Íbúafundir 2022 og 2023

Málsnúmer 202211097

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1048. fundur - 17.11.2022

Rætt um fyrirhugaða íbúafundi.
Fundur verði 6. desember nk. um fjárhagsáætlun, Gamla skóla, o.fl. kl. 17:00 - kl. 19:00 - í Bergi ef laust.
Fyrirhugaður fundur í Höfða um vetrarþjónustu árið 2022.
Fyrirhugaður fundur um öldrunarþjónustu 10. janúar 2023.

Sveitarstjórn - 352. fundur - 29.11.2022

Á 1048. fundi byggðaráðs þann 17. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Rætt um fyrirhugaða íbúafundi.Fundur verði 6. desember nk. um fjárhagsáætlun, Gamla skóla, o.fl. kl. 17:00 - kl. 19:00 - í Bergi ef laust. Fyrirhugaður fundur í Höfða um vetrarþjónustu árið 2022. Fyrirhugaður fundur um öldrunarþjónustu 10. janúar 2023. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs með þeirri breytingu að íbúafundurinn þann 6. desember verði kl. 20:00 í Menningarhúsinu Bergi.

Byggðaráð - 1053. fundur - 05.01.2023

Á 352. fundi sveitarstjórnar þann 1. desember sl. var samþykkt tillaga byggðaráðs um íbúafundi. Samkvæmt þeirri tillögu er fyrirhugaður fundur um öldrunarþjónustu 10. janúar nk.
Fyrirhugaður íbúafundur 10. janúar nk. um öldrunarþjónustu er frestað um óákveðinn tíma.

Sveitarstjórn - 354. fundur - 17.01.2023

Á 1053. fundi byggðaráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 352. fundi sveitarstjórnar þann 1. desember sl. var samþykkt tillaga byggðaráðs um íbúafundi. Samkvæmt þeirri tillögu er fyrirhugaður fundur um öldrunarþjónustu 10. janúar nk.Niðurstaða:Fyrirhugaður íbúafundur 10. janúar nk. um öldrunarþjónustu er frestað um óákveðinn tíma."
Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram þá tillögu að byggðaráði sé falið að finna nýjar dagsetningar og boða til íbúafundar er varðar fund um öldrunarþjónustu, vegagerð/vetrarþjónustu í framdölum, Virkjunarkost í Brimnesá og skipulagsmálefni.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

Byggðaráð - 1060. fundur - 02.03.2023

Á 354. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1053. fundi byggðaráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 352. fundi sveitarstjórnar þann 1. desember sl. var samþykkt tillaga byggðaráðs um íbúafundi. Samkvæmt þeirri tillögu er fyrirhugaður fundur um öldrunarþjónustu 10. janúar nk.Niðurstaða:Fyrirhugaður íbúafundur 10. janúar nk. um öldrunarþjónustu er frestað um óákveðinn tíma."Niðurstaða:Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram þá tillögu að byggðaráði sé falið að finna nýjar dagsetningar og boða til íbúafundar er varðar fund um öldrunarþjónustu, vegagerð/vetrarþjónustu í framdölum, virkjunarkost í Brimnesá og skipulagsmálefni. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar."
Til umræðu næstu íbúafundir, innihald og tímasetningar.
Lagt fram til kynningar.