Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 16, frá 29.10.2018

Málsnúmer 1810011F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 307. fundur - 20.11.2018

Til kynningar.
  • .1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
    Undir þessum lið kom á fund stjórnar Ágúst Hafsteinsson, frá Form ráðgjöf, kl. 14:30.

    Á 15. fundi stjórnar þann 27. september 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
    "Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ganga til samninga við lægstbjóðanda sem er Katla ehf. á grundvelli tilboðs dagsettu þann 24. ágúst s.l. með fyrirvara um að forsendur tilboðsins standist og að tilboðsgjafi sé í skilum samkvæmt lögum um opinber innkaup. Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Ágústi Hafsteinssyni hjá Form ráðgjöf að ganga til samningagerðar við Kötlu ehf. og samningur verður svo til umfjöllunar og afgreiðslu í stjórn."

    Ágúst gerði grein fyrir þeim upplýsingum og gögnum sem hann hefur aflað frá Kötlu ehf. á milli funda varðandi ofangreint. Á fundinum voru gerðar nokkrar tillögur að breytingum á tækjalista og efnisvali.

    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 16 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Ágústi Hafsteinssyni hjá Form ráðgjöf áframhaldandi vinnu að samningagerð við Kötlu ehf. með því markmiði að stjórnin taki til umfjöllunar á næsta fundi drög að samningi við Kötlu ehf. um verkið.

    Eyrún vék af fundi kl. 16:03.
    Ágúst vék af fundi kl. 16:05.
  • .2 201810099 Fjármögnun framkvæmda og rekstrarform
    Guðrún Pálína gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað um möguleika á lánveitingum, t.d. frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 16 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykktir samhljóða með 2 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra að fylgja málinu áfram eftir. Bókun fundar Enginn tók til máls og fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.