Umsókn um framkvæmdaleyfi - prufugryfjur meðfram farvegi Brimnesár

Málsnúmer 202111017

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 365. fundur - 05.11.2021

Með tölvupósti, dagsettum 11. október 2021, óskar Sverrir Óskar Elefsen fyrir hönd Mannvits eftir framkvæmdaleyfi vegna graftrar á 15 prufugryfjum meðfram Brimnesá til jarðgrunnsathugunar vegna Brimnesárvirkjunar.
Meðfylgjandi er verklýsing og afstöðumynd með tillögu að staðsetningu á gryfjum.
Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðið framkvæmdaleyfi en leggur áherslu á að jarðvegsraski verði haldið í lágmarki og að frágangur að framkvæmd lokinni verði þannig að sem minnst ummerki sjáist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 340. fundur - 23.11.2021

Á 365. fundi umhverfisráðs þann 05.11.2021 var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti, dagsettum 11. október 2021, óskar Sverrir Óskar Elefsen fyrir hönd Mannvits eftir framkvæmdaleyfi vegna graftrar á 15 prufugryfjum meðfram Brimnesá til jarðgrunnsathugunar vegna Brimnesárvirkjunar. Meðfylgjandi er verklýsing og afstöðumynd með tillögu að staðsetningu á gryfjum.Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðið framkvæmdaleyfi en leggur áherslu á að jarðvegsraski verði haldið í lágmarki og að frágangur að framkvæmd lokinni verði þannig að sem minnst ummerki sjáist. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að veita framkvæmdaleyfi vegna graftrar á 15 prufugryfjum meðfram Brimnesá, með því skilyrði sem umhverfisráð setur.

Umhverfisráð - 367. fundur - 13.01.2022

Á 365. fundi umhverfisráðs þann 5. nóvember 2021 samþykkti ráðið samhljóða að veita Mannvit framkvæmdaleyfi vegna graftrar á 15 prufugryfjum meðfram Brimnesá en lagði áherslu á að jarðvegsraski yrði haldið í lágmarki og að frágangur að framkvæmd lokinni yrði þannig að sem minnst ummerki sjáist.

Nú er búið er að taka prufuholur 8-15. Það er frá girðingu og niður að fyrirhuguðu stöðvarhúsi. Eftir er að taka holur 1-7 en þær eru á Upsadal á leiðinni frá stíflustæði niður að girðingu. Svæðið er frekar erfitt yfirferðar og líklegt að nauðsynlegt verði að taka sneiðing niður í einum bratta. Þetta kallar á meira rask en gert var ráð fyrir í byrjun.

Mannvit óskar eftir staðfestingu umhverfisráðs á að mega ljúka við framkvæmdina. Gætt verður að því að fara að öllu eins varlega og hægt er og þannig að hægt sé að lagfæra að mestu, komi ekki til virkjunar.
Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að heimila Mannvit að ljúka við að taka prufuholur 1-7 og gæti eins og hægt er að jarðraski þannig að ummerkjum verði haldið í lágmarki.

Veitu- og hafnaráð - 111. fundur - 14.01.2022

Þann 10. janúar 2022 var sátu sveitarstjóri og sviðsstjóri framkvæmdasviðs símafund með forsvarsmönnum Mannvits. Mannvit gerði grein fyrir því að búið er að taka prufuholur 8-15. Það er frá girðingu og niður að fyrirhuguðu stöðvarhúsi. Eftir er að taka holur 1-7 en þær eru á Ufsadal á leiðinni frá stíflustæði niður að girðingu. Svæðið er frekar erfitt yfirferðar og líklegt að nauðsynlegt verði að taka sneiðing niður í einum bratta. Þetta kallar á meira rask en gert var ráð fyrir í byrjun. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir ákveðinni upphæð í þennan verklið. Nú þegar verkliðurinn er rúmlega hálfnaður er ljóst að kostnaðurinn hefur verið vanáætlaður. Óskað er eftir viðbótarfjármagni til að klára þennan verklið.
Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að afla frekari upplýsinga um áætlaðan kostnað og sækja um viðauka til byggðaráðs til að ljúka verkefninu.

Sveitarstjórn - 342. fundur - 18.01.2022

Á 367. fundi umhverfisráðs þann 13. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 365. fundi umhverfisráðs þann 5. nóvember 2021 samþykkti ráðið samhljóða að veita Mannvit framkvæmdaleyfi vegna graftrar á 15 prufugryfjum meðfram Brimnesá en lagði áherslu á að jarðvegsraski yrði haldið í lágmarki og að frágangur að framkvæmd lokinni yrði þannig að sem minnst ummerki sjáist. Nú er búið er að taka prufuholur 8-15. Það er frá girðingu og niður að fyrirhuguðu stöðvarhúsi. Eftir er að taka holur 1-7 en þær eru á Upsadal á leiðinni frá stíflustæði niður að girðingu. Svæðið er frekar erfitt yfirferðar og líklegt að nauðsynlegt verði að taka sneiðing niður í einum bratta. Þetta kallar á meira rask en gert var ráð fyrir í byrjun. Mannvit óskar eftir staðfestingu umhverfisráðs á að mega ljúka við framkvæmdina. Gætt verður að því að fara að öllu eins varlega og hægt er og þannig að hægt sé að lagfæra að mestu, komi ekki til virkjunar.Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að heimila Mannvit að ljúka við að taka prufuholur 1-7 og gæti eins og hægt er að jarðraski þannig að ummerkjum verði haldið í lágmarki".
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og umbeðið framkvæmdaleyfi til Mannvits með þeim skilyrðum sem umhverfisráð setur.

Byggðaráð - 1015. fundur - 03.02.2022

Tekið fyrir erindi frá Mannviti, rafpóstur dagsettur þann 20. janúar sl., varðandi Brimnesárvirkjun. Óskað er eftir að Dalvíkurbyggð greiði útlagðan kostnað vegna vinnu við gröft sem er áætlaður um kr. 500.000 án vsk. Einnig kemur fram að kostnaður vegna efnisrannsóknar verði aldrei undir kr. 400.000 án vsk en í þessa rannsókn þurfi að fara áður en verkið er boðið út.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að greiða útlagðan kostnað vegna vinnu við gröft um kr. 500.000 án vsk. Vísað á deild 47410; Smávirkjun.

Veitu- og hafnaráð - 112. fundur - 11.02.2022

Til kynningar afgreiðsla byggðaráðs frá 1015. fundi þann 3. febrúar 2022 varðandi Brimnesárvirkjun en Mannvit óskaði eftir að Dalvíkurbyggð greiði útlagðan kostnað vegna vinnu við gröft sem er áætlaður um kr. 500.000 án vsk. Einnig kemur fram að kostnaður vegna efnisrannsóknar verði aldrei undir kr. 400.000 án vsk en í þessa rannsókn þurfi að fara áður en verkið er boðið út.

Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að greiða útlagðan kostnað vegna vinnu við gröft um kr. 500.000 án vsk. Vísað á deild 47410; Smávirkjun.
Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn - 342. fundur - 15.02.2022

Á 1015. fundi byggðaráðs þann 3. febrúar 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Mannviti, rafpóstur dagsettur þann 20. janúar sl., varðandi Brimnesárvirkjun. Óskað er eftir að Dalvíkurbyggð greiði útlagðan kostnað vegna vinnu við gröft sem er áætlaður um kr. 500.000 án vsk. Einnig kemur fram að kostnaður vegna efnisrannsóknar verði aldrei undir kr. 400.000 án vsk. en í þessa rannsókn þurfi að fara áður en verkið er boðið út. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að greiða útlagðan kostnað vegna vinnu við gröft um kr. 500.000 án vsk. Vísað á deild 47410; Smávirkjun."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og útlagaðan kostnað vegna vinnu við gröft um kr. 500.000 án vsk. og að kostnaði sé vísað á deild 47410; Smávirkjun.