Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Launaviðauki vegna Vinnuskóla 2022

Málsnúmer 202211106

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1048. fundur - 17.11.2022

Tekin fyrir viðaukabeiðni frá fjármála- og stjórnsýslusviði, fyrir hönd framkvæmdasviðs, vegna lækkunar á launaáætlun vinnuskóla 2022. Um er að ræða afgang af áætluðum launum Vinnuskóla þar sem færri starsfmenn og nemendur voru við Vinnuskólann í ár en gert var ráð fyrir. Upphæðin er kr. 11.864.400 til lækkunar á deild 06270. Einnig eru gerðar breytingar á tekjuáætlun skólans vegna þjónustu við stofnanir og á móti þá lækkun á aðkeyptri þjónustu stofnana frá skólanum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 33 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 11.846.400 til lækkunar á launaáætlun Vinnuskóla, deild 06270, og breytingar á millifærslum á milli Vinnuskóla og stofnana sveitarfélagsins vegna breytinga á þjónustuframboði, sbr. fyrirliggjandi sundurliðun. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

Sveitarstjórn - 352. fundur - 29.11.2022

Á 1048. fundi byggðaráðs þann 17. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir viðaukabeiðni frá fjármála- og stjórnsýslusviði, fyrir hönd framkvæmdasviðs, vegna lækkunar á launaáætlun vinnuskóla 2022. Um er að ræða afgang af áætluðum launum Vinnuskóla þar sem færri starsfmenn og nemendur voru við Vinnuskólann í ár en gert var ráð fyrir. Upphæðin er kr. 11.864.400 til lækkunar á deild 06270. Einnig eru gerðar breytingar á tekjuáætlun skólans vegna þjónustu við stofnanir og á móti þá lækkun á aðkeyptri þjónustu stofnana frá skólanum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 33 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 11.846.400 til lækkunar á launaáætlun Vinnuskóla, deild 06270, og breytingar á millifærslum á milli Vinnuskóla og stofnana sveitarfélagsins vegna breytinga á þjónustuframboði, sbr. fyrirliggjandi sundurliðun. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."
Til máls tók:
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 33 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 11.846.400 til lækkunar á launaáætlun Vinnuskóla, deild 06270. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.