Tillaga að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

Málsnúmer 201812073

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 314. fundur - 11.01.2019

Lagt fram erindi dags 17. desember 2018 frá sveitarfélaginu Skagafirði þar sem óskað er eftir umsögn vegna tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagðar tillögur.

Sveitarstjórn - 309. fundur - 15.01.2019

Á 314. fundi umhverfisráðs þann 11. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Lagt fram erindi dags 17. desember 2018 frá sveitarfélaginu Skagafirði þar sem óskað er eftir umsögn vegna tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Umverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagðar tillögur."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og gerir ekki athugasemdir við framlagðar tillögur hvað varðar breytingar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.