Frá sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Ráðning í starf verkefnastjóra þvert á svið

Málsnúmer 202402027

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1096. fundur - 15.02.2024

Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 6. febrúar sl, þar sem óskað er eftir heimild til að ráða í starf verkefnastjóra þvert á við Framkvæmdasviðs og Fjármála- og stjórnsýlusviðs. Í erindinu er gert grein fyrir þarfagreiningu í starfið og helstu verkefnum. Í starfs- og fjárhagáætlun 2024 þá er gert ráð fyrir starfi verkefnastjóra í 100% starf á deild 09210.

Sumarið 2023 voru gerðar breytingar á framkvæmdasviði þannig að í dag starfa þar þrír millistjórnendur í stað sviðsstjóra. Við undirbúning og vinnu við þær breytingar var ljóst að einhver verkefni féllu ekki beint undir starfssvið þeirra stjórnenda, þá er um að ræða ákveðna skörun á verkefnum á milli þessara tveggja sviða. Þá eru stefnumótandi verkefni sem heyra undir fjármála- og stjórnsýslusvið sem ekki hefur verið ráðrúm til þess að sinna sökum fjölda verkefna.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi og heimilar ráðningu í 100% starf verkefnastjóra þvert á svið Framkvæmdasviðs og Fjármála- og stjórnsýslusviðs. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs verði næsti yfirmaður og fari því með ráðningarvald og mannaforráð.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 366. fundur - 20.02.2024

Á 1096. fundi byggðaráðs þann 15. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 6. febrúar sl, þar sem óskað er eftir heimild til að ráða í starf verkefnastjóra þvert á við Framkvæmdasviðs og Fjármála- og stjórnsýlusviðs. Í erindinu er gert grein fyrir þarfagreiningu í starfið og helstu verkefnum. Í starfs- og fjárhagáætlun 2024 þá er gert ráð fyrir starfi verkefnastjóra í 100% starf á deild 09210. Sumarið 2023 voru gerðar breytingar á framkvæmdasviði þannig að í dag starfa þar þrír millistjórnendur í stað sviðsstjóra. Við undirbúning og vinnu við þær breytingar var ljóst að einhver verkefni féllu ekki beint undir starfssvið þeirra stjórnenda, þá er um að ræða ákveðna skörun á verkefnum á milli þessara tveggja sviða. Þá eru stefnumótandi verkefni sem heyra undir fjármála- og stjórnsýslusvið sem ekki hefur verið ráðrúm til þess að sinna sökum fjölda verkefna. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi og heimilar ráðningu í 100% starf verkefnastjóra þvert á svið Framkvæmdasviðs og Fjármála- og stjórnsýslusviðs. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs verði næsti yfirmaður og fari því með ráðningarvald og mannaforráð. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og heimilar ráðningu í 100% starf verkefnastjóra þvert á svið Framkvæmdasviðs og Fjármála- og stjórnsýslusviðs. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs verði næsti yfirmaður með ráðningarvald og mannaforráð.