Frá SSNE; Skipan í fjölmenningarráð SSNE

Málsnúmer 202401116

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1094. fundur - 25.01.2024

Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 19. janúar sl., þar sem fram kemur að endurvekja á fjölmenningarráð SSNE sem starfrækt var árið 2021. Fram kemur að Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi var fulltrúi Dalvíkurbyggðar en hann gefur ekki kost á sér áfram. SSNE óskar eftir að sveitarfélögin tilefni fulltrúa sinn í fjölmenningarráðið. Reikna má með 3-4 fundum á ári í fjarfundi og verkefnin ákvarðast af ráðinu sjálfu. Gert er ráð fyrir að þeir sem væru ekki í launaðri vinnu hjá sveitarfélaginu fengju greidda fundarsetur frá SSNE.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að tilnefna fulltrúa og leggja fyrir næsta fund.

Byggðaráð - 1095. fundur - 08.02.2024

Á 1094. fundi byggðaráðs þann 25. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 19. janúar sl., þar sem fram kemur að endurvekja á fjölmenningarráð SSNE sem starfrækt var árið 2021. Fram kemur að Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi var fulltrúi Dalvíkurbyggðar en hann gefur ekki kost á sér áfram. SSNE óskar eftir að sveitarfélögin tilefni fulltrúa sinn í fjölmenningarráðið. Reikna má með 3-4 fundum á ári í fjarfundi og verkefnin ákvarðast af ráðinu sjálfu. Gert er ráð fyrir að þeir sem væru ekki í launaðri vinnu hjá sveitarfélaginu fengju greidda fundarsetur frá SSNE.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að tilnefna fulltrúa og leggja fyrir næsta fund. "

Sveitarstjóri upplýsti að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gefur kost á sér í fjölmenningarráð SSNE.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, verði fullrúi Dalvíkurbyggðar í fjölmenningarráði SSNE.

Sveitarstjórn - 366. fundur - 20.02.2024

Á 1095. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1094. fundi byggðaráðs þann 25. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 19. janúar sl., þar sem fram kemur að endurvekja á fjölmenningarráð SSNE sem starfrækt var árið 2021. Fram kemur að Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi var fulltrúi Dalvíkurbyggðar en hann gefur ekki kost á sér áfram. SSNE óskar eftir að sveitarfélögin tilefni fulltrúa sinn í fjölmenningarráðið. Reikna má með 3-4 fundum á ári í fjarfundi og verkefnin ákvarðast af ráðinu sjálfu. Gert er ráð fyrir að þeir sem væru ekki í launaðri vinnu hjá sveitarfélaginu fengju greidda fundarsetur frá SSNE.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að tilnefna fulltrúa og leggja fyrir næsta fund. " Sveitarstjóri upplýsti að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gefur kost á sér í fjölmenningarráð SSNE.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, verði fullrúi Dalvíkurbyggðar í fjölmenningarráði SSNE."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu byggðaráðs að Gísli Bjarnason, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, verði fulltrúi Dalvíkurbyggðar í fjölmenningarráði SSNE.