Hreinsun á svæðum í eigu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202401137

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 17. fundur - 02.02.2024

Til umræðu óæskileg ruslsöfnun á svæðum í eigu Dalvíkurbyggðar.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að haldið verði áfram með hreinunarátak frá árinu 2023 og að leitað verði samstarfs við Heilbrigðieftirlit og Byggingarfulltrúa um ákveðna hluta verkefnisins. Framkvæmdasviði er falið að hefja undirbúning að afgirtu geymslusvæði austan gámasvæðis.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 366. fundur - 20.02.2024

Á 17. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 2. febrúar 2024 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu óæskileg ruslsöfnun á svæðum í eigu Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að haldið verði áfram með hreinunarátak frá árinu 2023 og að leitað verði samstarfs við Heilbrigðieftirlit og Byggingarfulltrúa um ákveðna hluta verkefnisins. Framkvæmdasviði er falið að hefja undirbúning að afgirtu geymslusvæði austan gámasvæðis. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu umhverfis- og dreifbýlisráðs.