Frá Steypustöðinni Dalvík ehf.; Ósk um kaupleigu á Böggivisstaðaskála

Málsnúmer 202209082

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1039. fundur - 27.09.2022


Tekið fyrir erindi frá Steypustöðinni Dalvík ehf., dagsett þann 19. september 2022, þar sem fram kemur að Óskar Árnason fyrir hönd fyrirtækisins óskar eftir að fá Böggvisstaðaskála leigðan eða keyptan. Ef af kaupum verður þá óskar hann eftir að skálinn fái að standa í 20-25 ár. Steypustöðin muni þá rífa skálann á þeirra kostnað og myndu kaupin miðast við það. Tilgangur með leigu eða kaupum er að geyma allt innanhúss.

Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 368. fundi umhverfisráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: Í starfs- og fjárhagsáætlun framkvæmdasviðs 2022 er gert ráð fyrir að Böggvisstaðaskáli verði aflagður sem geymsluhús og rifinn. Taka þarf ákvörðun um framkvæmd málsins en framkvæmdin er á herðum EF-deildar. Sækja þarf um byggingarleyfi til að láta rífa húsið. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Böggvisstaðaskáli verði rifinn og felur sviðsstjóra að sækja um heimild til framkvæmdarinnar. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að Böggvisstaðaskáli verði rifinn og að sviðsstjóra framkvæmdasviðs sé falið að sækja um heimild til framkvæmdarinnar."

Á 11. afgreiðslufundi byggingafulltrúa þann 18. febrúar sl. var umsókn um leyfi til niðurrifs á Böggvisstöðum 2/ Böggvisstaðaskála samþykkt.





Byggðaráð frestar afgreiðslu þessa erindis þar sem úttekt á ástandi Böggvisstaðaskála er í vinnslu. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.

Byggðaráð - 1047. fundur - 10.11.2022

Á 1039. fundi byggðaráðs þann 27. september sl. var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Steypustöðinni Dalvík ehf., dagsett þann 19. september 2022, þar sem fram kemur að Óskar Árnason fyrir hönd fyrirtækisins óskar eftir að fá Böggvisstaðaskála leigðan eða keyptan. Ef af kaupum verður þá óskar hann eftir að skálinn fái að standa í 20-25 ár. Steypustöðin muni þá rífa skálann á þeirra kostnað og myndu kaupin miðast við það. Tilgangur með leigu eða kaupum er að geyma allt innanhúss." Byggðaráð frestaði afgreiðslu á erindinu þar sem úttekt á ástandi Böggvisstaðaskála er í vinnslu.
Samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar frá 1. nóvember sl. þá var heimild til niðurrifs á Böggvisstaðaskála afturkölluð og samþykkt var jafnframt að Böggviðsstaðaskáli verði leigður áfram út með nýju fyrirkomulagi og verðskrá til reynslu þar til annað verður ákveðið.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að hafna ofangreindu erindi um kaup eða leigu á Böggvisstaðaskála.

Sveitarstjórn - 352. fundur - 29.11.2022

Á 1047. fundi byggðaráðs þann 10. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1039. fundi byggðaráðs þann 27. september sl. var meðal annars eftirfarandi bókað: Tekið fyrir erindi frá Steypustöðinni Dalvík ehf., dagsett þann 19. september 2022, þar sem fram kemur að Óskar Árnason fyrir hönd fyrirtækisins óskar eftir að fá Böggvisstaðaskála leigðan eða keyptan. Ef af kaupum verður þá óskar hann eftir að skálinn fái að standa í 20-25 ár. Steypustöðin muni þá rífa skálann á þeirra kostnað og myndu kaupin miðast við það. Tilgangur með leigu eða kaupum er að geyma allt innanhúss. Byggðaráð frestaði afgreiðslu á erindinu þar sem úttekt á ástandi Böggvisstaðaskála er í vinnslu. Samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar frá 1. nóvember sl. þá var heimild til niðurrifs á Böggvisstaðaskála afturkölluð og samþykkt var jafnframt að Böggviðsstaðaskáli verði leigður áfram út með nýju fyrirkomulagi og verðskrá til reynslu þar til annað verður ákveðið. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að hafna ofangreindu erindi um kaup eða leigu á Böggvisstaðaskála."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og hafnar ofangreindu erindi um kaupa eða leigu á Böggvisstaðaskála.