Umhverfisráð

312. fundur 07. nóvember 2018 kl. 08:15 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Eva Björk Guðmundsdóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Júlíus Magnússon.

1.Umferðarhraði á þjóðvegum í þéttbýli Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201809040Vakta málsnúmer

Undir þessum lið koma á fund umhverfisráðs Sævar Freyr Ingason varðstjóri kl. 08:15 til að ræða hugmyndir ráðsins að breyttum hámarkshraða á þjóðvegum í þéttbýli Dalvíkurbyggðar.
Á 310. fundi umhvefisráðs þann 7. september var eftirfarandi bókað

" Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar lýsing áhyggjum af umferðarhraða á þjóðvegunum í gegnum þéttbýli í Dalvíkurbyggð og felur sviðsstjóra að koma eftirfarandi ósk á Vegagerðina: Umhverfirsráð Dalvíkurbyggðar óskar eftir að umferðarhraða á þjóðvegunum í þéttbýli Dalvíkurbyggðar verði breytt eftirfarandi. Árskógssandur: Umferðarhraði merktur 50 km/kls við Sólvelli (við þéttbýlismörk) og 35 km/kls rétt við hraðahindrunina hjá Öldugötu. Hauganes: Umferðarhraði merktur 35 km/kls við þéttbýlismörk. Dalvík: Umferðarhraði á Gunnarsbraut, Hafnarbraut og Skíðabraut verði lækkaður niður í 35 km/kls. Ráðið óskar eftir að fá aðila frá Vegagerðinni á næsta fund ráðsins í október."
Sævar Freyr vék af fundi kl. 09:04
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar óskar eftir að umferðarhraða á þjóðvegunum í þéttbýli Dalvíkurbyggðar verði breytt eftirfarandi. Árskógssandur: Umferðarhraði merktur 50 km/klst við Sólvelli (við þéttbýlismörk) og 30 km/klst rétt við hraðahindrunina hjá Öldugötu. Hauganes: Umferðarhraði merktur 30 km/klst við þéttbýlismörk. Dalvík: Umferðarhraði á þjóðveginum gegnum Dalvík merktur 30 km/klst frá hraðahindrun við Gunnarsbraut 2 að norðan og frá hraðahindrun norðan við Skíðabraut 21 að sunnan.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Úthlutun byggingalóða - endurskoðun á reglum

Málsnúmer 201807084Vakta málsnúmer

Til umræðu endurskoðun á gildandi úthlutunarreglum byggingarlóða í Dalvíkurbyggð.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að leggja fram tillögu að breytingu á úthlutunarreglum sem varða frístundalóðir, atvinnu/iðnaðarlóðir og fjölbýlishúsalóðir.

3.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Selárbakkavegar nr 8132-01, af vegaskrá

Málsnúmer 201810087Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er fyrirhugð niðurfelling á Selárbakkavegi af vegaskrá.

4.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu hluta Svarfaðardalsvegar, 805-03, af vegaskrá

Málsnúmer 201810088Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er fyrirhugð niðurfelling á hluta Svarfaðardalsvegar (heimreið að Þorsteinsstöðum) af vegaskrá.

5.Bréf Samgöngufélagsins

Málsnúmer 201810089Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

6.Strætóstoppistöð miðsvæðis á Dalvík

Málsnúmer 201810093Vakta málsnúmer

Til umræðu innsent erindi dags. 22. október 2018 frá Ole Lindquist þar sem reifaðar eru nýjar hugmyndir að staðsetningu strætóstoppistöðvar á Dalvík.
Umræða um nýjar strætóstoppistöðvar er í gangi í tengslum við fjárhagsáætlunargerð 2019 og kom einnig upp á samráðsfundi með lögreglu fyrr á þessum fundi.
Staðsetning og fyrirkomulag í samvinnu við þá sem hafa aðkomu að málinu er enn í skoðun, en í tillögu umhverfisráðs fyrir fjárhagsáætlun 2019 er gert ráð fyrir kaupum og uppsetningu á strætóskýli.
Gert er ráð fyrir staðsetningu miðsvæðis á þjóðveginum gegnum Dalvík.

7.Gjaldskrár Dalvíkurbyggðar 2019

Málsnúmer 201808068Vakta málsnúmer

Til umræðu og afgreiðslu tillaga umhverfisráðs að gjaldskrá sorphirðu 2019.
Umhverfisráð leggur til 3,32% hækkun samkvæmt byggingarvísitölu á sorphirðugjaldi ásamt breytingum á móttöku úrgangs á endurvinnslustöðinni við Sandskeið.
Gjaldskrá sorphirðu 2019 með áorðnum breytingum samþykkt.
Ráðið felur sviðsstjóra að leggja fram kynningargögn ásamt tillögum að klippikortum fyrir næsta fund ráðsins.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs