að halda utan um ofangreinda vinnu, í samvinnu við önnur fagsvið og fagráð. Byggðaráð lagði einnig til að starfsmenn ráðanna, ásamt sveitarstjóra, myndi vinnuhópinn og vinnan við stefnurnar verði til umfjöllunar í fagráðunum. Þessi tilhögun var svo samþykkt á 274. fundi sveitarstjórnar þann 24. nóvember 2015.

Atvinnuhluti stefnunnar er á lokastigum og áætlað er að ljúka honum í lok apríl 2018. Vinna við auðlindahluta stefnunnar er stutt á veg kominn og því óskar atvinnumála- og kynningarráð eftir því að veitu- og hafnaráð og umhverfisráð taki málið upp og taki afstöðu til þess hvort, og þá með hvað hætti, þau vilji koma að málinu. "

Á 72. fundi veitu- og hafnaráðs og 302. fundi umhverfisráðs var ofangreind bókun tekin fyrir og óskað eftir því að upplýsingafulltrúi komi á fundi ráðanna til að kynna fyrir þeim stöðu við vinnu auðlindahluta stefnunnar.
Með vísan í ofangreindar bókanir veitu- og hafnaráðs og umhverfisráðs leggur atvinnumála- og kynningarráð til við sveitarstjórn að vinnu við auðlindahluta atvinnu- og auðlindastefnu Dalvíkurbyggðar verði hætt og að vinnuhópurinn, sem skipaður var af sveitarstjórn, verði lagður niður.

Atvinnumála- og kynningarráð mun halda áfram að vinna að atvinnustefnu Dalvíkurbyggðar en hún er langt á veg komin.

Atvinnumála- og kynningarráð - 33. fundur - 04.04.2018

Á 32. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað ,,leggur atvinnumála- og kynningarráð til við sveitarstjórn að vinnu við auðlindahluta atvinnu- og auðlindastefnu Dalvíkurbyggðar verði hætt og að vinnuhópurinn, sem skipaður var af sveitarstjórn, verði lagður niður.

Atvinnumála- og kynningarráð mun halda áfram að vinna að atvinnustefnu Dalvíkurbyggðar en hún er langt á veg komin."

Upplýsingafulltrúi fer yfir stöðu við gerð atvinnustefnu Dalvíkurbyggðar en meðal annars er búið að vinna ímynd Dalvíkurbyggðar, SVOT greiningu og atvinnulífskönnun sem koma inn í stefnuna.
Upplýsingafulltrúa falið að vinna áfram að verkefninu miðað við umræður á fundinum.

Atvinnumála- og kynningarráð - 34. fundur - 02.05.2018

Áframhaldandi vinna við atvinnustefnu Dalvíkurbyggðar, en unnið hefur verið að henni um nokkurt skeið og fjallað um hana á fundum ráðsins.

Upplýsingafulltrúi leggur fyrir ráðið tillögu að kaflaskiptingu og uppbyggingu stefnunnar.

Til umræðu.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 3 atkvæðum að ráðið verði stýrihópur atvinnustefnunnar og samþykkir einnig með 3 atkvæðum að haldinn verði opinn vinnufundur um aðgerðaáætlun stefnunnar haustið 2018.

Atvinnumála- og kynningarráð - 35. fundur - 04.07.2018

Á 34. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað: ,,Upplýsingafulltrúi leggur fyrir ráðið tillögu að kaflaskiptingu og uppbyggingu stefnunnar.

Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 3 atkvæðum að ráðið verði stýrihópur atvinnustefnunnar og samþykkir einnig með 3 atkvæðum að haldinn verði opinn vinnufundur um aðgerðaáætlun stefnunnar haustið 2018."
Til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 37. fundur - 03.10.2018

Á 34. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað: ,,Upplýsingafulltrúi leggur fyrir ráðið tillögu að kaflaskiptingu og uppbyggingu stefnunnar.

Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 3 atkvæðum að ráðið verði stýrihópur atvinnustefnunnar og samþykkir einnig með 3 atkvæðum að haldinn verði opinn vinnufundur um aðgerðaáætlun stefnunnar haustið 2018."

Upplýsingafulltrúi fer yfir atvinnustefnuna og upplýsir ráðið um þá vinnu sem nú þegar hefur farið fram við gerð hennar.

Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir kemur inn á fundinn kl. 8:35.
Atvinnumála- og kynningarráð felur upplýsingafulltrúa að fullvinna drög að aðgerðaáætlun atvinnustefnunnar fyrir næsta fund ráðsins. Einnig samþykkir ráðið að halda opinn vinnufund um aðgerðahluta stefnunnar í byrjun nóvember 2018.

Atvinnumála- og kynningarráð - 38. fundur - 07.11.2018

Á 37. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað:
,,Atvinnumála- og kynningarráð felur upplýsingafulltrúa að fullvinna drög að aðgerðaáætlun atvinnustefnunnar fyrir næsta fund ráðsins. Einnig samþykkir ráðið að halda opinn vinnufund um aðgerðahluta stefnunnar í byrjun nóvember 2018."

Upplýsingafulltrúi kynnir fyrir ráðinu fullunnin drög að aðgerðaáætlun atvinnustefnunnar. Einnig leggur upplýsingafulltrúi fyrir ráðið hugmynd að dagskrá fyrir opinn vinnufund.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir að halda opinn vinnufund um aðgerðahluta stefnunnar þriðjudaginn 27. nóvember kl. 14:00-16:00.

Atvinnumála- og kynningarráð - 39. fundur - 05.12.2018

Á 38. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs þann 7. nóvember 2018 var samþykkt að halda opinn vinnufund um aðgerðahluta Atvinnustefnu Dalvíkurbyggðar og var sá fundur haldinn þriðjudaginn 27. nóvember s.l. frá kl. 14 - 16. Þátttaka fulltrúa úr atvinnulífinu var með ágætum og er þeim sem höfðu færi á að mæta og leggja lóð á vogarskálarnar þakkað fyrir mætinguna.

Með fundarboði ráðsins fylgdi samantekt tveggja vinnuhópa um drög að aðgerðaáætluninni og á fundinum var farið yfir þær samantektir.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela Þjónustu- og upplýsingafulltrúa að vinna áfram að aðgerðaáætluninni að teknu tilliti til niðurstaðna vinnuhópanna ásamt tillögum ráðsins að afgreiðslu.

Atvinnumála- og kynningarráð - 40. fundur - 09.01.2019

Á 39. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 5. desember 2018 var þjónustu- og upplýsingafulltrúa falið að vinna að aðgerðaráætlun að teknu tilliti til niðurstaðna vinnuhópanna ásamt tillögum ráðsins að afgreiðslu.

Með fundarboði atvinnumála- og kynningarráðs fylgdu uppfærð drög.

Til umræðu ofangreint.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum fyrirliggjandi Atvinnustefnu Dalvíkurbyggðar og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 309. fundur - 15.01.2019

Á 40. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs þann 9. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 39. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 5. desember 2018 var þjónustu- og upplýsingafulltrúa falið að vinna að aðgerðaráætlun að teknu tilliti til niðurstaðna vinnuhópanna ásamt tillögum ráðsins að afgreiðslu. Með fundarboði atvinnumála- og kynningarráðs fylgdu uppfærð drög. Til umræðu ofangreint. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum fyrirliggjandi Atvinnustefnu Dalvíkurbyggðar og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. "

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi ofangreind tillaga að Atvinnustefnu Dalvíkurbyggðar.

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að Atvinnustefnu Dalvíkurbyggðar og fagnar henni.

Atvinnumála- og kynningarráð - 42. fundur - 06.03.2019

Á 309. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 15. janúar 2019 var Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar samþykkt samhljóða.

Á fundinum var til umræðu ofangreind stefna og næstu skref út frá aðgerðaáætlun stefnunnar. Farið var yfir þau verkefni sem tilgreind eru í áætluninni.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að vinna drög að upplýsingasíðu fyrir ferðamenn inn á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 43. fundur - 03.04.2019


Á 42. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 6. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 309. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 15. janúar 2019 var Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar samþykkt samhljóða.

Á fundinum var til umræðu ofangreind stefna og næstu skref út frá aðgerðaáætlun stefnunnar. Farið var yfir þau verkefni sem tilgreind eru í áætluninni.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að vinna drög að upplýsingasíðu fyrir ferðamenn inn á heimasíðu Dalvíkurbyggðar."

Á fundinum kynnti þjónustu- og upplýsingafulltrúi drög að ofangreindri upplýsingasíðu.


Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að vinna áfram að lið 5.5.4 og ljúka honum fyrir næsta fund ráðsins.

Atvinnumála- og kynningarráð - 44. fundur - 08.05.2019


Á 43. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs þann 3. apríl s.l. kynnti þjónustu- og upplýsingafulltrúi drög að upplýsingasíðu fyrir ferðamenn. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkti samhljóða með 5 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að vinna áfram að lið 5.5.4 og ljúka honum fyrir næsta fund ráðsins.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi kynnti uppfærð drög að síðunni.

Til umræðu ofangreint.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúa falið að vinna áfram að málinu í samræmi við drög sem kynnt hafa verið.

Atvinnumála- og kynningarráð - 45. fundur - 05.06.2019

Á 310. fundi sveitarstjórnar þann 19. febrúar 2019 voru reglur Dalvíkurbyggðar um nýsköpunar- og þróunarsjóð staðfestar.
Á 43. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs fól ráðið þjónustu- og upplýsingafulltrúa að auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn í samræmi við gildandi reglur.
Atvinnumála- og kynningaráð auglýsti opið fyrir umsóknir í Nýsköpunar- og þróunarsjóð Dalvíkurbyggðar þann 30. apríl sl. Umsóknarfrestur var auglýstur í einn mánuð og síðasti dagur til umsóknar því 30. maí.
Engar umsóknir bárust í sjóðinn að þessu sinni. Auglýst var á heimasíðu og facebook-síðu Dalvíkurbyggðar.
Niðurstaða lögð fram til kynningar og í framhaldi rætt um möguleikann á að auglýsa sjóðinn á fleiri stöðum á næsta ári.