Frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Ósk um viðauka vegna kaupa á rafbifreið fyrir umhverfis- og tæknisvið

Málsnúmer 201811072

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 887. fundur - 15.11.2018

Tekið fyrir erindi frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagett þann 12. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir að kr. 5.000.000 sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2018 vegna kaupa á rafbifreið fyrir umhverfis- og tæknisvið verði fellt niður þar sem gert er ráð fyrir þessari fjárfestingu árið 2019.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 39 við fjárhagsáætlun 2018 til lækkunar á fjárfestingum að upphæð kr. 5.000.000 á deild 32200 og til hækkunar á móti á handbæru fé.

Sveitarstjórn - 307. fundur - 20.11.2018

Á 887. fundi byggðaráðs þann 15. nóvember 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagett þann 12. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir að kr. 5.000.000 sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2018 vegna kaupa á rafbifreið fyrir umhverfis- og tæknisvið verði fellt niður þar sem gert er ráð fyrir þessari fjárfestingu árið 2019. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 39 við fjárhagsáætlun 2018 til lækkunar á fjárfestingum að upphæð kr. 5.000.000 á deild 32200 og til hækkunar á móti á handbæru fé."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 39 við fjárhagsáætlun 2018 til lækkunar að fjárfestingum á deild 32200 að upphæð 5,0 m.kr. og til hækkunar á móti á handbæru fé.