Snerra - ósk um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202106150

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 358. fundur - 12.07.2021

Með erindi dagsettu 22. júní 2021 óskar Guðjón Magnússon, fyrir hönd Þrastar Karlssonar, eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir Snerru í Svarfaðardal. Meðfylgjandi er uppdráttur af fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu unnin af Guðjóni Magnússyni. Breytingin felst í 1,8 ha stækkun á landi Snerru í kjölfar makaskipta á landi og fjölgun byggingarreita um einn.
Umhverfisráð samþykkir erindið og leggur til að breyting á deiliskipulagi Snerru í Svarfaðardal verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 992. fundur - 29.07.2021

Á 358. fundi umhverfisráðs þann 12. júlí 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með erindi dagsettu 22. júní 2021 óskar Guðjón Magnússon, fyrir hönd Þrastar Karlssonar, eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir Snerru í Svarfaðardal. Meðfylgjandi er uppdráttur af fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu unnin af Guðjóni Magnússyni. Breytingin felst í 1,8 ha stækkun á landi Snerru í kjölfar makaskipta á landi og fjölgun byggingarreita um einn.

Umhverfisráð samþykkir erindið og leggur til að breyting á deiliskipulagi Snerru í Svarfaðardal verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

Umhverfisráð - 365. fundur - 05.11.2021

Á 358. fundi umhverfisráðs var samþykkt að deiliskipulagsbreyting fyrir Snerru yrði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar staðfesti afgreiðslu umhverfisráðs á 992. fundi sínum þann 12. júlí 2021.
Deiliskipulagsbreytingin var auglýst frá 30. júlí til og með 12. september 2021. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatímanum.
Umhverfisráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagða breytingu á deiliskipulagi Snerru og leggur til að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn - 340. fundur - 23.11.2021

Á 365. fundi umhverfisráðs þann 05.11.2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 358. fundi umhverfisráðs var samþykkt að deiliskipulagsbreyting fyrir Snerru yrði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar staðfesti afgreiðslu umhverfisráðs á 992. fundi sínum þann 12. júlí 2021. Deiliskipulagsbreytingin var auglýst frá 30. júlí til og með 12. september 2021. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatímanum. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagða breytingu á deiliskipulagi Snerru og leggur til að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og framlagða breytingu á deiliskipulagi Snerru.