Umsókn um stækkun á bryggjutank

Málsnúmer 202111004

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 109. fundur - 12.11.2021

Olís óskar eftir því að fá að stækka hjá sér bryggjutank þar sem núverandi geymir annar ekki eftirspurn.
Veitu- og hafnaráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrir sitt leyti að heimila stækkun á bryggjutank með fyrirvara um að framkvæmdin samræmist lögum og reglum um mengunarvarnir í höfnum.

Sveitarstjórn - 340. fundur - 23.11.2021

Á 109. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12.11.2021 var eftirfarandi bókað:
"Olís óskar eftir því að fá að stækka hjá sér bryggjutank þar sem núverandi geymir annar ekki eftirspurn.Veitu- og hafnaráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrir sitt leyti að heimila stækkun á bryggjutank með fyrirvara um að framkvæmdin samræmist lögum og reglum um mengunarvarnir í höfnum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og erindi frá Olís um stækkun á bryggjutank með þeim fyrirvörum sem settir eru.