Sveitarstjórn

352. fundur 29. nóvember 2022 kl. 16:15 - 19:12 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Engar athugasemdir við fundarboðun eða fundarboð.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1047, frá 10.11.2022

Málsnúmer 2211003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 21 lið.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; M202111041
Liður 2 er sér liður á dagskrá; M202210121
Liður 5 er sér liður á dagskrá; M202209082
Liður 7 er sér liður á dagskrá; M202211019
Liður 8 er sér liður á dagskrá; M202211027
Liður 9 er sér liður á dagskrá; M202211036
Liður 10 er sér liður á dagskrá; M202210001
Liður 11 er sér liður á dagskrá; M202210002
Liður 12 er sér liður á dagskrá; M202210003
Liður 13 er sér liður á dagskrá; M202211039
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1048, frá 17.11.2022

Málsnúmer 2211008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 20 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; M202206059.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; M202211104
Liður 3 er sér liður á dagskrá; M202211106
Liður 7 er sér liður á dagskrá; M202208116.
Liður 8 er sér liður á dagskrá; M202208117.
Liður 10 er sér liður á dagskrá; M202210088.
Liður 11 er sér liður á dagskrá; M202211097
Liður 12 er sér liður á dagskrá; M202211096
Liður 15 er sér liður á dagskrá; M202211107
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1049, frá 24.11.2022

Málsnúmer 2211010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 18 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; M202211122
Liður 2 er sér liður á dagskrá; M202211148.
Liður 3 er sér liður á dagskrá; M202208116.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; M202211110.
Liður 5 er sér liður á dagskrá; M202204134.
Liður 6 er sér liður á dagskrá; M202209071.
Liður 7 er sér liður á dagskrá; M202211111.
Liður 8 er sér liður á dagskrá; M202208083.
Liður 9 er sér liður á dagskrá; M202108059.
Liður 11 er sér liður á dagskrá; M202201047.
Liður 13 er sér liður á dagskrá; fulltrúi Dalvíkurbyggðar á fund; M202206059.




Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

4.Félagsmálaráð - 263, frá 08.11.2022

Málsnúmer 2211001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liður 3 er sér liður á dagskrá; M202206072.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; M202206066.
Enginn tók til máls.
Fundagerðin er lögð fram til kynningar.

5.Fræðsluráð - 276, frá 09.11.2022

Málsnúmer 2210022FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 6 er sér liður á dagskrá; M202202100.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6.Íþrótta- og æskulýðsráð - 142, frá 01.11.2022

Málsnúmer 2210020FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; M20220655.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7.Menningarráð - 93, frá 22.11.2022

Málsnúmer 2211009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; M202209008.
Liður 7 er sér liður á dagskrá; M202209074.

Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8.Skipulagsráð - 4, frá 02.11.2022

Málsnúmer 2210021FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 18 liðum.
Liður 8 er sér liður á dagskrá; M202210020.
Liður 9 er sér liður á dagskrá; M202209054.
Liður 17 er sér liður á dagskrá; M202208141.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 33, frá 11.11.2022

Málsnúmer 2211004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Liður 3 er sér liður á dagskrá; M202209004.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; M202203166.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

10.Ungmennaráð - 36, frá 04.11.2022

Málsnúmer 2211002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 2 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

11.Frá 1048. og 1049. fundi byggðaráðs 17.11.2022 og 24.11.2022; Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 202208116Vakta málsnúmer

Á 1048. og 1049. fundi byggðaráðs þann 17.11.2022 og 24.11.2022 voru eftirtaldar gjaldskrár fyrir árið 2023 til umfjöllunar. Byggðaráð samþykkti gjaldskárnar samhljóða og vísaði þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar:

Frá Félagsmálasviði;
Heimilsþjónusta.
Framfærslukvarði.
Matarsendingar.
Ferðaþjónusta.
Dagmæður.
Lengd viðvera.

Frá fræðslu- og menningarsviði;
Leiga á húsnæði Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og félagsheimilsins Árskógi.
Frístund í Dalvíkurskóla og Árskógarskóla.
Skólamatur í Dalvíkurskóla og Árskógarskóla.
Leikskólagjöld vegna Krílakots og Kötlukots.
Gjaldskrá safna; Bókasafn, Héraðsskjalasafn, Byggðasafnið Hvoll.

Framkvæmdasvið:
Gjaldskrá Fráveitu ásamt tillögu að breytingum á samþykkt um fráveitu Dalvíkurbyggðar.
Gjaldskrá Vatnsveitu.
Gjaldskrá og reglur vegna útleigu verðbúða.
Gatnagerðargjöld 2023.
Gjaldskrá byggingafulltrúa.
Minnisblað- Skipulagsráð gjaldskrá.
Upprekstrargjald.
Lausaganga búfjár Leiguland.
Böggvisstaðaskáli.
Kattahald.
Hundahald.
Fjallskil
Refa- og minkaveiðar.
Slökkvilið
Sorphirðugjald.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindar og meðfylgjandi tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2023.

12.Frá 1048. fundi byggðaráðs þann 17.11.2022:Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2023. Fyrri umræða.

Málsnúmer 202208116Vakta málsnúmer

Á 1048. fundi byggðaráðs þann 17. nóvember sl. var tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2023 samþykkt samhljóða og henni vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórnar.
Til máls tók:
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2023 til síðari umræðu í sveitarstjórn eins og hún liggur fyrir.

13.Frá 1048. fundi byggðaráðs þann 17.11.2022; Ákvörðun um álagningu fasteignaskatts - og gjalda árið 2023

Málsnúmer 202208117Vakta málsnúmer

Á 1048. fundi byggðaráðs þann 17. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði fylgdi tillaga að álagningu fasteignaskatts, lóðarleigu, sorphirðugjalda, vatnsgjalda (sbr. gjaldskrá vatnsveitu) og fráveitugjalds (sbr. gjaldskrá fráveitu).Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu eins og hún liggur fyrir og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Gert er ráð fyrir að álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt á milli ára. Breytingar á fasteignagjöldum, þ.e. sorphirðugjald, vatnsgjalda og fráveitugjald, verði í samræmi við tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2023."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs og að álagning fasteignaskatts,lóðarleiga, fasteignagjöld og fjöldi gjalddaga fyrir árið 2023 verði með eftirfarandi hætti:

Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis:
Fasteignaskattur A; 0,50% af fasteignamati húss og lóðar (var 0,50% árið 2022).
Vatnsgjald; Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).
Fráveitugjald; Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá.)
Sorphirðugjald; kr. 67.027,- á íbúð og kr. 33.514,- á frístundarhús (var kr. 55.856,- og kr.27.928,-.)


Fasteignagjöld stofnana:
Fasteignaskattur B; 1,32% af fasteignamati húss og lóðar (óbreytt á milli ára).
Vatnsgjald; Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá)
Fráveitugjald; Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).

Fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis:
Fasteignaskattur C; 1,65% af fasteignamati húss og lóðar (óbreytt á milli ára).
Vatnsgjald; Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).
Fráveitugjald; Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).

Lóðarleiga;
Lóðarleiga íbúðahúsalóða 1% af fasteignamati lóðar (óbreytt milli ára).
Lóðarleiga atvinnulóða 2,90 % af fasteignamati lóðar (óbreytt á milli ára).
Lóðarleiga ræktarlands 3,00% af fasteignamati lóðar (óbreytt á milli ára).

Vatnsgjald;
Hafi vatnsveita verið tengd við mannvirki á fasteign ber að greiða af henni árlegt vatnsgjald til Vatnsveitu Dalvíkur og skal það vera eftirfarandi:
a) Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald 5.500,69- kr. pr. íbúð og 201,89 - kr. pr. fermetra húss. (var kr. 5.046,50 og kr. 185,22 kr.)
b) Vatnsgjald af öðru húsnæði en íbúðum verði fast gjald 16.839,93- kr. pr. eign og 222,63 kr. pr. fermetra húss. (var kr. 15.449,48 og kr. 204,25)
c) Árleg vatnsgjöld fyrir sveitabýli, eitt íbúðarhús og útihús á sömu kennitölu skulu vera eitt fastagjald og fullt fermetragjald af íbúðarhúsinu og 1/2 fermetragjald af öðrum húsum. (óbreytt)
d) Álagning skv. a, b. og c. málsl. skal þó aldrei vera hærri en 0,4% eða lægra en 0,1% af fasteignarmati allra húsa og lóða. (óbreytt milli ára)

Fráveitugjald:
Fráveitugjald skal greitt af öllum mannvirkjum sem tengd eru fráveitukerfum sveitarfélagsins.
a) Fráveitugjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald 18.954,79- kr. pr. íbúð og 395,55 kr. pr. fermetra húss. (var kr. 17.389,72 og kr. 362,89)
b) Fráveitugjald af öðru húsnæði en íbúðum verði fast gjald 43.674,06 kr. pr. eign og 395,55 kr. pr. fermetra húss. (var kr. 40.067,94 og kr. 362,89)
c) Árlegt rotþróargjald (kr. 0) sem lagt er á hverja íbúð þar sem tæming á sér stað þriðja hvert ár er kr. 14.694,30 (var kr. 17.378,37 og kr. 13.481,01). Að auki er greitt árlegt fast gjald kr. 17.378,37 á hverja íbúð til að standa straum að kostnaði vegna niðursetningar á rotþróm sem voru settar niður fyrir árið 2023.d) Álagning skv. a og b. málsl. skal þó aldrei vera hærri en 0,47% eða lægra en 0,25% af fasteignarmati allra húsa og lóða. (óbreytt)

Gjalddagar og greiðsla fasteignagjalda:
Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu talsins og eru gjöldin innheimt frá 5. febrúar til 5. nóvember. Eindagi fasteignagjalda er 30 dögum eftir gjalddaga.F

14.Frá 263. fundi félagsmálaráðs frá 08.11.2022; Fjárhagsáætlun 2023; beiðni um styrk

Málsnúmer 202206066Vakta málsnúmer

Á 263. fundi félagsmálaráðs þann 8. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 260. fundi félagsmálaráðs dags. 08.09.2022 var erindi frá félagi eldri borgara fyrst tekið fyrir en þau óska eftir styrk til að betrumbæta í Mímisbrunni.Félagsmálaráð samþykkir samhljóða með 5 greiddum atkvæðum að veita styrk að upphæð 200.000,- af lið 02-40-9145."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs um að beiðni um styrk vegna ársins 2023 verði afgreiddur á árinu 2022 af lið 02400-9145, kr. 200.000.

15.Frá 142. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 01.11.2022; Fjárhagsáætlun 2023; hvatastyrkur ÆskuRækt

Málsnúmer 202206055Vakta málsnúmer

Á 142. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 1. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjórn vísaði þessu máli aftur til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði. Íþrótta- og æskulýðsráð leggu til að styrkurinn verði 30.000 á ári. Einnig verði beðið með að styrkinn verði hægt að nota í frístund og það tekið upp aftur ef farið verður í að endurskipuleggja frístund."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs og fyrirliggjandi tillögu að reglum um hvatastyrk ÆskuRæktar með þeirri breytingu að hvatastyrkurinn verði kr. 30.000 eins og íþrótta- og æskulýðsráð leggur til.

16.Frá 1049. fundi byggðaráðs þann 24.11.2022; Böggvisstaðaskáli - tillaga að formi að leigusamningum.

Málsnúmer 202201047Vakta málsnúmer

Á 1049. fundi byggðaráðs þann 24. nóvember sl. var til umfjöllunar tillaga frá framkvæmdasviði að leigusamningi vegna Böggvisstaðaskála. Byggðaráð samþykkti samhljóða tillöguna með þeim breytingum að innheimtuferli verði breytt i samræmi við gjaldskrá.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að leigusamningi með þeirri breytingu að innheimtuferlið verði í samræmi við gjaldskrá.

17.Frá 1047. fundi byggðaráðs þann 10.11.2022; Ósk um kaupleigu á Böggivisstaðaskála

Málsnúmer 202209082Vakta málsnúmer

Á 1047. fundi byggðaráðs þann 10. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1039. fundi byggðaráðs þann 27. september sl. var meðal annars eftirfarandi bókað: Tekið fyrir erindi frá Steypustöðinni Dalvík ehf., dagsett þann 19. september 2022, þar sem fram kemur að Óskar Árnason fyrir hönd fyrirtækisins óskar eftir að fá Böggvisstaðaskála leigðan eða keyptan. Ef af kaupum verður þá óskar hann eftir að skálinn fái að standa í 20-25 ár. Steypustöðin muni þá rífa skálann á þeirra kostnað og myndu kaupin miðast við það. Tilgangur með leigu eða kaupum er að geyma allt innanhúss. Byggðaráð frestaði afgreiðslu á erindinu þar sem úttekt á ástandi Böggvisstaðaskála er í vinnslu. Samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar frá 1. nóvember sl. þá var heimild til niðurrifs á Böggvisstaðaskála afturkölluð og samþykkt var jafnframt að Böggviðsstaðaskáli verði leigður áfram út með nýju fyrirkomulagi og verðskrá til reynslu þar til annað verður ákveðið. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að hafna ofangreindu erindi um kaup eða leigu á Böggvisstaðaskála."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og hafnar ofangreindu erindi um kaupa eða leigu á Böggvisstaðaskála.

18.Frá 1049. fundi byggðaráðs þann 24.11.2022; Þátttaka og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs

Málsnúmer 202211110Vakta málsnúmer

Á 1049. fundi byggðaráðs þann 24. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"a) Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 26. október sl., þar sem fram kemur að meðfylgjandi eru skjöl um áætluð verkefni og kostnað þeirra í samstarfi sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu fyrir árið 2023. Þátttaka og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs þeirra 2023. Frekari upplýsingar um verkefnin í skjalinu áætlun um verkefni í samstarfi - frekari upplýsingar fyrir árið 2023. Excel skjal með kostnaði á hvert sveitarfélag í skjalinu fastur kostnaður í stafrænum málum 2023. Staða verkefna - samstarf sveitarfélaga í tæknilegri framþróun - október 2022. Nýtt stafrænt ráð haust 2022. Markmið um samstarf sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu frá landsþingi sveitarfélaga haust 2022 Fram kemur m.a. að sveitarfélög þurfa sérstaklega að afskrá sig ef þau ætli sér ekki að vera með í sameiginlegri þróun á lausnum og kaupum á þjónustulausnum. Sveitarfélög eru hvött til að áætla fjármagns í samvinnu sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu í fjárhagsáætlun sinni til 2023. Áætlað framlag Dalvíkurbyggðar vegna stafræns samstarfs 2023 er áætlað kr. 1.250.450. Í tillögu að fjárhagsáætlun 2023 þá er þegar komið inn upphæð sem dekkar ofangreindan áætlaðan kostnað Dalvíkurbyggðar. b) Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 22. nóvember 2022, sem er vegna sameiginlegs verkefnis sveitarfélaga um spjallmenni í stafrænni umbreytingu. Meðfylgjandi er bréf um verkefnið þar sem það er kynnt ásamt því að óskað er eftir frekari staðfestingu á þátttöku sveitarfélaga í verkefninu útfrá nýjustu forsendum en sveitarfélög hafa samþykkt verkefnið nú þegar í fjárhagsáætlunargerð fyrir 2022. Í ljósi þess að spjallmenni er eitt af þeim stafrænu verkefnum sem sveitarfélögin hafa þegar kosið að taka þátt í, er stefnt að því að ljúka greiningu og undirbúningsvinnu á þessu ári og hefja innleiðingu verkefnisins í janúar 2023. Áréttað er að gert var ráð fyrir þessu verkefni í fjárhagsáætlun 2022 en ekki hefur verið rukkað fyrir verkefnið af hálfu sambandsins, en verður gert í desember. Fyrir áframhaldandi vinnu þarf að óska eftir staðfestingu sveitarfélags á þátttöku og innleiðingu verkefnisins með því að fylla út meðfylgjandi form. Staðfesting sérhvers sveitarfélags þarf að berast eigi síðar en 30.11.2022. Ofangreint erindi var tekið til umfjöllunar á fundi Upplýsinga- og tækniteymis sveitarfélagsins þann 24. nóvember sl. UT-teymið leggur til að ekki verði farið í innleiðingu spjallmennis sem stendur þar sem spjallmenni myndi ekki minnka það verulega álag á þjónustuverinu. Þess í stað verði lögð áhersla á það við andlitslyftingu á heimasíðunni að gera upplýsingar aðgengilegri þar og styrkja þáttinn „Algengar spurningar og svör“ og koma þannig til móts við þarfir íbúa í upplýsingaleit. Yfirferð upplýsinga og skýrleiki þeirra er ákveðin forsenda fyrir því að spjallmenni virki svo sú vinna nýtist áfram ef ákveðið verður síðar meir að innleiða spjallmenni.
a) Lagt fram til kynningar og byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum áframhaldandi aðild. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu UT-teymis varðandi spjallmenni."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um áframhaldandi aðild að samstarfi sveitarfélaga um stafræna breytingu.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að ekki verði farið í innleiðingu spjallmennis.

19.Frá 1048. og 1049. fundi byggðaráðs þann 17.11.2022 og 24.11.2022; Menningarhúsið Berg; Framtíðarfyrirkomulag á rekstri og skipulagi- ósk um viðræður

Málsnúmer 202206059Vakta málsnúmer

Á 1048. og 1049. fundi byggðaráðs þann 17. og 24. nóvember sl. var til umfjöllunar framtíðarfyrirkomulag á rekstri og framtíðarfyrirkomulagi vegna Menningarhússins Bergs.
a) Byggðaráð samþykkti samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð semji um yfirtöku reksturs Menningarhússins Bergs frá og með 1.1.2023 á grundvelli fyrirliggjandi minnisblaðs og með fyrirvara um umfjöllun og afgreiðslu stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses.
b) Á fundi byggðaráðs þann 24. nóvember sl. kom fram að stjórn Menningarfélagsins Bergs muni boða til fundar með stofnaðilum 7. desember nk. til að fá nýja skipulagsskrá samþykkta.
Til máls tók:

Freyr Antonsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:39, 1. varaforseti tók við fundarstjórn.

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að gengið verði til samninga við Menningarfélagið Berg ses um yfirtöku rekstur á Menningarhúsinu Bergi frá og með 1.1.2023 á grundvelli fyrirliggjandi minnisblaðs og þeirra fyrirvara sem gerðir eru.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs verði fulltrúi Dalvíkurbyggðar á fundi Menningarfélagsins Bergs ses þann 6. desember nk. kl. 15:00.

Freyr Antonsson tekur ekki þátt í afgreiðslu vegna vanhæfis.

20.Starfs- og fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026. Síðari umræða.

Málsnúmer 202204134Vakta málsnúmer

Freyr Antonsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:46 og tók við fundarstjórn.

Á 351. fundi sveitarstjórnar þann 1. nóvember sl. var frumvarp að fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024 - 2026 tekið til fyrri umræðu í sveitarstjórn og samþykkt samhljóða að vísa frumvarpinu til byggðaráðs á milli umræða í sveitarstjórn.

Á 1049. fundi byggðaráðs þann 24. nóvember sl. var frumvarpinu vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn með áorðnum breytingum sem gerðar voru á milli umræðna.

Til máls tóku:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu forsendum, niðurstöðum og breytingum á milli umræðna.

Helstu niðurstöður:
2023; Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta er jákvæð um kr. 138.483. A-hluti er jákvæður um kr. 114.565.000 - þar af er aðalsjóður jákvæður um kr. 7.751.000.
2024; Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B- hluta er jákvæð um kr. 140.020.000. A- hluti er jákvæður um kr. 109.413.000 og aðalsjóður er neikvæður um kr. 3.699.000.
2025; Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B- hluta er jákvæð um kr. 129.531.000. A-hluti er jákvæður um kr. 101.948.000 og aðalsjóður er neikvæður um kr. 7.560.000.
2026; Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B- hluta er jákvæð umkr. 120.312.000. A-hluti er jákvæður um kr. 98.975.000 og aðalsjóður er neikvæður um kr. 6.855.000.

Fjárfestingar:
2023; Samstæða A- og B- hluti; kr. 414.545.000.
2024; Samstæða A- og B- hluti; kr. 439.690.000.
2025; Samstæða A- og B- hluti; kr. 334.950.000.
2026; Samstæða A- og B- hluti; kr. 382.335.000.

Lántökur og afborganir lána fyrir samstæðu A- og B- hluta:
2023; 40 m.kr. lántaka og afborganir lána 118 m.kr.
2024; 110 m.kr. lántaka og afborganir lána 101,6 m.kr.
2025; 0 m.kr. lántaka og afborganir lána 85,7 m.kr.
2026; 65 m.kr. lántaka og afborganir lána 88,7 m.kr.

Einnig tóku til máls:

Helgi Einarsson.
Felix Rafn Felixson.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða frumvarp að fjárhagsááætlun Dalvíkurbyggðar 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026 eins og það liggur fyrir.

Sveitarstjórn færir stjórnendum, starfsmönnum og kjörnum fulltrúum bestu þakkir fyrir vinnuna við fjárhagsáætlun og fyrir samvinnuna.


21.Frá 1047. fundi byggðaráðs þann 10.11.2022; Fjárhagsáætlun HNE 2023

Málsnúmer 202211027Vakta málsnúmer

Á 1047. fundi byggðaráðs þann 10. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá HNE, dagsettur þann 3. nóvember sl., þar sem fram kemur að fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra var samþykkt á 226 . fundi Heilbrigðisnefndar þann 2. nóvember sl. Áætlunun er meðfylgjandi, ásamt kostnaðarskiptingu sem sýnir framlög hvers sveitarfélags. Fram kemur að, að höfðu samráði við SSNE, hefur verið ákveðið að framlengja frest sveitarstjórna til athugasemda við fjárhagsáætlunina til 1. desember nk. Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við fjárhagsáætlunina, vísað til umfjöllunar í sveitarstjórn og til umhverfis- og dreifbýlisráðs til upplýsingar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi fjárhagsáætlun HNE fyrir árið 2023.

22.Frá 1047. fundi byggðaráðs þann 10.11.2022; Samstarfssamningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra

Málsnúmer 202211019Vakta málsnúmer

Á 1047. fundi byggðaráðs þann 10. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 25. október sl., er varðar drög að endurskoðun á samstarfssamningi um HNE og rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 3. nóvember sl.,þar sem meðfylgjandi eru sömu drög með frekari tillögum að breytingum. Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög en felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma á framfæri þeim ábendingum sem komu fram á fundinum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi drög að samstarfssamningi um HNE.

23.Frá 1047. fundi byggðaráðs þann 10.11.2022; Beiðni um launaviðauka; Frístund

Málsnúmer 202210001Vakta málsnúmer

Á 1047. fundi byggðaráðs þann 10. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett þann 27. október sl. (sbr. erindi frá 8. september), þar sem óskað er eftir launaviðauka við fjárhagsáætlun 2022 við deild 04280, Frístund, að upphæð kr. 1.717.203. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka við deild 04280 vegna fjárhagsáætlunar 2022, viðauki nr. 28, og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Byggðaráð leggur jafnframt til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Byggðaráð byggir ákvörðun sína á því að erindið kom í byrjun september en ekki var hægt að bregðast við fyrr af óviðráðanlegum orsökum."
Til máls tóku:
Felix Rafn Felixson.
Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 28 við fjárhagsáætlun 2022 á deild 04280 með þeirri breytingu að launaviðaukinn verði kr. 2.133.584 í stað kr. 1.717.203 skv. leiðréttingu á greinargerð með viðaukabeiðninni. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

24.Frá 1047. fundi byggðaráðs þann 10.11.2022; Beiðni um launaviðauka vegna Dalvíkurskóla.

Málsnúmer 202210002Vakta málsnúmer

Á 1047. fundi byggðaráðs þann 10. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett þann 31. október sl. (sbr. erindi frá 8. september), þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 við deid 04210; Dalvíkurskóla, að upphæð kr. 3.380.203 vegna launa.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka að upphæð kr. 3.380.203, viðauki nr. 29 á deild 04210 við fjárhagsáætlun 2022 ,og leggur til við sveitarstjórn að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Byggðaráð byggir ákvörðun sína á því að erindið kom í byrjun september en ekki var hægt að bregðast við fyrr af óviðráðanlegum orsökum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og launaviðauka nr. 29 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 3.380.203 við deild 04210. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

25.Frá 1047. fundi byggðaráðs þann 10.11.2022; Beiðni um launaviðauka vegna íslenskukennslu; Dalvíkurskóli

Málsnúmer 202210003Vakta málsnúmer

Á 1047. fundi byggðaráðs þann 10. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett þann 8. september sl. þar sem óskað er eftir launaviðauka við deild 04210, Dalvíkurskóla, við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 1.693.710 vegna íslenskukennslu.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka að upphæð kr. 1.693.710, viðauki nr. 30 við fjárhagsáætlun 2022, deild 04210, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Byggðaráð byggir ákvörðun sína á því að erindið kom í byrjun september en ekki var hægt að bregðast við fyrr af óviðráðanlegum orsökum."
Til máls tók:
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og beiðni um launaviðauka nr. 30 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 1.693.710 við deild 04210 og honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

26.Frá 1047. fundi byggðaráðs þann 10.11.2022; Beiðni um viðauka vegna skúringarvélar fyrir íþróttamiðstöð

Málsnúmer 202211039Vakta málsnúmer

Á 1047. fundi byggðaráðs þann 10. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 8. nóvember sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 til kaupa á nýrri skúringarvél fyrir íþróttamiðstöðina á Dalvík. Óskað var eftir kaupum á nýrri vél við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs. Vélin bilaði í síðustu viku og er í dag nánast ónothæf. Er því nauðsynlegt að bregðast strax við. Lagt er til að keypt verði vél sem kostar kr. 3.177.976 en óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 2.560.698 þannig að kr. 617.278 sem er eftir á lið 2810 þessa fjárhagsrárs verði að fullu nýttur upp í þessi kaup. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 2.560.698 við deild 06500, viðauki nr. 31 við fjárhagsáætlun 2022. Byggðaráð samþykkir jafnframt með 3 atkvæðum heimild til að nýta kr. 617.278 á lið 2810 sem ætlar var til kaupa á ýmsum minniháttar búnaði í sund og sal verði nýtt til kaupa á skúringavélinni. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðaukabeiðni nr. 31 við fjárhagsáætlun 2022 við deild 06500 að upphæð nettó kr. 2.560.698 á lið 2810. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að heimild til kaupa á skúringavél er kr. 3.177.976 sem er mætt með því að fellt verði niður heimild til kaupa á ýmsum minniháttar búnaði í sund og sal að upphæð kr. 617.278 og kr. 2.560.698 er mætt með lækkun á handbæru fé.

27.Frá 1048. fundi byggðaráðs þann 17.11.2022; Beiðni um viðauka vegna launa í íþróttamiðstöð

Málsnúmer 202211104Vakta málsnúmer

Á 1048. fundi byggðaráðs þann 17. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa þar sem óskað er eftir launaviðauka við fjárhagsáætlun 2022, deild 05600, að upphæð kr. 1.170.369 frá 15. nóvember til og með 31.12.2022. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 32 við fjárhagsáætlun 2022, deild 06500-laun, að upphæð kr. 1.170.369 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og launaviðauka nr. 32 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 1.170.369 á deild 06500. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

28.Frá 1048. fundi byggðaráðs þann 17.11.2022; Launaviðauki vegna Vinnuskóla 2022

Málsnúmer 202211106Vakta málsnúmer

Á 1048. fundi byggðaráðs þann 17. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir viðaukabeiðni frá fjármála- og stjórnsýslusviði, fyrir hönd framkvæmdasviðs, vegna lækkunar á launaáætlun vinnuskóla 2022. Um er að ræða afgang af áætluðum launum Vinnuskóla þar sem færri starsfmenn og nemendur voru við Vinnuskólann í ár en gert var ráð fyrir. Upphæðin er kr. 11.864.400 til lækkunar á deild 06270. Einnig eru gerðar breytingar á tekjuáætlun skólans vegna þjónustu við stofnanir og á móti þá lækkun á aðkeyptri þjónustu stofnana frá skólanum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 33 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 11.846.400 til lækkunar á launaáætlun Vinnuskóla, deild 06270, og breytingar á millifærslum á milli Vinnuskóla og stofnana sveitarfélagsins vegna breytinga á þjónustuframboði, sbr. fyrirliggjandi sundurliðun. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."
Til máls tók:
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 33 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 11.846.400 til lækkunar á launaáætlun Vinnuskóla, deild 06270. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

29.Frá 1049. fundi byggðaráðs þann 24.11.2022; Ósk um viðauka vegna skólaaksturs

Málsnúmer 202211122Vakta málsnúmer

Á 1049. fundi byggðaráðs þann 24. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 22. nóvember sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 vegna skólaaksturs í kjölfar útboðs. Óskað er eftir kr. 5.864.709 alls, kr. 4.052.261 á lið 04210-4113 og kr. 1.812.448 á lið 04240-4113. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 34 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 4.052.261 á lið 04210-4413 og kr. 1.812.448 á lið 04240-4113 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 34 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 5.864.709 þannig að kr. 4.052.261 fari á lið 04210-4113 og kr. 1.812.448 á lið 04240-4113. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

30.Frá 1049. fundi byggðaráðs þann 24.11.2022; Heimtaug rafmagns- og ljósleiðara að vatnstank Upsa og Miðkoti

Málsnúmer 202211148Vakta málsnúmer

Á 1049. fundi byggðaráðs þann 24. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs, dagsett þann 22. nóvember 2022, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 fyrir rafmagnsinntak að vatnstaki í Upsa. í fjárhagsáætlun 2022 er gert ráð fyrir ljósleiðaratengingu að Miðkoti og að vatnstanki við Upsa. Árið 2023 er síðan gert ráð fyrir rafmagnsinntaki að vatnstanki. Komið hefur í ljós að hægt verður að ná fram töluverðum sparnaði með því að leggja ljósleiðara og rafmagnsheimtaug samhliða að Upsa. Óskað er því eftir því að færa það fjármagn sem gert var ráð fyrir í fjárfestingu á rafmagnsheimtaug 2023 yfir á 2022. Því er óskað eftir viðauka á lið 44200-11606 þannig að hann lækki um kr. 510.000 vegna ljóðsleiðara en hækki á móti um kr. 2.130.000 vegna rafmagnsinntaks. Nettó breytingin er því kr. 1.620.000 til hækkunar á lið 44200-11606. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 1.620.000 á lið 44200-11606, viðauki nr. 35, og að honum verði mætt með lækkun á fjárveitingu vegna Norðurgarðar á lykli 42200-11606 í samræmi við tillögu frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 35 við fjárhagsáætlun 2022 á lið 44200-11606 þannig að hann lækki um kr. 510.000 vegna ljóðsleiðara en hækki á móti um kr. 2.130.000 vegna rafmagnsinntaks. Nettó breytingin er því kr. 1.620.000 til hækkunar á lið 44200-11606. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á fjárveitingu vegna Norðurgarðar á lykli 42200-11606 í samræmi við tillögu frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs.

31.Frá 93. fundi menningarráðs þann 22.11.2022; Ósk um styrkveitingu

Málsnúmer 202209074Vakta málsnúmer

Á 93. fundi menningaráðs þann 22. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir umsókn um styrk frá Leikfélagi Dalvíkur dags. 15. 09. 2022.Menningarráð, samþykkir með þremur atkvæðum að styrkja leikfélag Dalvíkur um 375.000 kr. Svigrúm er í fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2022."
Til máls tóku:
Katrín Sif Ingvarsdóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu, kl. 17:29.
Helgi Einarsson.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að vísa ofangreindum styrk á lið 05810- 9145 í fjárhagsáætlun 2022, Katrín Sif Ingvarsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

32.Siðareglur kjörinna fulltrúa. Endurskoðun í upphafi kjörtímabils 2022-2026. Síðari umræða.

Málsnúmer 202205191Vakta málsnúmer

Katrín Sif Ingvarsdóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 17:30.

Á 347. fundi sveitarstjórnar þann 28. júní sl. var tillaga að siðareglum kjörinna fulltrúa til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að vísa reglunum til síðari umræðu í sveitarstjórn og til umfjöllunar í öllum ráðum og nefndum á milli umræðna í sveitarstjórn.


Til máls tóku:
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindar og meðfylgjandi siðareglur kjörinna fulltrúa eins og þær liggja fyrir.

33.Frá 1048. fundi byggðaráðs þann 17.11.2022; Samfélagssjóður Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202210088Vakta málsnúmer

Á 1048. fundi byggðaráðs þann 17. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 351. fundi sveitarstjórnar þann 27. október sl. var eftirfarandi bókað: Á 1046. fundi byggðaráðs þann 27. október sl. var eftirfarandi bókað: Tekinn fyrir rafpóstur frá Frey Antonssyni, dagsettur þann 23. október sl, ásamt fylgigögnum, drög að stofnskjölum, um stofnun almannaheillafélagsins Samfélagssjóður Dalvíkurbyggðar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð hlutist til um koma þessu verkefni á laggirnar að haldinn verði stofnfundur.Til máls tóku: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir. Freyr Antonsson, sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til frekari skoðunar samhliða því að fá umsögn frá bæjarlögmanni. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu Freys Antonssonar um að vísa þessum lið til byggðaráðs til frekari skoðunar.Með fundarboði byggðaráðs fylgdi umsögn frá bæjarlögmanni /PACTA dagsett þann 15. nóvember sl.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að ofangreint verkefni verði ekki unnið áfram að hálfu sveitarfélagsins."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að verkefnið Samfélagssjóður Dalvíkurbyggðar verði ekki unnið áfram fyrir tilstilli sveitarfélagsins.

34.Frá 1048. fundi byggðaráðs þann 17.11.2022; Íbúafundir 2022 og 2023

Málsnúmer 202211097Vakta málsnúmer

Á 1048. fundi byggðaráðs þann 17. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Rætt um fyrirhugaða íbúafundi.Fundur verði 6. desember nk. um fjárhagsáætlun, Gamla skóla, o.fl. kl. 17:00 - kl. 19:00 - í Bergi ef laust. Fyrirhugaður fundur í Höfða um vetrarþjónustu árið 2022. Fyrirhugaður fundur um öldrunarþjónustu 10. janúar 2023. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs með þeirri breytingu að íbúafundurinn þann 6. desember verði kl. 20:00 í Menningarhúsinu Bergi.

35.Frá 1048. fundi byggðaráðs þann 17.11.2022; Hafnasjóður

Málsnúmer 202211096Vakta málsnúmer

Á 1048. fundi byggðaráðs þann 17. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að óska eftir viðræðum við Hafnasamlag Norðurlands um sameiningu Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar inn í samlagið. Byggðaráð leggur til að sveitarstjóra og byggðaráði verði falið að sjá um viðræðurnar fyrir hönd Dalvíkurbyggðar."
Til máls tóku:
Felix Rafn Felixson.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að viðræður við Hafnasamlag Norðurlands og að sveitarstjóra og byggðaráði varði falið að sjá um viðræðurnar fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

36.Frá 276. fundi fræðsluráðs þann 09.11.2022; Krílakot - Endurnýjun á leikskólalóð - skipun stýrihóps

Málsnúmer 202202100Vakta málsnúmer

Á 276. fundi fræðsluráðs þann 9. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað dags. 3.október 2022 frá Deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar.Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð leggur til við Eigna- og framkvæmdadeild að Benedikt Snær verði aðili fræðsluráðs inn í stýrihóp um leikskólalóð."
Til máls tóku:
Freyr Antonsson.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.
Helgi Einarsson.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn bendir á að Eigna- og framkvæmdadeild getur ekki orðið við tillögu fræðsluráðs þar sem að á 344. fundi sveitarstjórnar þann 26. apríl sl. var eftirfarandi bókað og samþykkt:
a) Að eftirtaldir skipi stýrihópinn; sviðsstjóri framkvæmdasviðs, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, leikskólastjóri Krílakots, formaður fræðslu- og byggðaráðs, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar.
b) Að fela stýrihópnum að ganga eftir tilnefningum í rýnihópinn í samræmi við uppskrift erindisbréfsins.
c) Fyrirliggjandi drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn með áorðnum breytingum í samræmi við a) og b) lið hér að ofan.

Sveitarstjórn leggur áherslu á að stýrihópur vegna leikskólalóðar Krílakots starfi í samræmi við erindisbréf og hittist sem allra fyrst. Formanni byggðaráðs er falið að boða til fundar.

37.Frá 93. fundi menningarráðs þann 22.11.2022; Breyting á opnunartíma Bókasafns Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202209008Vakta málsnúmer

Á 93. fundi menningarráðs þann 22. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, fór yfir það hvernig þetta fyrirkomulag hafi gengið.Menningarráð, telur að þessi breyting á opnunartíma bókasafns hafi gengið vel. Menningarráð leggur til að þessi breyting verði til frambúðar."
Til máls tóku:
Katrín Sif Ingvarsdóttir sem leggur til að gerð verði þjónustukönnun varðandi opnunartíma Bókasafns.
Felix Rafn Felixson.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar Sifjar um þjónustukönnun og frestar afgreiðslu á tillögu menningarráðs.

38.Frá 1047. fundi byggðaráðs þann 10.11.2022; Tillaga um vinnuhóp v. vinnustofu Gagarín hönnunarstofa

Málsnúmer 202210121Vakta málsnúmer

Á 1047. fundi byggðaráðs þann 10. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs, Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:52. Tekið fyrir erindi dagsett þann 27. október sl., þar sem forstöðumaður safna leggur til að stofnaður verði vinnuhópur fólks sem tekur þátt í vinnustofu á vegum Gagarín hönnunarstofu. Um er að ræða áframhaldandi hugmyndavinnu fyrir Byggðasafnið Hvol. Um er að ræða 1. lið af 5 verkþáttum sem felast í tilboði frá Gagarín sem forstöðumaður kynnti á fundi byggðaráðs 15. september sl. Stefnt er á fyrsta vinnufund í lok nóvembermánaðar. Björk Hólm og Gísli viku af fundi kl. 15:07.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu með þeim ábendingum sem komu fram á fundinum um skilgreiningu fulltrúa í hópinn. Störf vinnuhópsins eru ólaunuð."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhjóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um tillögu að vinnuhóp og hvernig verði skipað í hann. Jafnframt staðfestir sveitarstjórn að ekki verði um launaðan vinnuhóp að ræða.

39.Frá 33. fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga þann 11.11.2022; Stytting vinnuviku hjá TÁT

Málsnúmer 202209004Vakta málsnúmer

Á 33. fundi skólanefndar TÁT þann 11. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Umræður um styttingu vinnutíma hjá starfsmönnum. Skólanefnd TÁT, samþykkir styttingu vinnutíma hjá starfsmönnum TÁT. Stytting vinnutíma verður endurskoðaður í vor, þar sem að þetta er tilraunaverkefni."
Til máls tóku:
Freyr Antonsson.
Felix Rafn Felixson.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Helgi Einarsson.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skólanefndar TÁT og fyrirliggjandi tillögu að samkomulagi um styttingu vinnutíma en áréttar að um er að ræða tilraunarverkefni fram á vor.

40.Frá 33. fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga frá 11.11.2022; Skóladagatal TÁT 2022 - 2023

Málsnúmer 202203166Vakta málsnúmer

Á 33. fundi skólanefndar TÁT þann 11. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir breytingar á skóladagatali TÁT vegna styttingar á vinnutíma. Skólanefnd TÁT, samþykkir með þremur atkvæðum, breytingu á skóladagatali fyrir skólaárið 2022 - 2023."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skólanefndar TÁT og breytingu á skóladagatali 2022-2023.

41.Frá 4. fundi skipulagsráðs þann 02.11.2022; Hitaveitulögn frá Syðri-Haga til Hjalteyrar

Málsnúmer 202210020Vakta málsnúmer

Á 4. fundi skipulagsráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Skipulagasstofnun, dagsett 6. október 2022, þar sem óskað er eftir umsögn Dalvíkurbyggðar um matsskyldu vegna hitaveitulagnar sem Norðurorka hyggst leggja frá Syðri-Haga í Dalvíkurbyggð til Hjalteyrar í Hörgársveit. Skipulagsráð telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Einnig telur ráðið að ekki sé þörf á að framkvæmdin fari í umhverfismat. Í gildandi aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar er ekki gert ráð fyrir nýrri stofnlögn hitaveitu á þessu svæði. Framkvæmdin krefst breytingar á aðalskipulagi eða að lögnin verði tekin inn í endurskoðun aðalskipulags. Framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Felix Rafn Felixson.
Freyr Antonsson.
Gunnar Kristinn Guðmundsson.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og tekur undir umsögn ráðsins hvað varðar matskyldu vegna hitaveitulagnar sem Norðurorka hyggst leggja frá Syðri-Haga í Dalvíkurbyggð til Hjalteyrar í Hörgársveit.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindu máli áfram til umfjöllunar í byggðaráði og veitu- og hafnaráði.

42.Frá 1047. fundi byggðaráðs þann 10.11.2022; Endurskoðun Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2022 - skipun stýrihóps.

Málsnúmer 202111041Vakta málsnúmer

Á 1047. fundi byggðaráðs þann 10. nóvember sl. var eftirfarand i bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 13:15. Á 351. fundi sveitarstjórnar þann 1. nóvember sl. var bókað; Á 2. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 14. október sl. var eftirfarandi bókað: "Fyrir liggja drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi. Óskað er eftir athugasemdum við fyrirliggjandi drög. Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að svæðisáætlun. Ráðið leggur til að stofnaður verði þriggja manna stýrihópur til að vinna að framtíðarsýn sveitarfélagsins um meðhöndlun úrgangs. Í hópnum sitji tveir fulltrúar frá framkvæmdasviði ásamt einum fulltrúa úr sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.Til máls tóku: Helgi Einarsson, Freyr Antonsson og Gunnar Kristinn Guðmundsson. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að svæðisáætlun en hafnar þeirri tillögu að stofnaður verði þriggja manna stýrihópur. Til umræðu ofangreint. Bjarni Daníel vék af fundi kl.14:46.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að byggðaráð verði stýrihópur sveitarfélagsins ásamt fulltrúum Dalvíkurbyggðar í vinnuhópi með SSNE."
Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Felix Rafn Felixson.
Freyr Antonsson.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að byggðaráð verði stýrihópur Dalvíkurbyggðar hvað varðar meðhöndlun úrgangs ásamt fulltrúum Dalvíkurbyggðar í vinnuhópi með SSNE.

43.Frá 4. fundi skipulagsráðs þann 02.11.2022; Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna reiðvegar

Málsnúmer 202208141Vakta málsnúmer

Á 4. fundi skipulagsráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Skv. ákvörðun Umhverfisráðs 2022 á fundi nr. 375, fól það starfsfólki framkvæmdasviðs útgáfu framkvæmdaleyfis með skilmálum. Á 1. fundi Umhverfis- og dreifbýlisráðs var erindinu vísað til skipulagsráðs.Skipulagsráð telur að ekki sé um umtalsverða breytingu á aðalskipulagi og því ekki þörf á breytingu á aðalskipulagi, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem hún hefur hvorki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér né sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stór svæði. Skipulagsráð leggur til að gefið verði út framkvæmdaleyfi með fyrirvara um að hér sé um víkjandi framkvæmd að ræða þar sem reiðvegurinn liggur um svæði sem tillaga er um að verði framtíðar íbúðarbyggð við gerð næsta aðalskipulags. Hestamannafélaginu skal tilkynnt með ársfyrirvara um breytta landnotkun. Fyrirhugað framkvæmdaleyfi skal grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir íbúum Böggvisstaða, Árgerðis og Ásgarðs. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og tillögu ráðsins um að gefa út framkvæmdaleyfi með fyrirvara um að hér sé um víkjandi framkvæmd að ræða þar sem reiðvegurinn liggur um svæði sem tillaga er um að verði framtíðar íbúðabyggð við gerð næsta aðalskipulags. Hestamannafélaginu skuli tilkynnt með ársfyrirvara um breytta landnotkun og fyrirhugað framkvæmdaleyfi skal grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir íbúum Böggvisstaða, Árgerðis og Ásgarðs.

44.Frá 1049. fundi byggðaráðs þann 24.11.2022; Árbakki - Fyrirspurn um nýtingu forkaupsréttar

Málsnúmer 202209071Vakta málsnúmer


Á 1049. fundi byggðaráðs þann 24. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1040. fundi byggðaráðs þann 6. október sl. var eftirfarandi bókað: Tekið fyrir erindi frá G.Ben útgerðarfélagi ehf. varðandi fyrirhugaða sölu á eign þeirra á Árskógssandi, Árbakka F215-6698. Í erfðafestulóðarleigusamningi er kveðið á um í 7. lið forkaupsrétt landeiganda og sérstaka tilkynningarskyldu áður en öðrum sé selt húsnæðið. Óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins hvort það hyggist nýta sér forkaupsréttinn eða ekki.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til framkvæmdasviðs til frekari skoðunar fyrir næsta fund byggðaráðs.Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá lögmönnum PACTA, dagsettur þann 18. nóvember sl., þar sem fram kemur að sveitarfélagið er ekki að missa neinn rétt með því að hafna forkaupsrétti að þessu sinni.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna því að sveitarfélagið nýti sér forkaupsréttinn vegna sölu á Árbakka F215-6698. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Byggðaráð beinir því til framkvæmdasviðs og skipulagsráðs að kanna hvort forsendur eru fyrir nýjum og uppfærðum lóðarleigusamningi við núverandi eigendur.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að sveitarfélagið nýti sér ekki forkaupsréttinn vegna sölu á Árbakka F215-6698.

45.Frá 1049. fundi byggðaráðs þann 24.11.2022; Yfirlýsing um að nýta ekki forkaupsrétt á skipi nr. 1958

Málsnúmer 202211111Vakta málsnúmer

Á 1049. fundi byggðaráðs þann 24. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Bátum og búnaði ehf. fyrir hönd Elvars Þórs Antonssonar, rafpóstur dagsettur þann 16. nóvember sl., þar sem sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar er boðinn forkaupsréttur að Fannari EA029 nr. 1958. Í lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006, 12. grein, 3. mgr. segir: Eigi að selja fiskiskip, sem leyfi hefur til veiða í atvinnuskyni, tilútgerðar sem heimilisfesti hefur í öðru sveitarfélagi en seljandi á sveitarstjórn í sveitarfélagi seljanda forkaupsrétt að skipinu. Forkaupsréttur skal boðinn skriflega þeirri sveitarstjórn sem hlut á að máli og söluverð og aðrir skilmálar tilgreindir á tæmandi hátt. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð nýti sér ekki forkaupsréttinn að Fannari EA029 nr. 1958."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu um að sveitarfélagið nýti sér ekki forkaupsréttinn að Fannari EA029 nr. 1958.

46.Frá 1049. fundi byggðaráðs þann 24.11.2022; Kvörtun vegna starfsemi hausaþurrkunar Samherja

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Á 1049. fundi byggðaráðs þann 24. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1045. fundi byggðaráðs þann 20. október sl. var til umfjöllunar kvörtun vegna starfsemi hausaþurrkunar Samherja frá Kristjáni Vigfússyni og var samþykkt að fela starfsmönnum framkvæmdasviðs að taka saman drög að svarbréfi í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að svarbréfi.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrir sitt leiti drög að ofangreindu svarbréfi og felur sveitarstjóra að senda svarbréf á grundvelli fyrirliggjandi draga."
Til máls tóku:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir.
Helgi Einarsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi drög að svarbréfi. Jafnframt er sveitarstjóra falið að senda svarbréf á grundvelli fyrirliggjandi draga.

47.Frá 4. fundi skipulagsráðs þann 02.11.2022; Dalvíkurlína 2 - Breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202209054Vakta málsnúmer

Á 4. fundi skipulagsráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna strengleiðar Dalvíkurlínu 2. Í tillögunni er einnig fjallað um legu göngu- og hjólastígs sem löguð er að strengleiðinni. Kynningu tillögunnar lauk þann 19. október sl. Engar athugsemdir bárust. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að breytingin verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

48.Frá 1049. fundi byggðaráðs þann 24.11.2022; Dalvíkurlína 2 - lega jarðstrengs - samningaviðræður.

Málsnúmer 202108059Vakta málsnúmer

Á 1049. fundi byggðaráðs þann 24. nóvember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Landsneti ehf., rafpóstur dagsettur þann 3. nóvember sl., þar sem fram kemur að nú er svo komið að Landsnet þarf hið allra fyrsta að fara að hefja samningaviðræður við landeigendur vegna lagningar Dalvíkurlínu 2. Komið hefur fram í fyrri samtölum Landsnets við sveitarfélögin að vilji væri fyrir því að fara í sameiginlegar samningaviðræður um streng og stíg.Meðfylgjandi eru drög að samningum við landeigendur vegna strengs og stígs. Óskað er eftir staðfestingu sveitarfélaganna að þau vilji fara í sameiginlegar samningaviðræður með Landsneti. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð fari í sameiginlegar samningaviðræður við landeigendur með Landsneti."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að Dalvíkurbyggð fari í sameiginlegar samningaviðræður við landeigendur með Landsneti.

Fundi slitið - kl. 19:12.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs