Dysnes - umsagnarbeiðni um matsáætlun fyrir höfn og landfyllingu

Málsnúmer 202401076

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 17. fundur - 14.02.2024

Erindi dagsett 27. nóvember 2023 þar sem Skipulagsstofnun óskar umsagnar Dalvíkurbyggðar um matsáætlun fyrir fyrirhugaða landfyllingu og höfn í Dysnesi í Hörgársveit.
Umsagnarfrestur er veittur til 15. febrúar nk.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að senda inn umsögn í samræmi við drög sem lögð voru fram á fundinum.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 366. fundur - 20.02.2024

Á 17. fundi skipulagsráðs þann 14. febrúar 2024 var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 27. nóvember 2023 þar sem Skipulagsstofnun óskar umsagnar Dalvíkurbyggðar um matsáætlun fyrir fyrirhugaða landfyllingu og höfn í Dysnesi í Hörgársveit. Umsagnarfrestur er veittur til 15. febrúar nk. Niðurstaða:Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að senda inn umsögn í samræmi við drög sem lögð voru fram á fundinum. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Til máls tók:
Helgi Einarsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og fyrirliggjandi tillögu að umsögn um matsáætlun fyrir fyrirhugaða landfyllingu og höfn í Dysnesi í Hörgársveit.
Helgi Einarsson situr hjá.