Frá forstöðumanni safna; Tillaga um vinnuhóp v. vinnustofu Gagarín hönnunarstofa

Málsnúmer 202210121

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1047. fundur - 10.11.2022

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs, Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:52.

Tekið fyrir erindi dagsett þann 27. október sl., þar sem forstöðumaður safna leggur til að stofnaður verði vinnuhópur fólks sem tekur þátt í vinnustofu á vegum Gagarín hönnunarstofu. Um er að ræða áframhaldandi hugmyndavinnu fyrir Byggðasafnið Hvol.

Um er að ræða 1. lið af 5 verkþáttum sem felast í tilboði frá Gagarín sem forstöðumaður kynnti á fundi byggðaráðs 15. september sl. Stefnt er á fyrsta vinnufund í lok nóvembermánaðar.

Björk Hólm og Gísli viku af fundi kl. 15:07.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu með þeim ábendingum sem komu fram á fundinum um skilgreiningu fulltrúa í hópinn. Störf vinnuhópsins eru ólaunuð.

Menningarráð - 93. fundur - 22.11.2022

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, fór yfir hverjir sitja í vinnuhópi v. vinnustofu Gagarín hönnunarstofu. Einnig kynnti Björk verkefnið fyrir ráðinu.
Lagt fram til kynningar
Björk Hólm, fór út af fundi kl. 09:30

Sveitarstjórn - 352. fundur - 29.11.2022

Á 1047. fundi byggðaráðs þann 10. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs, Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:52. Tekið fyrir erindi dagsett þann 27. október sl., þar sem forstöðumaður safna leggur til að stofnaður verði vinnuhópur fólks sem tekur þátt í vinnustofu á vegum Gagarín hönnunarstofu. Um er að ræða áframhaldandi hugmyndavinnu fyrir Byggðasafnið Hvol. Um er að ræða 1. lið af 5 verkþáttum sem felast í tilboði frá Gagarín sem forstöðumaður kynnti á fundi byggðaráðs 15. september sl. Stefnt er á fyrsta vinnufund í lok nóvembermánaðar. Björk Hólm og Gísli viku af fundi kl. 15:07.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu með þeim ábendingum sem komu fram á fundinum um skilgreiningu fulltrúa í hópinn. Störf vinnuhópsins eru ólaunuð."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhjóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um tillögu að vinnuhóp og hvernig verði skipað í hann. Jafnframt staðfestir sveitarstjórn að ekki verði um launaðan vinnuhóp að ræða.