Frá Félagi eldri borgara; Fjárhagsáætlun 2023; beiðni um styrk

Málsnúmer 202206066

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1030. fundur - 23.06.2022

Tekið fyrir erindi frá Félagi eldra borgara, móttekið þann 19. júní 2022, þar sem óskað er eftir styrk til að betrumbæta í Mímisbrunni. Hljóðdempun í sal, lýsing í sal og stuðningshandföng á salernin í Mímisbrunni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til félagsmálaráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.

Félagsmálaráð - 260. fundur - 08.09.2022

Tekið fyrir erindi frá félagi eldri borgara dags. 23.06.2022 um styrk til að betrumbæta í Mímisbrunni. Um er að ræða hljóðdempun í sal og stuðningshandföng á salerni. Óskað er eftir styrk sem væri á fjárhagsáætlun ársins 2023. Málið var tekið fyrir á fundi byggðarráðs 23.06.2022, 1030 fundi þar sem bókað var; "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofandgreindu erindi til félagsmálaráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.
Lagt fram til kynningar og erindið tekið fyrir á fundi um fjárhagsáætlunargerð.

Félagsmálaráð - 263. fundur - 08.11.2022

Á 260. fundi félagsmálaráðs dags. 08.09.2022 var erindi frá félagi eldri borgara fyrst tekið fyrir en þau óska eftir styrk til að betrumbæta í Mímisbrunni.
Félagsmálaráð samþykkir samhljóða með 5 greiddum atkvæðum að veita styrk að upphæð 200.000,- af lið 02-40-9145.

Sveitarstjórn - 352. fundur - 29.11.2022

Á 263. fundi félagsmálaráðs þann 8. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 260. fundi félagsmálaráðs dags. 08.09.2022 var erindi frá félagi eldri borgara fyrst tekið fyrir en þau óska eftir styrk til að betrumbæta í Mímisbrunni.Félagsmálaráð samþykkir samhljóða með 5 greiddum atkvæðum að veita styrk að upphæð 200.000,- af lið 02-40-9145."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs um að beiðni um styrk vegna ársins 2023 verði afgreiddur á árinu 2022 af lið 02400-9145, kr. 200.000.