Veitu- og hafnaráð

80. fundur 09. nóvember 2018 kl. 08:00 - 09:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Rúnar Þór Ingvarsson vék af fundi kl: 8:50.

1.Fundargerðir Hafnasambands Íslands - 2018

Málsnúmer 201801091Vakta málsnúmer

Fyrir fundinu lá fundargerð 406. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var föstudaginn 5. október 2018 kl. 11:00. Fundurinn var haldinn var í Allsherjarbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík.
Lögð fram til kynningar.

2.Dýpkun við stálþil Austurgarðs.

Málsnúmer 201807020Vakta málsnúmer

Á 75. fundi veitu- og hafnaráðs var eftirfarandi fært til bókar: "Eins og fram hefur komið er nauðsyn á að dýpka næst Austurgarði, þ.e. við stálþilið og í u.þ.b. 5m frá þili. Gert er ráð fyrir því að núverandi verktak sjái um þennan verkþátt á einingarverði. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er magnið um 2.000 m3. Gert er ráð fyrir að efninu sem upp verði mokað verði komið fyrir í fjörunni norðan við núverandi ytri mannvirki Dalvíkurhafnar."

Einnig var fært til bókar eftirfarandi niðurstaða:"Veitu- og hafnaráð samþykkir að gerð verði verðkönnum hjá núverandi verktaka í umræddan verkþátt. Ef viðunandi tilboð kemur þá hefur sviðsstjóri heimild til að semja við verktaka."

Á 77. fundi veitu- og hafnaráðs var eftirfarandi fært til bókar: „Sviðstjóri kynnti tilboð verktaka samkvæmt ofangreindu og samþykki frá sigligasviði Vegagerðar ríkisins.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða tilboð Árna Helgasonar ehf.“

Nú liggur fyrir mæling á fjarlægðu efni vegna dýpkunar og er það um 1240 m3 og kostnaður því um kr. 2.900.000,-.
Lagt fram til kynningar.

3.Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar 2019.

Málsnúmer 201808027Vakta málsnúmer

Til umræðu hefur verið að setja inn ákvæði um aflagjald þannig að heimilt verði að semja sérstaklega við stórnotendur að höfnum Hafnasjóðs. Slíkt ákvæði er að finna hjá nokkrum höfnum landsins.

Að framansögðu leggur sviðsstjóri til að eftirfarandi setningu verði bætt við gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar, Vörugjöld: 5. Fl. Aflagjald: Heimilt er að semja sérstaklega við stórnotendur.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum ofangreinda breytingu á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar sem tekur gildi 1. janúar 2019.

4.Úttekt OSRL vegna mengunarvarnarbúnaðar í höfnum

Málsnúmer 201810071Vakta málsnúmer

Mað rafpósti sem dagsettur er 25.09.2018, barst neðangreit erindi:

"Eins og þið vitið þá fékk Mengunarvarnarráð hafna/Umhverfisstofnun Oil Spill Response Limited (OSRL), sem er breskt fyrirtæki, til að koma í sumar og meta þörf fyrir mengunarvarnarbúnað í höfnum og skoða verklag vegna viðbragða gegn mengunaróhöppum. Nú hefur okkur borist skýrsla frá fyrirtækninu (sjá viðhengi).

Þar sem skýrslan hefur ekki verið kynnt í Mengunarvarnarráði hafna og fyrir umhverfisráðherra eru aðilar beðnir um að dreifa henni ekki fyrr en slík kynning hefur farið fram. Til stendur að kynna skýrsluna fyrir ráðinu í byrjun nóvember."

Meðfylgjandi undir málinu er skýrslan sem er 48 bls. og er hún á ensku.
Lagt fram til kynningar. Veitu-og hafnaráð vill benda Umhverfisstofnun á nauðsyn þess að skýrslan verði þýdd á íslensku.

5.Varaafl fyrir dælustöðvar, tilboð

Málsnúmer 201811023Vakta málsnúmer

Í fjárhagsáætlun Hitaveitu Dalvíkur þessa árs er gert ráð fyrir kaupum á færanlegum varaaflstöðvum.

Fyrir fundinum liggur tilboð frá Merkúr ehf í tvær stöðvar 10 kw og 20 kw ásamt vagni undir hvorri stöð. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir kr. 1.500.000,- til kaupanna en tilboðið hljóðar uppá kr. 2.800.000,- án vsk en með flutningi.

Sviðsstjóri leggur til að gengið verði að þessu tilboði og kr. 1.300.000,- verði teknar af lóðarfrágangi við dælustöðvar hitaveitu, en gert var ráð fyrir kr. 2.000.000,- til þess verkefnis á yfirstandandi ári.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum tillögu sviðsstjóra og leggur til við byggðarráð að kr. 1.300.000,- verði teknar af lóðarfrágangi við dælustöðvar hitaveitu, en gert var ráð fyrir kr. 2.000.000,- til þess verkefnis á þessu ári.

6.Bréf Samgöngufélagsins

Málsnúmer 201810089Vakta málsnúmer

Með rafpósti, sem dagsettur er 23,10,2018, barst eftirfarandi erindi frá Samgöngufélaginu:
"Meðfylgjandi í viðhengi er bréf Samgöngufélagsins, dags. í dag, 23. október 2018, til þargreindra aðila varðandi umsögn félagsins um tillögu að samgönguáætlun 2019 til 2033."
Í bréfinu er vakin athygli á því að Samgöngufélagið hefur sent inn á vef Alþingis athugasemdir við tillögu til þingsályktunar að samgönguáætlun 2019-2033. Þar er óskað eftir að gert verði ráð fyrir gerð vega um svonefnda Húnavallaleið í Austur-Húnavatnssýslu og Vindheimaleið í Skagafirði á tímabili áætlunarinnar.
Lagt fram til kynningar.

7.Deiliskipulag í landi Laugahlíðar

Málsnúmer 201810073Vakta málsnúmer

Með bréfi, sem dagsett er 31. október 2018, óskar sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs eftir umsögn vegna skipulagslýsingar á íbúða- og þjónustusvæði í landi Laugarhlíðar í Svarfaðardal, Dalvíkurbyggð.

Í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 óskar undirritaður hér með fyrir hönd Dalvíkurbyggðar eftir umsögn þinnar stofnunar á skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsvinnu á íbúða- og þjónustusvæði í landi Laugarhlíðar Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð.

Innan skipulagssvæðissins eru átta íbúðarhús, eitt frístundahús og ein yfirbyggð sundlaug.
Skipulagssvæðið er vestan við Svarfaðardalsveg á móts við Húsabakkaskóla í landi jarðarinnar Laugahlíðar, sem er í eigu Dalvíkurbyggðar. Heildarstærð skipulagssvæðisins er 16,3 ha.

Óskað er eftir að umsögnin hafi borist undirrituðum eigi síðar en 14. nóvember n.k.
Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulagslýsingu, en gerir ráð fyrir því að náið samráð verði haft við ráðið vegna þeirra innviða sem veitur Dalvíkurbyggðar koma að, þegar deiliskipulagið liggur fyrir.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs