Endurskoðun á samþykktum og gjaldskrám landbúnaðarráðs.

Málsnúmer 202106080

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 141. fundur - 23.09.2021

Farið yfir tillögur að endurskoðuðum gjaldskrám og samþykktum á sviði landbúnaðarráðs.
Landbúnaðarráð leggur til að gjaldskrá og reglur fyrir refa- og minkaveiði verði uppfærð samkvæmt umræðum á fundinum en samþykkir framlögð gögn að öðru leiti.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

Landbúnaðarráð - 142. fundur - 11.11.2021

Teknar fyrir breyttar reglur og gjaldskrá vegna refa- og minkaveiða í Dalvíkurbyggð.
Landbúnaðarráð samþykkir framlögð drög að breyttum reglum og gjaldskrá fyrir refa- og minkaveiðar í Dalvíkurbyggð árið 2022.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 340. fundur - 23.11.2021

Á 142. fundi landbúnaðarráðs þann 11.11.2021 var eftirfarandi bókað:
"Teknar fyrir breyttar reglur og gjaldskrá vegna refa- og minkaveiða í Dalvíkurbyggð. Landbúnaðarráð samþykkir framlögð drög að breyttum reglum og gjaldskrá fyrir refa- og minkaveiðar í Dalvíkurbyggð árið 2022. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum"

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgi ofangreint tillaga að reglum vegna refa- og minkaveiðar í Dalvíkurbyggðar.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að reglum vegna refa- og minkaveiða í Dalvíkurbyggð.