Sveitarstjórn

340. fundur 23. nóvember 2021 kl. 16:15 - 17:06 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson aðalmaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir forseti
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Engar athugasemdir við fundarboð eða fundarboðun.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1004, frá 04.11.2021

Málsnúmer 2111003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 17 liðum.
Liðir 5,9,10,11 eru sérliðir á dagskrá.
Enginn tók til máls.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1005, frá 11.11.2021

Málsnúmer 2111009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Liðir 2 og 5 eru sér liðir á dagskrá.
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, um 1. lið.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, um 1. lið.

Fleiri tóku ekki til máls.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1006, frá 18.11.2021

Málsnúmer 2111012FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liðir 3, 6 og 8 eru sér liðir á dagskrá.
Enginn tók til máls.

4.Íþrótta- og æskulýðsráð - 133, frá 02.11.2021

Málsnúmer 2110016FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.

5.Landbúnaðarráð - 142, frá 11.11.2021

Málsnúmer 2111008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum.
Liðir 2 og 5 eru sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.

6.Menningarráð - 89, frá 19.11.2021

Málsnúmer 2111010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.

7.Umhverfisráð - 365, frá 05.11.2021

Málsnúmer 2111002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liðir 1,2,3, 5 og 6 eru sérliðir á dagskrá.
Enginn tók til máls.

8.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 109, frá 12.11.2021

Málsnúmer 2110015FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 5 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.

9.Frá 1004. fundi byggðaráðs þann 04.11.2021; Ákvörðun útsvars fyrir árið 2022

Málsnúmer 202110064Vakta málsnúmer

Á 1004. fundi byggðaráðs þann 04.11.2021 var eftirfarandi bókað:
"Til umfjöllunar álagning útsvars fyrir árið 2022.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að álagningarprósenta útsvars verði óbreytt á milli ára og verði fyrir árið 2022 14,52%."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu og að álagningarprósenta útsvars verði 14,52% fyrir árið 2022 og verði því óbreytt á milli áranna 2021 og 2022.

10.Frá 1006. fundi byggðaráðs þann 18.11.2021; Ákvörðun um álagningu fasteignagjalda 2022, tillaga

Málsnúmer 202110065Vakta málsnúmer

Á 1006. fundi byggðaráðs þann 18.11.2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 1005. fundi byggðaráðs þann 11. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1004. fundi byggðaráðs þann 4. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Til umfjöllunar álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðarleigu sem og þjónustugjöld fasteigna vegna sorphirðu, vatnsveitu og fráveitu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdasviði að gera prufuálagningu fasteignagjalda miðað við þær forsendur sem liggja fyrir, fyrir næsta fund byggðaráðs." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu niðurstöður úr prufuálagningu samkvæmt ofangreindu.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að álagningarprósentur fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreyttar á milli ára. Álagning á vatnsgjaldi, fráveitugjaldi og sorphirðu verði samkvæmt tillögum sem liggja fyrir að gjaldskrám. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi prufuálagning fasteignagjalda í samræmi við ofangreindar forsendur frá skipulags- og tæknifulltrúa. Visað til gerðar fjárhagsáætlunar 2022."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að álagningu fasteignaskats og fasteignagjalda fyrir árið 2022.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum eftirfarandi hvað varðar álagningu fasteignaskatts og lóðarleigu, fasteignagjalda og fjölda gjalddaga:

Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis: A-skattflokkur
Íbúðarhús og sumarbústaðir ásamt lóðum og lóðarréttindum, erfðafestulönd og jarðeignir sem eingöngu eru nýttar til landbúnaðar, mannvirki og útihús á bújörðum.
Fasteignaskattur A 0,50% af fasteignamati húss og lóðar (var 0,50% árið 2021).
Vatnsgjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).
Fráveitugjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá.)
Sorphirðugjald kr. 55.856,- á íbúð og kr. 27.928,- á frístundarhús (var kr. 46.746,- og kr. 23.013,-.)


Fasteignagjöld stofnana: B-skattflokkur
Sjúkra- og heilbrigðisstofnanir, skólar, íþróttahús o.fl. samanber reglugerð um fasteignaskatt nr.1160/2005
Fasteignaskattur B 1,32% af fasteignamati húss og lóðar (óbreytt á milli ára).
Vatnsgjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).
Fráveitugjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).

Fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis: C-skattflokkur
Aðrar fasteignir en þær sem falla undir A og B flokk t.d. verslunar-, iðnaðar-, og skrifstofuhúsnæði ásamt lóðum og lóðarréttindum.
Fasteignaskattur C 1,65% af fasteignamati húss og lóðar (óbreytt á milli ára).
Vatnsgjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).
Fráveitugjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).

Lóðarleiga
Lóðarleiga íbúðahúsalóða 1% af fasteignamati lóðar (óbreytt milli ára).
Lóðarleiga atvinnulóða 2,90 % af fasteignamati lóðar (óbreytt á milli ára).
Lóðarleiga ræktarlands 3,00% af fasteignamati lóðar (óbreytt á milli ára).


Vatnsgjald
Hafi vatnsveita verið tengd við mannvirki á fasteign ber að greiða af henni árlegt vatnsgjald til Vatnsveitu Dalvíkur og skal það vera eftirfarandi:
a) Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald 5.046,50- kr. pr. íbúð og 185,22- kr. pr. fermetra húss. (var kr. 4.928,22 og kr. 180,88 kr.)
b)
Vatnsgjald af öðru húsnæði en íbúðum verði fast gjald 15.449,48- kr. pr. eign og 204,25 kr. pr. fermetra húss. (var kr. 15.087,38 og kr. 199,46)
c)
Árleg vatnsgjöld fyrir sveitabýli, eitt íbúðarhús og útihús á sömu kennitölu skulu vera eitt fastagjald og fullt fermetragjald af íbúðarhúsinu og 1/2 fermetragjald af öðrum húsum. (óbreytt)
d)
Álagning skv. a, b. og c. málsl. skal þó aldrei vera hærri en 0,4% eða lægra en 0,1% af fasteignarmati allra húsa og lóða. (óbreytt milli ára)

Fráveitugjald
Fráveitugjald skal greitt af öllum mannvirkjum sem tengd eru fráveitukerfum sveitarfélagsins.
a)
Fráveitugjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald 17.389,72- kr. pr. íbúð og 400,33 kr. pr. fermetra húss. (var kr. 16.720,88 og kr. 348,93)
b)
Fráveitugjald af öðru húsnæði en íbúðum verði fast gjald 40.067,94 kr. pr. eign og 362,89 kr. pr. fermetra húss. (var kr. 38.526,87 og kr. 348,93)
c)
Árlegt rotþróargjald verði, fast gjald kr. 17.378,37 kr. pr. losunarstað og þar sem tæming á sér stað þriðja hvert ár er kr. 13.481,01 (var kr. 16.709,97 og kr. 12.962,51)
d)
Álagning skv. a og b. málsl. skal þó aldrei vera hærri en 0,47% eða lægra en 0,25% af fasteignarmati allra húsa og lóða. (óbreytt)

Gjalddagar og greiðsla fasteignagjalda
Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu talsins og eru gjöldin innheimt frá 5. febrúar til 5. nóvember. Eindagi fasteignagjalda er 30 dögum eftir gjalddaga.


11.Frá 1006. fundi byggðaráðs þann 18.11.2021; Gjaldskrár 2022; tillögur frá fagráðum og byggðaráði

Málsnúmer 202110039Vakta málsnúmer

Á 1006. fundi byggðaráðs þann 18.11.2021 var eftirfarandi bókað:
Á 1005. fundi byggðaráðs þann 11. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1004. fundi byggðaráðs þann 5. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1003. fundi byggðaráðs þann 28. október sl. og 339. fundi sveitarstjórnar þann 2. nóvember sl. voru fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrám til umræðu. Byggðaráð óskar eftir upplýsingum og samanburði í samræmi við umræður á fundinum." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gjaldskrár Dalvíkurbyggðar er taka breytingum samkvæmt neysluverðsvísitölu hækki almennt um 4%. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að sorphirðugjald taki breytingum samkvæmt sviðsmynd 2, sbr. minnisblað sviðsstjóra Framkvæmdasviðs" Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillögur að eftirfarandi gjaldskrám:

Frá félagsmálasviði:
Heimilisþjónusta.
Framfærslukvarði.
Matarbakkar og sendingar.
Ferðaþjónusta.
Dagmæður.
Lengd viðvera.

Frá fræðslu- og menningarsviði:
Félagsheimilið Árskógur.
Dalvíkurskóli.
Frístund Árskógarskóli og Dalvikurskóli.
Leikskóladvöl Krílakot og Kötlukot.
Skólamáltíðir Árskógarskóli og Dalvíkurskóli.
Tónlistarskólinn á Tröllaskaga.
Bókasafn Dalvíkurbyggðar.
Héraðsskjalasafn Svarfdæla í Dalvíkurbyggð.
Byggðasafnið Hvoll.
Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar.
Félagsmiðstöðin Týr.

Frá framkvæmdasviði;
Kattahald í Dalvíkurbyggð.
Hundahald í Dalvíkurbyggð.
Gjaldskrá byggingarfulltrúa.
Fjallskil.
Upprekstrargjald.
Lausaganga búfjár.
Leiguland.
Slökkvilið.
Refa- og minkaveiðar.
Sorphirðugjald.
Vatnsveita.
Fráveita.
Hitaveita.
Hafnasjóður.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrám nema með þeim frávikum að vísa gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur til fyrri umræðu í sveitarstjórn og frestun á afgreiðslu gjaldskrá fyrir Tónlistarskólann á Tröllaskaga þar sem hún verður tekin fyrir að nýju í skólanefnd TÁT. Einnig að gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkur hækki um 2,4%."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu tillögur að gjaldskrá fyrir árið 2022 samkvæmt ofangreindu.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum eftirfarandi tillögur að gjaldskrám eins og þær liggja fyrir vegna ársins 2022:

Frá félagsmálasviði:
Heimilisþjónusta.
Framfærslukvarði.
Matarbakkar og sendingar.
Ferðaþjónusta.
Dagmæður.
Lengd viðvera.

Frá fræðslu- og menningarsviði:
Félagsheimilið Árskógur.
Dalvíkurskóli.
Frístund Árskógarskóli og Dalvikurskóli.
Leikskóladvöl Krílakot og Kötlukot.
Skólamáltíðir Árskógarskóli og Dalvíkurskóli.
Bókasafn Dalvíkurbyggðar.
Héraðsskjalasafn Svarfdæla í Dalvíkurbyggð.
Byggðasafnið Hvoll.
Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar.
Félagsmiðstöðin Týr.

Frá framkvæmdasviði;
Kattahald í Dalvíkurbyggð.
Hundahald í Dalvíkurbyggð.
Gjaldskrá byggingarfulltrúa.
Fjallskil.
Upprekstrargjald.
Lausaganga búfjár.
Leiguland.
Slökkvilið.
Refa- og minkaveiðar.
Sorphirðugjald.
Vatnsveita.
Fráveita.
Hafnasjóður.

12.Frá 1006. fundi byggðaráðs frá 18.11.2021; Tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2022.Fyrri umræða.

Málsnúmer 202110039Vakta málsnúmer

Á 1006. fundi byggðaráðs þann 18.11.2021 var tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur vegna 2022 til umfjöllunar. Byggðaráð samþykkti að vísa gjaldskránni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur vegna ársins 2022 til síðari umræðu í sveitarstjórn, eins og hún liggur fyrir.

13.Frá 1005. fundi byggðaráðs frá 04.11.2021; Beiðni um viðauka vegna snjómoksturs

Málsnúmer 202111013Vakta málsnúmer

Á 1004. fundi byggðaráðs þann 04.11.2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 2. október 2021, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 3.000.000 á deild 10600 vegna snjómoksturs. Fram kemur rökstuðningurinn fyrir beiðninni en það fjármagn sem var áætlað til snjómoksturs er við það að klárast.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021, viðauki nr. 28, við deild 10600 að upphæð kr. 3.000.000. Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 28 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 3.000.000 við deild 10600 vegna snjómoksturs. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

14.Frá 1005. fundi byggðaráðs frá 11.11.2021; Styrkir til verkefna á sviði orkuskipta

Málsnúmer 202105131Vakta málsnúmer

Á 1005. fundi byggðaráðs þann 11.11.2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 1000. fundi byggðaráðs þann 14. október sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, skipulags- og tæknifulltrúi, kl. 15:00. Á 996. fundi byggðaráðs þann 16. september sl. var eftirfarandi bókað: "Á 337. fundi sveitarstjórnar þann 15. júní 2021 var eftirfarandi bókað: "Á 353. fundi umhverfisráðs þann 28. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Orkusjóður auglýsir eftir styrkumsóknum og þar á meðal til uppsetningar á hleðslustöðvum við gististaði og fjölsótta ferðamannastaði. Umhverfisráð leggur til að sveitarfélagið sendi inn umsóknir til Orkusjóðs fyrir hleðslustöðvum á ferjuhöfninni á Árskógssandi og hafnarsvæðinu á Hauganesi. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. " Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að senda inn umsóknir til Orkusjóðs fyrir tilgreindar hleðslustöðvar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Helgu Írisi Ingólfsdóttur, skipulags- og tæknifulltrúa, dagsett þann 13. september 2021, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 550.000 fyrir hlut Dalvíkurbyggðar í uppsetningu stöðvanna. Fyrir liggja drög að samningi á milli Orkusjóðs og Dalvíkurbyggðar þar sem veittur er styrkur að upphæð kr. 550.000 vegna hleðslustöðva í ferðamannaþorpin Hauganes og Árskógssand sem er 50% af áætluðum kostnaði. Með undirskrift samningsins staðfestir styrkþegi að heildarfjármögnun verkefnisins hafi gengið eftir eins og ráð var gert fyrir í umsókn. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og óskar eftir að fá Helgu Írisi Ingólfsdóttur, skipulags- og tæknifulltrúa, á fund byggðaráðs til að upplýsa um framtíðarekstur stöðvanna." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá skipulags- og tæknifulltrúa, móttekið 14.10.2021 og gerði Helga Íris grein fyrir hvaða upplýsingum hún hefur náð að afla um fyrirkomulag á uppsetningu og rekstur hleðslustöðva. Helga Íris og Bjarni Daníel véku af fundi kl. 15:20. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu á þessu erindi og felur skipulags- og tæknifulltrúa að afla frekari upplýsinga um kostnað og fyrirkomulag á rekstri hleðslustöðva." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar frá skipulags- og tæknifulltrúa um uppsetningu og rekstur hleðslustöðva fyrir rafmagnsbíla.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu máli aftur til umfjöllunar í umhverfisráði. Mikilvægt er að fyrir liggi hvort og hvernig sveitarfélagið ætti að koma að uppbyggingu hleðslustöðva í sveitarfélagsinu með vísan í áherslur stjórnvalda um orkuskipti og nýtingu endurnýjanlegrar orku. Byggðaráð samþykkir því samhljóða með 3 atkvæðum að hafna beiðni um ofangreindan viðauka."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og hafnar beiðni um viðauka að upphæð kr. 550.000 vegna uppsetningu á hleðslustöðvum.

15.Frá 1006. fundi byggðaráðs frá 18.11.2021; Beiðni um viðauka vegna veikindalauna

Málsnúmer 202111058Vakta málsnúmer

Á 1006. fundi byggðaráðs var til umfjöllunar og afgreiðslu viðaukabeiðni vegna veikindalauna að upphæð kr. 2.806.609.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021, viðauki nr. 29, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

16.Frá 1004. fundi byggðaráðs þann 04.11.2021; Fatakaup 2021

Málsnúmer 202111001Vakta málsnúmer

Á 1004. fundi byggðaráðs þann 04.11.2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 1. nóvember 2021, þar sem óskað er heimildar að fá að nota tekjur vegna útseldrar vinnu og endurgreiðslu á virðisaukaskatti, sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun, að upphæð kr. 538.771 til að festa kaup á vinnufatnaði fyrir starfsmenn slökkviliðsins að upphæð kr. 244.162.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi og heimilar slökkviliðsstjóra að nýta allt að kr. 538.771 ef það rúmast innan fjárhagsramma Slökkviliðs Dalvíkur, deild 07210."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og heimilar slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar að nýta allt að kr. 538.771 vegna aukinna tekna umfram áætlun til kaupa á vinnufatnaði fyrir starfsmenn slökkviliðsins, ef það rúmast innan fjárhagsramma deildar 07210.

17.Frá 1004. fundi byggðaráðs þann 04.11.2021; Sameiginlegt útboð á slökkviliðsbílum fyrir sveitarfélög Íslands

Málsnúmer 202110066Vakta málsnúmer

Á 1004. fundi byggðaráðs þann 04.11.2021 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Ríkiskaupum, dagsettur þann 27. október 2021, þar sem fram kemur að á næstu vikum munu Ríkiskaup, í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, standa að útboði á slökkviliðsbílum. Það er markmið Ríkiskaupa að gerð útboðsgagna og framkvæmd útboðsins endurspegli fjölbreyttar þarfir slökkviliða og þeirra svæða sem þeim er ætlað að þjóna og verða þau unnin í samstarfi við kaupendur og fagaðila með sérþekkingu á málefnasviðinu. Til að ná fram sem mestri hagkvæmni og virði fyrir sveitarfélög landsins köllum við eftir því að þau sveitar- og bæjarfélög sem hyggjast fjárfesta í slökkviliðsbílum á næstu 4-36 mánuðum og hafa áhuga á samstarfi við útboð hafi samband við sérfræðinga Ríkiskaupa og lýsi yfir áhuga (utbod@rikiskaup.is) fyrir 10. nóvember nk. Eftir 10. nóvember verður boðað til kynningarfundar þar sem farið verður yfir verkefnið og í framhaldinu geta sveitarfélög tekið ákvörðun um hvort þau vilja taka þátt eða ekki. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að fjallað var um málið á fundi framkvæmdastjórnar/innkauparáðs á mánudaginn og innkauparáð getur mælt með að farin verði þessi leið, ef samþykkt verður sú tillaga sem liggur fyrir vegna fjárhagsáætlunar 2022 að festa kaup á nýjum slökkivliðsbíl. Einnig liggur fyrir að áhugi er hjá Framkvæmdasviði og slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar að eiga samstarf við Ríkiskaup um sameiginlegt útboð. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð taki þátt í ofangreindu útboði með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar um kaup á nýjum slökkvibíl og fjárheimild í fjárhagsáætlun."
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Þórhalla Karlsdóttir.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við ofangreinda bókun og afgreiðslu byggðaráðs um að Dalvikurbyggð taki þátt í útboði Ríkiskaupa í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga í sameiginlegu útboði vegna slökkviliðsbíla. Gerður er fyrirvari um samþykki sveitarstjórnar um kaup á nýjum slökkvibíl og fjárheimild í fjárhagsáætlun.

18.Frá 1006. fundi byggðaráðs þann 18.11.2021; Verkfallslisti 2022

Málsnúmer 202110049Vakta málsnúmer

Á 1006. fundi byggðaráðs þann 18.11.2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 1003. fundi byggðaráðs þann 28. október sl. var eftirfarandi bókað: "Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 19. október 2021, þar sem minnt er á að samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og 2. gr. í nýsamþykktum lögum nr. 129/2020 um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, skulu sveitarfélög, fyrir 1. febrúar ár hvert, að undangengnu samráði við viðkomandi stéttarfélög, birta skrár (lista) yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að gildandi skrá var rædd á fundi framkvæmdastjórnar sl. mánudag. Fyrir liggur að leggja þarf til nokkrar breytingar.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu áfram til framkvæmdastjórnar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að uppfærðri skrá yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild.Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að bera listann undir viðkomandi stéttarfélög."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun byggðaráðs og gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu um skrá yfir þau störf hjá Dalvíkurbyggð sem heimild til verkfalls nær ekki til.

19.Frá 142. fundi landbúnaðarráðs; Endurskoðun á reglum vegna refa- og minkaveiða í Dalvíkurbyggð.

Málsnúmer 202106080Vakta málsnúmer

Á 142. fundi landbúnaðarráðs þann 11.11.2021 var eftirfarandi bókað:
"Teknar fyrir breyttar reglur og gjaldskrá vegna refa- og minkaveiða í Dalvíkurbyggð. Landbúnaðarráð samþykkir framlögð drög að breyttum reglum og gjaldskrá fyrir refa- og minkaveiðar í Dalvíkurbyggð árið 2022. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum"

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgi ofangreint tillaga að reglum vegna refa- og minkaveiðar í Dalvíkurbyggðar.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að reglum vegna refa- og minkaveiða í Dalvíkurbyggð.

20.Frá 142. fundi landbúnaðarráðs þann 11.11.2021; Samráðsgátt - Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu

Málsnúmer 202111019Vakta málsnúmer

Á 142. fundi landbúnaðarráðs þann 11.11.2021 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram til kynningar drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu sem eru til umsagnar í samráðsgátt sjórnvalda. Landbúnaðaráð Dalvíkurbyggðar mótmælir harðlega nýlega kynntum drögum að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu. Ráðið tekur undir og styður mjög góðar og skýrar athugasemdir Búnaðarsambands Eyjafjarðar og Félags sauðfjárbænda við Eyjafjörð dags. 8/11 2021."
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka undir ofangreinda bókun landbúnaðarráðs.

21.Frá 365. fundi umhverfisráðs þann 05.11.2021; Umsókn um lóð - Skógarhólar 12

Málsnúmer 202110015Vakta málsnúmer

Á 365. fundi umhverfisráðs þann 05.11.2021 var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn dagsettri 10. október 2021 sækja þau Guðni Berg Einarsson og Daria Szok um lóðina við Skógarhóla 12 á Dalvík. Erindi samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Skógarhóla 12 á Dalvík.

22.Frá 365. fundi umhverfisráðs þann 05.11.2021; Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings samkvæmt deiliskipulagi

Málsnúmer 202111016Vakta málsnúmer

Á 365. fundi umhverfisráðs þann 05.11.2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir umsókn dagsett 2. nóvember 2021 frá Frey Antonssyni fyrir hönd Arctic Seatours ehf þar sem óskað er eftir því að lóðin við Hafnarbraut 21B verði aðgreind frá lóðinni að Hafnarbraut 21 og fái að standa við Sandskeið skv. deiliskipulagi Dalvíkurhafnar. Umhverfisráð samþykkir erindið og felur skipulags- og tæknifulltrúa að ganga frá nýjum lóðarleigusamningum fyrir lóðirnar við Hafnarbraut 21 og 21B í samráði við lóðarhafa beggja lóða. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að lóðin við Hafnarbraut 21B verði aðgreind frá lóðinni að Hafnarbraut 21 og fái að standa svið Sandskeið skv. deiliskipulagi Dalvíkurhafnar. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að gerður verði nýr lóðarleigusamingur í samræmi við ofangreint i samráði við lóðarhafa beggja lóða.

23.Frá 365. fundi umhverfisráðs þann 05.11.2021; Umsókn um framkvæmdaleyfi - prufugryfjur meðfram farvegi Brimnesár

Málsnúmer 202111017Vakta málsnúmer

Á 365. fundi umhverfisráðs þann 05.11.2021 var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti, dagsettum 11. október 2021, óskar Sverrir Óskar Elefsen fyrir hönd Mannvits eftir framkvæmdaleyfi vegna graftrar á 15 prufugryfjum meðfram Brimnesá til jarðgrunnsathugunar vegna Brimnesárvirkjunar. Meðfylgjandi er verklýsing og afstöðumynd með tillögu að staðsetningu á gryfjum.Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðið framkvæmdaleyfi en leggur áherslu á að jarðvegsraski verði haldið í lágmarki og að frágangur að framkvæmd lokinni verði þannig að sem minnst ummerki sjáist. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að veita framkvæmdaleyfi vegna graftrar á 15 prufugryfjum meðfram Brimnesá, með því skilyrði sem umhverfisráð setur.

24.Frá 365. fundi umhverfisráðs frá 05.11.2021; Ósk um breytingu á deiliskipulagi Lokastígsreits - Lokastígur 6

Málsnúmer 202110051Vakta málsnúmer

Á 365. fundi umhverfisráðs þann 05.11.2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir umsókn dagsett 5. október 2021 frá Hugrúnu Þorsteinsdóttur fyrir hönd Modulus eignarhaldsfélags ehf. um breytingu á deiliskipulagi Lokastígsreits. Deiliskipulagsbreytingin felst í auknu byggingamagni og stækkun og tilfærslu á byggingarreit á lóðinni við Lokastíg 6 á Dalvík. Meðfylgjandi er afstöðumynd og uppdráttur af breytingunni auk skuggavarpsmynda.Umhverfisráð samþykkir erindið og leggur til að breyting á deiliskipulagi Lokastígsreits verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og breytingu á deiliskipulagi Lokastígsreits samkvæmt beiðni frá Modulus eignarhaldsfélagi ehf. Breytingin felst í auknu byggingamagni og stækkun og tilfærslu á byggingarreit á lóðinni við Lokastíg 6 á Dalvík.

25.Frá 365. fundi umhverfsiráðs þann 05.11.2021; Snerra - ósk um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202106150Vakta málsnúmer

Á 365. fundi umhverfisráðs þann 05.11.2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 358. fundi umhverfisráðs var samþykkt að deiliskipulagsbreyting fyrir Snerru yrði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar staðfesti afgreiðslu umhverfisráðs á 992. fundi sínum þann 12. júlí 2021. Deiliskipulagsbreytingin var auglýst frá 30. júlí til og með 12. september 2021. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatímanum. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagða breytingu á deiliskipulagi Snerru og leggur til að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og framlagða breytingu á deiliskipulagi Snerru.

26.Frá 109. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12.11.2021; Umsókn um stækkun á bryggjutank

Málsnúmer 202111004Vakta málsnúmer

Á 109. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12.11.2021 var eftirfarandi bókað:
"Olís óskar eftir því að fá að stækka hjá sér bryggjutank þar sem núverandi geymir annar ekki eftirspurn.Veitu- og hafnaráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrir sitt leyti að heimila stækkun á bryggjutank með fyrirvara um að framkvæmdin samræmist lögum og reglum um mengunarvarnir í höfnum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og erindi frá Olís um stækkun á bryggjutank með þeim fyrirvörum sem settir eru.

27.Frá 1006. fundi byggðaráðs þann 18.11.2021; Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar - endurskoðun v. skipulagsbreytinga o.fl.

Málsnúmer 202103144Vakta málsnúmer

Á 1006. fundi byggðaráðs þann 18.11.2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 337. fundi sveitarstjórnar þann 15. júní 2021 var eftirfarandi bókað: "Á 988. fundi byggðaráðs þann 10. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Á 987. fundi byggðaráðs þann 3. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Á 986. fundi byggðaráðs þann 27. maí sl. var til umfjöllunar Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréf landbúnaðarráðs, umhverfisráðs og veitu- og hafnaráðs með breytingartillögum vegna skipulagsbreytinga, þ.e. veitu- og hafnasviðs og umhverfis- og tæknisvið sameinað, er nú orðið framkvæmdasvið. Einnig eru gerðar tillögur að öðrum tæknilegum breytingum. Samþykktin og erindisbréfin voru til umfjöllunar á fundinum og lagt fram til kynningar fram að næstu fundum byggðaráðs. Til umræðu og frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað til næsta fundar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar breytingartillögur að Samþykktum stjórnar Dalvíkurbyggðar og erindisbréfum landbúnaðarráðs, umhverfisráðs og veitu- og hafnaráðs. Vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar ásamt erindisbréfum landbúnarráðs, umhverfisráðs og veitu- og hafnaráðs til síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar í september." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga að Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar með tillögum að breytingum til viðbótar þeim sem voru til umfjöllunar á fundi sveitarstjórnar í júní sl. Tekið hefur verið tillit til nýrra leiðbeiningar um ritun fundargerð, leiðbeiningar um fjarfundi og hugmyndir um breytt nefndafyrirkomulag frá og með næsta kjörtímabili. Lagt fram til kynningar og vísað áfram til umfjöllunar."
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindum drögum áfram til umfjöllunar í byggðaráði.

Fundi slitið - kl. 17:06.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson aðalmaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir forseti
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs