Íþrótta- og æskulýðsráð

104. fundur 06. nóvember 2018 kl. 08:15 - 09:25 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Eydís Arna Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Óskað eftir umsóknum vegna unglingalandsmóts 2021 eða 2022

Málsnúmer 201809105Vakta málsnúmer

Byggðaráð samþykkti að vísa ofangreindu erindi til upplýsingar í íþrótta- og æskulýðsráð, en byggðaráð sér ekki flöt á því að Dalvíkurbyggð sæki um að þessu sinni.
Íþrótta- og æskulýðsráð tekur undir með byggðaráði en bendir á að það er Héraðssambanda að sækja um að halda slíkt mót.

2.Stuðningur við Snorraverkefnið 2019

Málsnúmer 201810091Vakta málsnúmer

Óskað er eftir stuðningi við Snorraverkefnið.
Íþrótta- og æskulýðsráð hafnar erindinu.

3.Yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga

Málsnúmer 201809095Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir lögmælt verkefni sem tengjast íþrótta- og æskulýðsmálum.

4.Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2018

Málsnúmer 201810107Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að kjör á íþróttamanni ársins fari fram við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 17. janúar. Íbúakosningu verði komið af stað eins fljótt og hægt er í byrjun janúar 2019.

5.Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð 2018

Málsnúmer 201810108Vakta málsnúmer

Búið er að auglýsa eftir umsóknum í afreks- og styrktarsjóð. Umsóknir verða afgreiddar á fundi ráðsins í desember.

Fundi slitið - kl. 09:25.

Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Eydís Arna Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi