Félagsmálaráð

223. fundur 13. nóvember 2018 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir Sviðsstjóri félagsmálasviðs
Dagskrá
Þórhalla Franklín Karlsdóttir vék af fundi kl. 9:00

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201810097Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál bókuð í trúnaðarmálabók
Bókað í trúnaðarmálabók

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201811062Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál nr. 201811062
Bókað í trúnaðarmálabók

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201811004Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál nr.201811004
Bókað í trúnaðarmálabók

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201811059Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál nr. 201811059
Bókað í trúnaðarmálabók

5.Fjárbeiðni Stígamóta 2019

Málsnúmer 201811020Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Stígamótum dags. 05.11.2018 en árlega leita Stígamót til allra sveitarstjórna landsins til þess að óska eftir fjárstuðningi og samstarfi um reksturinn. Rétt er að taka fram að öll þjónusta Stígamóta við brotaþola er ókeypis. Árið 2017 leituðu 969 einstaklingar hjálpar hjá Stígamótum. Um er að ræða 30% aukningu á milli ára. Starfsmenn Stígamóta hafa gert sitt besta til að mæta þessari aukningu en því miður er viðvarandi löng bið eftir viðtölum. Stígamót bjóða upp á einstaklingsviðtöl og sjálfshjálparhópa fyrir brotaþola kynferðisofbeldis bæði fyrir karla og konur. Sinna einnig fræðslu í samvinnu félagsmiðstöðva og skóla um allt land. Stígamót hafa boðið upp á þjónustu við fólk utan við höfuðborgarsvæðið á austurlandi, Ísafirði, Borgarnesi og Akranesi. Stígamót hafa kappkostað að bjóða góða þjónustu og var ráðinn karlskyns ráðgjafi til þeirra og hefur það skilað sér í aukinni aðsókn karlkyns brotaþola. Stígamót skora á sveitarstjórnarfólk að forgangsraða í þágu velferðar íbúanna og taka þátt í starfinu með þeim.
Félagsmálaráð telur sér ekki fært að veita umræddan styrk þar sem ekki er gert ráð fyrir slíkum kostnaði í fjárhagsáætlun.

6.Styrkumsókn frá Aflinu vegna rekstarársins 2019

Málsnúmer 201810069Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi frá Aflinu, Samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldis dags. 15.10 2018. Aflið óskar eftir stuðningi við starf sitt fyrir rekstrarárið 2019. Aflið hefur starfað frá árinu 2002. Þjónusta Aflsins er fyrir öll þau sem beitt hafa verið kynferðis - og/eða heimilisofbeldi í sinni víðustu mynd auk þess sem til Aflsins hafa leitað margir þolendur eineltis og vanrækslu. Aflið býður einnig upp á ráðgjöf fyrir aðstandendur. Starfsemi Aflsins gagnvart skjólstæðingum sínum byggir á einkaviðtölum, hópavinnu og forvörnum. Aflið sinnir forvörnum í fræðslu í grunn- og framhaldsskólum, Háskólanum á Akureyri og öðrum stofnunum og fyrirtækjum. Þjónusta Aflsins er veitt brotaþolum og aðstandendum að kostnaðarlausu. Alls voru veitt 1403 viðtöl á árinu 2017. Á yfirstandandi ári lækkaði framlag til samtakanna frá ríkissjóði um rúm 30% eða 4,5 milljónir. Hefur rekstur Aflsins og starfsemi því dregist saman og áherslan hefur verið lögð á grunnþjónustu við þolendur. Öll framlög til Aflsins eru vel þegin.
Félagsmálaráð tekur jákvætt í erindið og telur mikilvægt að styðja við slíka starfsemi á Norðurlandi. Þar sem ekki er gert ráð fyrir styrkveitinum á fjárhagsáætlun félagsmálasvið leggur félagsmálaráð til við byggðarráð að styrkja samtökin um sömu upphæð og á síðasta ári eða alls kr. 100.000,-

7.Fundur um atvinnuþátttöku barna

Málsnúmer 201811057Vakta málsnúmer

Tekin er fyrir ábending frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga dags. 02.11.2018 um fund um vinnu barna. Fundinum verður streymt af vefsíðu vinnueftirlitsins. Mikil atvinnuþátttaka barna hér á landi vekur upp spurningar um hvernig þau eru undirbúin undir margvísleg störf, hvernig eftirliti er háttað, þekkingu atvinnulífsins á þeim reglum sem gilda um vinnu barna og þekkingu barnanna sjálfra á réttindum sínum og skyldum. Umboðsmaður barna og Vinnueftirlitið stóðu fyrir fundi 8. nóvember um þessar spurningar en umboðsmaður barna hefur á síðustu árum fengið margvísleg erindi og ábendingar sem snúa að atvinnuþátttöku barna. Hægt er að horfa á fundinn á heimasíðunni vinnueftirlit.is
Lagt fram til kynningar

8.Innleiðing nýrra laga og breyttra laga - upplýsingapóstur

Málsnúmer 201811058Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga dags. 29.10.2018. Þar vilja lögfræðingar og félagsmálastjóri sambandsins koma upplýsingum á framfæri við stjórnendur á vettvangi félagsþjónustu sveitarfélaga á setningu reglugerða á grundvelli nýrra og breyttra laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þann 23. október áttu fulltrúar sambandsins fund með embættismönnum ráðuneytis þar sem farið var yfir fyrstu drög að kostnaðarmati vegna reglugerða sem eru í vinnslu. Fram kom að efni reglugerðanna liggur enn ekki fyrir og að mögulega kunni einhver atriði þeirra að breytast. Af hálfu sambandsins var tekið fram að gefa verði ráðrúm til þess að fara yfir heilleg drög að kostnaðarmati þegar efni reglugerðanna liggur fyrir. Á fyrrgreindum fundi kynnti ráðuneytið að hafist hafi verið handa við gerð leibeininga sem þeim er falið að gefa út skv. nýjum og breyttum lögum. Um er að ræða leiðbeiningar við framkvæmd sértækrar frístundaþjónustu, um þjónustu stuðningsfjölskyldu, um framkvæmd stoðþjónustu samkvæmt VII. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og um akstursþjónustu.
Bent er á að sambandið óskaði eftir því að sveitarfélög fengju aukið ráðrúm til að bregðast við lögfestingu NPA sem þjónustuforms. Ráðuneytið féllst ekki á þessa ósk sambandsins. Óvissa er því enn fyrir hendi um það hvernig sveitarfélögum er ætlað að stíga fyrstu skrefin í því umhverfi að NPA sé lögfest þjónustuform.
Fyrir liggur sú breyting sem nú verður á að grunnþjónusta sé skilgreind allt að 15 tímum á viku, mun hafa fjárhagsleg áhrif á hluta sveitarfélaga, einum þeim sem hafa miðað við lágan stundafjölda í félagslegri heimaþjónustu.
Lagt fram til kynningar

9.Jólaaðstoð 2018

Málsnúmer 201811069Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálpræðishersins á Akureyri, Hjálparstarfs kirkjunnar og Rauða krossinum við Eyjafjörð dags. 14. nóvember 2018 en um þessar mundir er að hefjast fjáröflun vegna jólaaðstoðar eins og undanfarin ár. Söfnunarfé er notað til kaupa á gjafakortum sem einstaklingar geta verslað mat fyrir. Samtals fengu um 300 fjölskyldur og einstaklingar aðstoð á síðasta ári. Sveitarfélaginu er sent bréfið með ósk og von um að styrk með peningaupphæð. Einnig er þakkað fyrir veittan stuðning á síðastliðnum árum. Undanfarin ár hefur félagsþjónusta átt gott samstarf við félögin um jólaaðstoðina og hafa 15-20 heimili í sveitarfélaginu fengið aðstoð undanfarin ár.
Félagsmálaráð samþykkir umrædda styrkbeiðni og samþykkir að veita alls kr. 200.000, tekið af lið 02-11-9110.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir Sviðsstjóri félagsmálasviðs