Frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Ósk um viðauka vegna framlags Dalvíkurbyggðar til hraðhleðslustöðvar

Málsnúmer 201811071

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 887. fundur - 15.11.2018

Tekið fyrir erindi frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 12. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 vegna framlags Dalvíkurbyggðar til hraðhleðsustöðvar. Óskað er eftir að áætlað framlag að upphæð kr. 1.400.000 verði fellt niður og sett verði upp millihleðslustöð en styrkur Dalvíkurbyggðar dugar fyrir þeim kostnaði.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 40 við fjárhagsáætlun 2018 til lækkunar að upphæð kr. 1.400.000 á deild 32200 og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

Sveitarstjórn - 307. fundur - 20.11.2018

Á 887. fundi byggðaráðs þann 15. nóvember 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 12. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 vegna framlags Dalvíkurbyggðar til hraðhleðslustöðvar. Óskað er eftir að áætlað framlag að upphæð kr. 1.400.000 verði fellt niður og sett verði upp millihleðslustöð en styrkur Dalvíkurbyggðar dugar fyrir þeim kostnaði. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 40 við fjárhagsáætlun 2018 til lækkunar að upphæð kr. 1.400.000 á deild 32200 og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar viðauka nr. 40 við fjárhagsáætlun 2018 til lækkunar á deild 32200 að upphæð 1,4 m.kr. og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé.