Boðun Hafnasambandsþings

Málsnúmer 202401123

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 132. fundur - 12.02.2024

Stjórn Hafnasambands Íslands boðar hér með formlega til hafnasambandsþings 24.-25. október 2024 í Hofi á Akureyri.

Dagskrá þingsins er ekki klár en gert er ráð fyrir að þingið hefjist 9:30 þann 24. október og ljúki upp úr hádegi þann 25. október.
Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að Benedikt Snær Magnússon og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri verði fulltrúar Dalvíkurbyggðar á Hafnasambandsþingi 2024.

Sveitarstjórn - 366. fundur - 20.02.2024

Á 132. fundi veitu- og hafnaráðs var eftirfarandi bókað:
"Stjórn Hafnasambands Íslands boðar hér með formlega til hafnasambandsþings 24.-25. október 2024 í Hofi á Akureyri. Dagskrá þingsins er ekki klár en gert er ráð fyrir að þingið hefjist 9:30 þann 24. október og ljúki upp úr hádegi þann 25. október.Niðurstaða:Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að Benedikt Snær Magnússon og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri verði fulltrúar Dalvíkurbyggðar á Hafnasambandsþingi 2024. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um að Benedikt Snær Magnússon og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri og hafnastjóri, verði fulltrúar Dalvíkurbyggðar á Hafnasambandsþingi 2024.