Breyting á opnunartíma Bókasafns Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202209008

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 92. fundur - 20.09.2022

Tekið fyrir bréf frá Björk Hólm Þorsteinsdóttur, forstöðumanni safna dags. 25.08.2022 Tillaga um breyttan opnunartíma á Bókasafni Dalvíkurbyggðar.

Einnig tekið fyrir minnsisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.
Menningarráð Dalvíkurbyggðar, samþykkir með tveimur atkvæðum nýjan opnunartíma á Bókasafni Dalvíkurbyggðar. Unnið verður eftir nýjum opnunartíma frá 3. október 2022.

Sveitarstjórn - 350. fundur - 18.10.2022

Á 92. fundi menningarráðs þann 20. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir bréf frá Björk Hólm Þorsteinsdóttur, forstöðumanni safna dags. 25.08.2022 Tillaga um breyttan opnunartíma á Bókasafni Dalvíkurbyggðar. Einnig tekið fyrir minnsisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs. Menningarráð Dalvíkurbyggðar, samþykkir með tveimur atkvæðum nýjan opnunartíma á Bókasafni Dalvíkurbyggðar. Unnið verður eftir nýjum opnunartíma frá 3. október 2022."
Til máls tóku; forseti sveitarstjórnar sem leggur til að ofangreind afgreiðsla menningarráðs verði staðfest með þeirri breytingu að um verði að ræða tilraun sem verði endurskoðuð fyrir 1.janúar 2023.

Helgi Einarsson.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.
Felix Rafn Felixson.
Lilja Guðnadóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

Menningarráð - 93. fundur - 22.11.2022

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, fór yfir það hvernig þetta fyrirkomulag hafi gengið.
Menningarráð, telur að þessi breyting á opnunartíma bókasafns hafi gengið vel. Menningarráð leggur til að þessi breyting verði til frambúðar.

Sveitarstjórn - 352. fundur - 29.11.2022

Á 93. fundi menningarráðs þann 22. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, fór yfir það hvernig þetta fyrirkomulag hafi gengið.Menningarráð, telur að þessi breyting á opnunartíma bókasafns hafi gengið vel. Menningarráð leggur til að þessi breyting verði til frambúðar."
Til máls tóku:
Katrín Sif Ingvarsdóttir sem leggur til að gerð verði þjónustukönnun varðandi opnunartíma Bókasafns.
Felix Rafn Felixson.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar Sifjar um þjónustukönnun og frestar afgreiðslu á tillögu menningarráðs.