Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings samkvæmt deiliskipulagi

Málsnúmer 202111016

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 365. fundur - 05.11.2021

Tekin fyrir umsókn dagsett 2. nóvember 2021 frá Frey Antonssyni fyrir hönd Arctic Seatours ehf þar sem óskað er eftir því að lóðin við Hafnarbraut 21B verði aðgreind frá lóðinni að Hafnarbraut 21 og fái að standa við Sandskeið skv. deiliskipulagi Dalvíkurhafnar.
Umhverfisráð samþykkir erindið og felur skipulags- og tæknifulltrúa að ganga frá nýjum lóðarleigusamningum fyrir lóðirnar við Hafnarbraut 21 og 21B í samráði við lóðarhafa beggja lóða.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 340. fundur - 23.11.2021

Á 365. fundi umhverfisráðs þann 05.11.2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir umsókn dagsett 2. nóvember 2021 frá Frey Antonssyni fyrir hönd Arctic Seatours ehf þar sem óskað er eftir því að lóðin við Hafnarbraut 21B verði aðgreind frá lóðinni að Hafnarbraut 21 og fái að standa við Sandskeið skv. deiliskipulagi Dalvíkurhafnar. Umhverfisráð samþykkir erindið og felur skipulags- og tæknifulltrúa að ganga frá nýjum lóðarleigusamningum fyrir lóðirnar við Hafnarbraut 21 og 21B í samráði við lóðarhafa beggja lóða. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að lóðin við Hafnarbraut 21B verði aðgreind frá lóðinni að Hafnarbraut 21 og fái að standa svið Sandskeið skv. deiliskipulagi Dalvíkurhafnar. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að gerður verði nýr lóðarleigusamingur í samræmi við ofangreint i samráði við lóðarhafa beggja lóða.