Ákvörðun um álagningu fasteignagjalda 2022 - tillögur / umræður

Málsnúmer 202110065

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1004. fundur - 04.11.2021

Til umfjöllunar álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðarleigu sem og þjónustugjöld fasteigna vegna sorphirðu, vatnsveitu og fráveitu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdasviði að gera prufuálagningu fasteignagjalda miðað við þær forsendur sem liggja fyrir, fyrir næsta fund byggðaráðs.

Byggðaráð - 1005. fundur - 11.11.2021

Á 1004. fundi byggðaráðs þann 4. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Til umfjöllunar álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðarleigu sem og þjónustugjöld fasteigna vegna sorphirðu, vatnsveitu og fráveitu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdasviði að gera prufuálagningu fasteignagjalda miðað við þær forsendur sem liggja fyrir, fyrir næsta fund byggðaráðs."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu niðurstöður úr prufuálagningu samkvæmt ofangreindu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að álagningarprósentur fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreyttar á milli ára.
Álagning á vatnsgjaldi, fráveitugjaldi og sorphirðu verði samkvæmt tillögum sem liggja fyrir að gjaldskrám.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Byggðaráð - 1006. fundur - 18.11.2021

Á 1005. fundi byggðaráðs þann 11. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1004. fundi byggðaráðs þann 4. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Til umfjöllunar álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðarleigu sem og þjónustugjöld fasteigna vegna sorphirðu, vatnsveitu og fráveitu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdasviði að gera prufuálagningu fasteignagjalda miðað við þær forsendur sem liggja fyrir, fyrir næsta fund byggðaráðs." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu niðurstöður úr prufuálagningu samkvæmt ofangreindu.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að álagningarprósentur fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreyttar á milli ára. Álagning á vatnsgjaldi, fráveitugjaldi og sorphirðu verði samkvæmt tillögum sem liggja fyrir að gjaldskrám. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi prufuálagning fasteignagjalda í samræmi við ofangreindar forsendur frá skipulags- og tæknifulltrúa.

Visað til gerðar fjárhagsáætlunar 2022.

Sveitarstjórn - 340. fundur - 23.11.2021

Á 1006. fundi byggðaráðs þann 18.11.2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 1005. fundi byggðaráðs þann 11. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1004. fundi byggðaráðs þann 4. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Til umfjöllunar álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðarleigu sem og þjónustugjöld fasteigna vegna sorphirðu, vatnsveitu og fráveitu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdasviði að gera prufuálagningu fasteignagjalda miðað við þær forsendur sem liggja fyrir, fyrir næsta fund byggðaráðs." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu niðurstöður úr prufuálagningu samkvæmt ofangreindu.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að álagningarprósentur fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreyttar á milli ára. Álagning á vatnsgjaldi, fráveitugjaldi og sorphirðu verði samkvæmt tillögum sem liggja fyrir að gjaldskrám. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi prufuálagning fasteignagjalda í samræmi við ofangreindar forsendur frá skipulags- og tæknifulltrúa. Visað til gerðar fjárhagsáætlunar 2022."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að álagningu fasteignaskats og fasteignagjalda fyrir árið 2022.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum eftirfarandi hvað varðar álagningu fasteignaskatts og lóðarleigu, fasteignagjalda og fjölda gjalddaga:

Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis: A-skattflokkur
Íbúðarhús og sumarbústaðir ásamt lóðum og lóðarréttindum, erfðafestulönd og jarðeignir sem eingöngu eru nýttar til landbúnaðar, mannvirki og útihús á bújörðum.
Fasteignaskattur A 0,50% af fasteignamati húss og lóðar (var 0,50% árið 2021).
Vatnsgjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).
Fráveitugjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá.)
Sorphirðugjald kr. 55.856,- á íbúð og kr. 27.928,- á frístundarhús (var kr. 46.746,- og kr. 23.013,-.)


Fasteignagjöld stofnana: B-skattflokkur
Sjúkra- og heilbrigðisstofnanir, skólar, íþróttahús o.fl. samanber reglugerð um fasteignaskatt nr.1160/2005
Fasteignaskattur B 1,32% af fasteignamati húss og lóðar (óbreytt á milli ára).
Vatnsgjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).
Fráveitugjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).

Fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis: C-skattflokkur
Aðrar fasteignir en þær sem falla undir A og B flokk t.d. verslunar-, iðnaðar-, og skrifstofuhúsnæði ásamt lóðum og lóðarréttindum.
Fasteignaskattur C 1,65% af fasteignamati húss og lóðar (óbreytt á milli ára).
Vatnsgjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).
Fráveitugjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).

Lóðarleiga
Lóðarleiga íbúðahúsalóða 1% af fasteignamati lóðar (óbreytt milli ára).
Lóðarleiga atvinnulóða 2,90 % af fasteignamati lóðar (óbreytt á milli ára).
Lóðarleiga ræktarlands 3,00% af fasteignamati lóðar (óbreytt á milli ára).


Vatnsgjald
Hafi vatnsveita verið tengd við mannvirki á fasteign ber að greiða af henni árlegt vatnsgjald til Vatnsveitu Dalvíkur og skal það vera eftirfarandi:
a) Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald 5.046,50- kr. pr. íbúð og 185,22- kr. pr. fermetra húss. (var kr. 4.928,22 og kr. 180,88 kr.)
b)
Vatnsgjald af öðru húsnæði en íbúðum verði fast gjald 15.449,48- kr. pr. eign og 204,25 kr. pr. fermetra húss. (var kr. 15.087,38 og kr. 199,46)
c)
Árleg vatnsgjöld fyrir sveitabýli, eitt íbúðarhús og útihús á sömu kennitölu skulu vera eitt fastagjald og fullt fermetragjald af íbúðarhúsinu og 1/2 fermetragjald af öðrum húsum. (óbreytt)
d)
Álagning skv. a, b. og c. málsl. skal þó aldrei vera hærri en 0,4% eða lægra en 0,1% af fasteignarmati allra húsa og lóða. (óbreytt milli ára)

Fráveitugjald
Fráveitugjald skal greitt af öllum mannvirkjum sem tengd eru fráveitukerfum sveitarfélagsins.
a)
Fráveitugjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald 17.389,72- kr. pr. íbúð og 400,33 kr. pr. fermetra húss. (var kr. 16.720,88 og kr. 348,93)
b)
Fráveitugjald af öðru húsnæði en íbúðum verði fast gjald 40.067,94 kr. pr. eign og 362,89 kr. pr. fermetra húss. (var kr. 38.526,87 og kr. 348,93)
c)
Árlegt rotþróargjald verði, fast gjald kr. 17.378,37 kr. pr. losunarstað og þar sem tæming á sér stað þriðja hvert ár er kr. 13.481,01 (var kr. 16.709,97 og kr. 12.962,51)
d)
Álagning skv. a og b. málsl. skal þó aldrei vera hærri en 0,47% eða lægra en 0,25% af fasteignarmati allra húsa og lóða. (óbreytt)

Gjalddagar og greiðsla fasteignagjalda
Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu talsins og eru gjöldin innheimt frá 5. febrúar til 5. nóvember. Eindagi fasteignagjalda er 30 dögum eftir gjalddaga.