Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2019.

Málsnúmer 201808024

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 76. fundur - 15.08.2018

Á 71. fundi veitu- og hafnaráðs, sem haldinn var 17. janúar 2018 var eftirfarandir fært til bókar undir liðnum Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2018.

"Við vinnu vegna gerðar fjárhagsáætlun 2018 kom til umræðu breyting á gjaldskrá veitunnar. Fyrir lá tillaga formanns um að gjaldskráin mundi haldast óbreytt. Þessi ákvörðun ráðsins kemur fram í starfsáætlun veitu- og hafnasviðs fyrir árið 2018."

Siðasta breyting sem gerð var á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur var á 54. fundi veitu- og hafnaráðs 20.10.2016. Þar var eftirfarandi fært til bókar:

"Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2017. Gjaldskráin hefur tekið breytingum byggingarvísitölu frá september 2015 til september 2016, eða um 2,812%. Einnig er lagt til fyrirkomulag verðbreytinga á henni til framtíðar litið."

Vísitala byggingarkostnaðar í september 2016 var 131,6 stig og í ágúst 2018 er hún 139,9 stig sem er 6,31% breyting.
Til frekari skýringar þá fylgir fundarboði útreikningur á tekjubreytingu veitunnar miðað við framangreindar forsendur.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 78. fundur - 19.09.2018

Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur, sem taka mun gildi 1. janúar 2019. Gjaldskránni var síðast breytt 1. janúar 2017. Í þeim tillögum sem liggja fyrir ráðinu er gert ráð fyrir að gjaldskráin taki breytingum vísitölu byggingarkostnaðar frá desember 2017, 136,1 stig til september 2018, 139,9 stig eða um 2,79%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða, með fimm atkvæðum, framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Sveitarstjórn - 306. fundur - 30.10.2018

Á 78. fundi veitu- og hafnaráðs var eftirfarandi bókað:
"Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur, sem taka mun gildi 1. janúar 2019. Gjaldskránni var síðast breytt 1. janúar 2017. Í þeim tillögum sem liggja fyrir ráðinu er gert ráð fyrir að gjaldskráin taki breytingum vísitölu byggingarkostnaðar frá desember 2017, 136,1 stig til september 2018, 139,9 stig eða um 2,79%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða, með fimm atkvæðum, framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar. "

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 307. fundur - 20.11.2018

Á 306. fundi sveitarstjórnar þann 30.10.2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 78. fundi veitu- og hafnaráðs var eftirfarandi bókað: "Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur, sem taka mun gildi 1. janúar 2019. Gjaldskránni var síðast breytt 1. janúar 2017. Í þeim tillögum sem liggja fyrir ráðinu er gert ráð fyrir að gjaldskráin taki breytingum vísitölu byggingarkostnaðar frá desember 2017, 136,1 stig til september 2018, 139,9 stig eða um 2,79%. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða, með fimm atkvæðum, framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar. "
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur til síðari umræðu í sveitarstjórn. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur sem taki gildi 1. janúar 2019.