Sveitarstjórn

316. fundur 17. september 2019 kl. 16:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir Sviðsstjóri félagsmálasviðs.
Dagskrá
Jón Ingi Sveinsson boðaði forföll og varamaður hans Lilja Guðnadóttir mætti í hans stað.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 917, frá 05.09.2019

Málsnúmer 1909001FVakta málsnúmer

Liður 12 er sér liður á dagskrá.

Enginn tók til máls. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.
  • 1.1 201901070 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 917
  • Á 908.fundi byggðaráðs þann 23.maí 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 21. maí 2019, þar sem fram kemur að í gildandi brunavarnaráætlun fyrir Dalvíkurbyggð fyrir árin 2016-2020 er fyrirhugað að endurnýja 64-132 Ford slökkviliðsbifreið liðsins árið 2018, en bifreiðin er 27 ára. Óskað er eftir að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 verði gert ráð fyrir fjármagni til endurnýjunar á slökkvibíl, ekki liggur fyrir endanlegur kostnaður en kostnaður liggur á verðbilinu 35 -55 m.kr. án vsk.
    Til umræðu ofangreint.Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2020-2023."

    Slökkviliðsstjóra hafa borist óformleg tilboð vegna verðkönnunar sem hann sendi út og voru þau kynnt á fundinum.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 917 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá slökkviliðsstjóra á fund byggðaráðs til að fara yfir málið. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá íbúum Túnahverfis með undirskriftarlista, dagsett þann 30. ágúst 2019. Þar er ítrekuð beiðni um að hafinn verði undirbúningur og vinna við frágang opna svæðisins/leiksvæðisins í hverfinu. Einnig að lokið verði við frágang og að umhirða hverfisins verði bætt. Íbúarnir árétta það sem komið hefur fram í fyrri bréfum að þeir vilja gjarnan leggja fram vinnu við standsetningu svæðisins í samstarfi við sveitarfélagið. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 917 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisráðs vegna fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2020. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 1. september 2019, ósk um að fimm atriði komist á fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árin 2020-2023:
    1) Geymsluhúsnæði fyrir snjótroðara.
    2) Lýsing Brekkuselsvegar að fólkvanginum.
    3) Viðgerð á bílastæðum í fólkvanginum.
    4) Töfrateppi (færiband) fyrir byrjendur og yngstu börnin.
    5) Endurnýjun á snjótroðaranum.
    Fylgiskjöl með erindinu eru ítarleg greinargerð um málið með ítarlegri kostnaðar- og framkvæmdaáætlun.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 917 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa 1., 4. og 5. lið til íþrótta- og æskulýðsráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020-2023.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa 2. og 3. lið til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020-2023.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Íbúaráði á Árskógssandi, dagsett 20. maí 2019, þar sem farið er yfir nokkur atriði sem ráðið óskar eftir að Umhverfisráð taki fyrir á fundi hjá sér.

    Umhverfisráð tók erindið fyrir á 326. fundi ráðsins þann 2. september 2019 og vísaði erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2020-2023.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 917 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 08:50 vegna vanhæfis.

    Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamri, dagsett þann 28. ágúst 2019, beiðni um aukið fjárframlag á fjárhagsáætlun 2020-2023 til uppbyggingar á golfsvæðinu á Arnarholtsvelli. Einnig er kominn tími á að endurnýja véla- og tækjakost klúbbsins.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 917 Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020-2023.
    Guðmundur St. Jónsson greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Sigurði H. Pálssyni og Svanfríði Jónsdóttur, dagsett 28. júlí 2019, þar sem þau óska eftir að Dalvíkurbyggð taki inn á fjárhagsáætlun sína fyrir árið 2020 að gera lagfæringar á götu í frístundabyggðinni í landi Hamars, nánar tiltekið fyrir framan hús þeirra á lóð B5. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 917 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020-2023. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá stjórn Dalbæjar, dagsett 26. ágúst 2019, ósk um viðræður við Dalvíkurbyggð varðandi næsta starfs- og fjárhagsár 2020.
    Fyrir liggur að nauðsynlegt er að ráðast í stórar framkvæmdir við utanhússviðgerðir á Dalbæ. Verið er að vinna uppfærða verk- og kostnaðaráætlun vegna verksins og mun hún verða klár í septembermánuði.
    Óskað er eftir fundi með stjórnendum frá Dalvíkurbyggð vegna þessa þegar fyrrnefnd áætlun liggur fyrir.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 917 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá stjórnendur Dalbæjar á fund ráðsins þegar verk- og kostnaðaráætlun vegna utanhússviðgerða liggur fyrir. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Sóknarnefnd Dalvíkursóknar, dagsett þann 28. ágúst 2019, þar sem óskað er eftir fjárstyrk á fjárhagsáætlun 2020 með niðurfellingu fasteignagjalda. Með erindinu fylgdi ársreikningur Dalvíkurkirkju vegna ársins 2018.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 917 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til menningarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 09:14 vegna vanhæfis.

    Tekið fyrir rafbréf frá Júlíusi Júlíussyni f.h. Fiskidagsins Mikla, dagsett 29. ágúst 2019, ósk um aukið fjárframlag árið 2020 vegna 20 ára afmælis Fiskidagsins mikla en ljóst er að vegna þessara tímamóta verður aukinn kostnaður af hátíðinni.
    Óskað er eftir því að fá að senda inn frekari upplýsingar eða að koma á fund byggðaráðs eftir helgina 21.-22. september sem er vinnuhelgi Fiskidagsnefndar þar sem afmælisárið/hátíðin verður mótuð.
    Einnig bendir hann á að þó svo að það sé ekki á vegum Fiskidagsins mikla beint þá þarf klárlega að huga að auknu fjármagni og nýju skipulagi vegna tjaldsvæðanna 2020.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 917 Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að fá stjórnendur Fiskidagsins Mikla á fund ráðsins, á fyrsta fund byggðaráðs eftir vinnuhelgi stjórnar Fiskidagsins, vegna samtals um 20. Fiskidaginn Mikla.
    Guðmundur St. Jónsson greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 25. júní 2019, þar sem óskað er eftir launaviðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 1.214.577 við deild 9210, tæknideild, vegna skipulagsbreytinga. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé þar sem metið er að ekki sé svigrúm innan málaflokksins. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 917 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni, vegna fjárhagsáætlunar 2019, um launaviðauka við deild 9210 að upphæð kr. 1.214.577, skv. framlögðum útreikningi frá launafulltrúa, viðauki nr. 22/2019. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Er sér liður á dagskrá.
  • Á 916. fundi byggðaráðs þann 29. ágúst 2019 var fjallað um drög að fjárhagsramma fyrir árið 2019, forsendur með fjárhagsáætlun 2020-2023 og fleiri mál er varða vinnuna við starfs- og fjárhagsáætlun 2020-2023
    a) Tillaga að fjárhagsramma 2020
    b) Tillaga að forsendum með fjárhagsáætlun

    Þar sem ekki hefur tekist að klára að uppreikna fjárhagsramma m.v. breytingar leggur sveitarstjóri til að fresta þessum lið um viku. Á næsta fundi byggðaráðs verði tillaga að fjárhagsrömmum lögð fram til afgreiðslu ásamt endurskoðuðum tímaramma vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2020-(2023).
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 917 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir rafbréf frá Kjartani Hjaltasyni, dagsett 31. ágúst 2019, þar sem hann skorar á sveitarstjórnina að hitta íbúa í Hringtúni og leita að farsælli lausn á fyrirhuguðum deiliskipulagsbreytingum. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 917 Byggðaráð þakkar fyrir bréfið. Haldnir hafa verið tveir íbúafundir vegna deiliskipulagsbreytinganna og í framhaldi af þeim hefur verið brugðist við athugasemdum sem fram hafa komið. Á auglýsingatíma sem ekki er hafinn hafa íbúar lýðræðislega aðkomu að ferlinu skv. skipulagslögum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Samtökum grænkera á Íslandi, dagsettur 20. ágúst 2019, áskorun til umhverfisráðherra, ríkisstjórnar og sveitarfélaga Íslands að draga úr neyslu dýraafurða í skólum, vegna áhrifa þess á losun gróðurhúsalofttegunda, og auka grænkerafæði. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 917 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir bréf frá IOGT á Íslandi, dagsett 19. ágúst 2019, þar sem kynntur er bæklingur sem fjallar um áhrif áfengis á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Ljóst sé að lyfta þurfi grettistaki í forvörnum gegn neyslu áfengis og annarra fíkniefna, bæði á Íslandi og í öllum heiminum. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 917 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til félagsmálaráðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekin til kynningar fundargerð 88. fundar stjórnar Menningarfélagsins Bergs. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 917 Lagt fram til kynningar.
    Byggðaráð óskar íbúum Dalvíkurbyggðar til hamingju með 10 ára afmæli Bergs.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 918, frá 12.09.2019

Málsnúmer 1909006FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður a), b) og c)
Liðir 2, 3, 4, 5 og 7 eru sér liðir á dagskrá.

Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.
  • Á 916. fundi byggðaráðs þann 29. ágúst 2019 var fjallað um drög að fjárhagsramma fyrir árið 2019, forsendur með fjárhagsáætlun 2020-2023 og fleiri mál er varða vinnuna við starfs- og fjárhagsáætlun 2020-2023. Á 917. fundi byggðaráðs þann 5. september 2019 var liðnum frestað og er því til afgreiðslu hér.
    a) Tillaga að fjárhagsramma 2020
    Sveitarstjóri kynnti tillögu að fjárhagsramma ársins 2020 og helstu forsendur.

    b) Tillaga að forsendum með fjárhagsáætlun
    Sveitarstjóri kynnti tillögu Dalvíkurbyggðar að forsendum með fjárhagsáætlum 2020.

    c) Endurskoðun tímaramma vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2020-(2023).
    Sveitarstjóri kynnti stöðu vinnu við fjárhagsáætlun 2020-(2023).
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 918 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fjárhagsramma 2020 eins og hann liggur fyrir með breytingum sem gerðar voru á fundinum.

    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlagðar forsendur með fjárhagsáætlun með orðalagsbreytingu í 2.lið.

    c) Áður samþykktur tímarammi vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2020-(2023) stendur óbreyttur.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tóku:
    Katrín Sigurjónsdóttir sem leggur fram eftirfarandi tillögu:

    Sveitarstjórn samþykkir að hvetja fagráð og stjórnendur til að vinna með tillögur vinnuhópa byggðaráðs til hliðsjónar bæði við fjárhagsáætlunarvinnu og starfsáætlanir 2020.

    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

    Fleiri tóku ekki til máls

    a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma 2020.

    b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að forsendum Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2020.

    c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um tímaramma fjárhagsáætlunar.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að hvetja fagráð og stjórnendur til að vinna með tillögur vinnuhópa byggðaráðs til hliðsjónar bæði við fjárhagsáætlunarvinnu og starfsáætlanir 2020.
  • Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett 10. september 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 2.040.504 við deild 2290, skólaskrifstofa, vegna grunnskólagöngu nemenda fyrir utan lögheimilissveitarfélag. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé þar sem ekki sé svigrúm innan málaflokksins. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 918 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 23/2019 við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 2.040.504 við deild 2290, skólaskrifstofa, vegna grunnskólagöngu nemenda fyrir utan lögheimilissveitarfélag og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Er sér liður á dagskrá.
  • Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 10. september 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 1.000.000 við deild 74200 vegna niðursetningar rotþróa samkvæmt innkomnum umsóknum. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 918 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka að upphæð kr. 1.000.000 við deild 74200 vegna niðursetningar rotþróa, viðauki nr. 24/2019. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Er sér liður á dagskrá.
  • Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 10. september 2019, þar sem óskað er eftir launaviðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 1.908.192 við deildir 43210, 47310 og 73100 vegna leiðréttingar á launum starfsmanna veitna. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 918 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum launaviðauka að upphæð kr. 1.908.192 við deildir 43210, 47310 og 73100 vegna leiðréttingar á launum starfsmanna veitna, viðauki nr. 25/2019. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Er sér liður á dagskrá.
  • Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett 10. september 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 27.500.000 við deild 41010, almenn hafnargjöld, vegna lækkunar tekna Hafnasjóðs Dalvíkur en töluverð umskipti hafa verið á lönduðum afla á þessu ári og nemur það um 40% af lönduðum afla á sama tíma og í fyrra. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé Hafnasjóðs Dalvíkur. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 918 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 26/2019 við deild 41010, að fjárhæð kr. 27.500.000 vegna lækkunar tekna Hafnasjóðs Dalvíkur. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé Hafnasjóðs Dalvíkur. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Er sér liður á dagskrá.
  • Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett 9. september 2019, samantekt vegna tilboðs í fornleifaskráningu. Samkvæmt nýjum reglum um fornminjaskráningu þarf mun ítarlegri skráningu en þá sem til er fyrir bæði deiliskipulag Fólkvangsins og eins sumarbústaðabyggðina að Hamri. Óskað er eftir því að kostnaður vegna þessarar vinnu verði færður á lykla 09230, deiliskipulag og 09240, aðalskipulag þar sem vinna við fyrrgreind skipulög strandar á fornminjaskráningunni. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 918 Byggðaráð frestar afgreiðslu og óskar eftir því að sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs komi á næsta fund ráðsins til að fara yfir málið. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 2.7 201901070 Skipulagsbreytingar
    Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, ósk um viðauka vegna stofnunar eigna- og framkvæmdadeildar.

    a) Óskað er eftir launaviðauka, deild 09510, eigna- og framkvæmdadeild, að fjárhæð kr. 5.542.920 vegna tveggja nýrra starfa september - desember 2019, samkvæmt framlögðum útreikningi frá launafulltrúa. Óskað er eftir því að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

    b) Óskað er eftir viðauka við deild 09510, eigna- og framkvæmdadeild, að fjárhæð kr. 1.911.119, vegna standsetningar skrifstofuaðstöðu í áhaldahúsi, búnaðar og tækja. Viðaukabeiðnin skiptist á lykla þannig: Lykill 2810, búnaður, kr. 1.661.119 og lykill 4610, viðhald fasteignar, kr. 250.000. Óskað er eftir því að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 918 a) Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum viðauka nr. 27/2019, launaviðauka, deild 09510, eigna- og framkvæmdadeild, að fjárhæð kr. 5.542.920 vegna tveggja nýrra starfa september - desember 2019, samkvæmt framlögðum útreikningi frá launafulltrúa og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Guðmundur St. Jónsson situr hjá.

    b) Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum viðauka við deild 09510, eigna- og framkvæmdadeild, að fjárhæð kr. 1.911.119, vegna standsetningar skrifstofuaðstöðu í áhaldahúsi, búnaðar og tækja. Viðaukabeiðnin skiptist á lykla þannig: Lykill 2810, búnaður, kr. 1.661.119 og lykill 4610, viðhald fasteignar, kr. 250.000. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Guðmundur St. Jónsson situr hjá.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Er sér liður á dagskrá.
  • Tekið fyrir erindi frá Lilju Guðnadóttur, dagsett 29. júlí 2019, ósk um breytingu á gangstétt við Skógarhóla 22. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 918 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020-2023. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Ferðafélagi Svarfdæla, dagsett 30. júní 2019, ósk um að Dalvíkurbyggð gangi í það mál að gerðar verði viðunandi lagfæringar á gamla veginum út í Múla. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 918 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020-2023. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 2.10 201908044 Trúnaðarmál
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 918 Bókað í trúnaðarmálabók. Bókun fundar Bókað í trúnaðarmálabók.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dagsettur 5. september 2019 þar sem vakin er athygli á því að tvö ný fylgiskjöl hafa bæst við tillögu til þingsályktunar um stefnu í málefnum sveitarfélaga í samráðsgátt Stjórnarráðsins.
    Annas vegar er um að ræða umsögn Byggðastofnunar um tillöguna og hins vegar lögfræðilegt álit á stjórnskipunarlegum atriðum hennar.
    Þá er vakin athygli á að í samráðsgáttinni eru framkomnar tillögur og fylgiskjöl til umsagnar er varða reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 918 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til kynningar fundargerð 2. fundar stjórnar Ráðhúss Dalvíkur 2019 frá 4. september 2019. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 918 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til kynningar fundargerð 873. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. ágúst 2019. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 918 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

3.Atvinnumála- og kynningarráð - 46, frá 04.09.2019.

Málsnúmer 1908010FVakta málsnúmer

Enginn tók til máls um fundargerðina. Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og því eru allir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.
  • Farið yfir aðgerðaráætlun í tengslum við atvinnustefnuna Atvinnumála- og kynningarráð - 46. fundur Þjónustu- og upplýsingafulltrúa falið að byrja vinnu við nýja atvinnulífskönnun og könnun um ímynd Dalvíkurbyggðar og leggja uppkast fyrir ráðið á næsta fundi.

    Þjónustu- og upplýsingafulltrúa einnig falið að funda með Símey varðandi lið 5.1.2 í stefnunni - sérhæfð menntun fyrir starfsemina.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Stefnt hafði verið á samráðsfund með ferðaþjónustuaðilum á fundi ráðsins í september. Þar sem álagstímabil hjá ferðaþjónustuaðilum er enn í gangi er lagt til að sá fundur frestist fram í október. Atvinnumála- og kynningarráð - 46. fundur Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að boða ferðaþjónustuaðila á fund ráðsins í október og að fundarboð verði sent út fljótlega. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 3.3 201905025 Samráðsfundur 2019
    Í bókun frá 85. fundi veitu- og hafnaráðs óskar ráðið eftir því að haldinn verði sameiginlegur fundur með atvinnumála- og kynningarráði þar sem tekið yrði til athugunar hvort vinna eigi að móttöku skemmtiferðaskipa í Dalvíkurbyggð. Atvinnumála- og kynningarráð - 46. fundur Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að á októberfundi ráðsins verði fundað með veitu- og hafnarráði kl. 10 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Athugasemdir Markaðsstofu Norðurlands við Grænbók um flugstefnu fyrir Ísland, lagðar fram til kynningar Atvinnumála- og kynningarráð - 46. fundur Atvinnumála- og kynningarráð tekur undir umsögn byggðaráðs vegna Grænbókar um flugstefnu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Þjónustu- og upplýsingafulltrúi fer yfir starfsáætlun sína fyrir árið 2019 og áætlun næsta árs. Sveitarstjóri fer yfir fjárhagsáætlun málaflokks 21-50, sem viðkemur starfi þjónustu- og upplýsingafulltrúa og málaflokks 13-10 og 13-41 undir atvinnumál. Atvinnumála- og kynningarráð - 46. fundur Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gögn frá Fiskistofu varðandi nýtt fiskveiðiár 2019/2020 lögð fram til kynningar Atvinnumála- og kynningarráð - 46. fundur Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar nr. 233-237 kynntar. Atvinnumála- og kynningarráð - 46. fundur Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Fundargerðir stjórnar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga nr. 51 - 53 kynntar. Atvinnumála- og kynningarráð - 46. fundur Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

4.Félagsmálaráð - 232, frá 10.09.2019

Málsnúmer 1909003FVakta málsnúmer

Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu. Eru því allir liðir lagðir fram til kynningar.
  • 4.1 201908024 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál- 201908024

    Bókað í trúnaðarmálabók
    Félagsmálaráð - 232
  • 4.2 201909053 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 20190953

    Bókað í trúnaðarmálabók
    Félagsmálaráð - 232
  • 4.3 201909052 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201909052

    Bókað í trúnaðarmálabók
    Félagsmálaráð - 232
  • Lagt var fram til kynningar stöðumat á fjárhagsstöðu félagsmálasviðs fyrir tímabilið janúar-júlí 2019. Félagsmálaráð - 232 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 4.5 201908017 Fjárhagsáætlun 2020
    Lagt var fram til kynningar tímarammi fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020. Félagsmálaráð - 232 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi sent í rafpósti dags. 21.júní 2019 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem samþykkt voru á Alþingi lög um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr.90/2018 á málefnasviði félags- og barnamálaráðherra. Bent er sérstaklega á að þar á meðal voru samþykktar breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og lögum um Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, nr.83/2003. Félagsmálaráð - 232 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur dags. 20 júní 2019 frá Klaudiu Beatu Wróbel fjölmenningarfulltrúa í Vestmannaeyjum þar sem hún áformar að boða til fundar vegna málefna erlendra íbúa í sveitarfélögum landsins. Félagsmálaráð - 232 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindisbréf félagsmálasviðs. Félagsmálaráð - 232 Félagsmálaráð fór yfir og gerði athugasemdir við erindisbréfið og felur sviðsstjóra að gera viðeigandi breytingar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagt fram til kynningar rafpóstur frá Rannveigu Einarsdóttur sviðstjóra fjölskylduþjónustu Hafnafjarðar dags. 20.maí 2019 þar sem hún sendir til upplýsinga bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dagsett 9.maí 2019 þar sem erindið er skilyrði um lágmarkslengd búsetu í sveitarfélagi til að öðlast rétt til félagsþjónustu. Félagsmálaráð - 232 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur dags. 25.júní 2019 frá NPA miðstöðinni, sem sér um umsýslu NPA samninga. Þar kemur fram krafa um hækkun á framlagi NPA samninga vegna hækkunar á launatöxtum vegna nýs kjarasamnings og kröfu um hækkun á framlagi sveitarfélaga til NPA samninga til samræmis við kjarasamningshækkunina. Félagsmálaráð - 232 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur dags. 5.júlí 2019 frá NPA miðstöðinni, sem er í samstarfi við Dalvíkurbyggð vegna umsýslu NPA samninga, um ársreikninga og skýrslu stjórnar fyrir árið 2018. Félagsmálaráð - 232 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur dags. 31.júlí 2019 frá Tryggva Þórhallssyni, Maríu Ingibjörgu Kristjánsdóttur og Guðjóni Bragasyni lögfræðingum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar kemur fram að Sambandið hefur unnið að því í samstarfi við félagmálaráðuneytið og viðhöfðu samráði við samtök fatlaðs fólks að taka saman leiðbeiningar um þá innleiðingu sem nú stendur yfir á notendastýrði persónulegri aðstoð við fatlað fólk (NPA). Félagsmálaráð - 232 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 4.13 201909033 Velferðartæknidagur
    Tekinn fyrir rafpóstur dags. 16. ágúst 2019 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi velferðartæknidag. Norræna velferðarmiðstöðin verður með vinnustofu í Velferðartækni með áherslu á fjarþjónustu þann 20. september nk á Grand Hótel frá 9-15. Sérfræðingar frá Svíþjóð og Noregi munu kynna verkefni sem þau hafa innleitt með sérstakri áherslu á að koma á fjarþjónustu í dreifbýlum sveitarfélaga. Félagsmálaráð - 232 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur dags. 2. september 2019 frá Jafnréttisráði þar sem ráðið óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Jafnréttisráðs fyrir árið 2019. Félagsmálaráð - 232 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagt var fram til kynningar skjal yfir tekjur frá Jöfnunarsjóði vegna málefna fatlaðra fyrir árið 2019. Félagsmálaráð - 232 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagðar fram til kynningar og umræðu nýjustu teikningar af þjónustuíbúðunum í Lokastíg 3-17. Félagsmálaráð - 232 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

5.Fræðsluráð - 240

Málsnúmer 1908005FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
6. liður.
Enginn tók til máls og annað í fundargerð fræðsluráðs þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.
  • Bréf frá fyrirtækinu - Gloppa s.f. Bréf dags. 07. júlí 2019 Fræðsluráð - 240 Tekið fyrir bréf frá fyrirtækinu - Gloppu s.f.
    Lagt fram til kynningar og umræðu.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Stjórnendur skóla fóru yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir janúar - júní 2019 hjá sinni stofnun. Fræðsluráð - 240 Fræðsluráð þakkar stjórnendum fyrir yfirferð á sex mánaða fjárhagsstöðumati leik - og grunnskóla. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs lagði fram fjárhagslegt stöðumat á málaflokk 04, janúar til og með júlí. Fræðsluráð - 240 Lagt fram til kynningar og umræðu Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fór yfir þær mannabreytingar sem áttu sér stað í sumar. Fræðsluráð - 240 Lagt fram til kynningar og umræðu Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs lagði fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Bréf dags. 19. júní 2019. Fræðsluráð - 240 Lagt fram til kynningar

    Friðrik Arnarson, Guðrún H. Jóhannsdóttir, Bjarni Jóhann Valdimarsson og Bjarney Anna Sigfúsdóttir yfirgáfu fundinn kl. 09:15.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Formaður fræðsluráðs leggur til að skólastefna Dalvíkurbyggðar verði tekin til endurskoðunar á næsta fjárhagsári. Fræðsluráð - 240 Fræðsluráð leggur til að skólastefna Dalvíkurbyggðar verði endurskoðuð á næsta fjárhagsári.

    Á þriggja til sex ára fresti er mikilvægt að gera ráð fyrir ítarlegri endurskoðun á stefnunni þar sem hagsmunaaðilar eru kallaðir til og stefnan sjálf og meginmarkmið hennar eru tekin til skoðunar. Það er ekki endilega í þeim tilgangi að kúvenda stefnunni og byrja upp á nýtt, heldur til að gæta þess að hún sé í takt við þær breytingar sem hafa átt sér stað í samfélaginu og að hún endurspegli breyttar áherslur og væntingar hagsmunaaðila.

    https://www.samband.is/media/stefnumotun-i-skolamalum/Skolastefna-stora.pdf
    Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu fræðsluráðs Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu fræðsluráðs um endurskoðun skólastefnu Dalvíkurbyggðar.
  • Endurskoðun á starfsáætlun fræðsluráðs. Fræðsluráð - 240 Fræðsluráð fór yfir starfsáætlun fræðsluráðs fyrir skólaárið 2019 - 2020 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 5.8 201908045 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201908045.
    Bókað í trúnaðarmálabók.
    Fræðsluráð - 240

6.Íþrótta- og æskulýðsráð - 112, frá 03.09.2019.

Málsnúmer 1908009FVakta málsnúmer

Enginn tók til máls. Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og því allir liðir lagðir fram til kynningar.
  • Til kynningar ný stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum. Íþrótta- og æskulýðsráð - 112 Ráðið fór yfir stefnuna. Samþykkt að senda skjalið til allra íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 23. apríl 2019, þar sem kynnt er frumkvæðisathugun ráðuneytisins frá því í janúar 2018 á grundvelli XI. kafla sveitarstjórnarlaga á því hvort og þá hvernig staðið hefði verið að breytingum á fjárhagsáætlunum þeirra sveitarfélaga þar sem misræmi á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár nam 5% eða meira. Það voru 26 sveitarfélög og var óskað eftir upplýsingum og skýringum frá hverju þeirra. Athugun ráðuneytisins hefur leitt i ljós að á umræddu ári var töluverður misbrestur á því að leitað væri heimildar sveitarstjórnar fyrir auknum útgjöldum og fjárfestingum áður en til þeirra var stofnað. Þessar niðurstöður leiða í ljós að framkvæmd fjárhagsáætlunar ársins 2016 var ekki í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga hjá a.m.k. þriðjungi sveitarfélaga landsins. Þeim sveitarfélögum sem tekin voru til skoðunar hefur þegar verið tilkynnt um niðurstöður athugarinnar. Ráðuneytið telur á hinn bóginn einnig mikilvægt að kynna öðrum sveitarfélögum þessa niðurstöðu og hvetja þau til að gæta þess að fjármálastjórn sé ávallt í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga og reglugerðar um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015. Að síðustu skal það upplýst að ráðuneytið hyggst haustið 2020 gera að nýju könnun á framkvæmd sveitarfélaga að þessu leyti, nú vegna fjárhagsáætlana og ársreikninga 2019. Íþrótta- og æskulýðsráð - 112 Til umræðu ofangreint. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Telma Björg Þórarinsdóttir hefur sagt starfi sínu lausu við íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar. Íþrótta- og æskulýðsráð - 112 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir starfsmannahaldi. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Óskað hefur verið eftir því að Dalvíkurbyggð veiti aðila sem er ekki með starfsemi í Dalvíkurbyggð aðgang að ÆskuRækt / frístundagátt Dalvíkurbyggðar. Þetta þýðir að viðkomandi aðili getur skráð inn námskeið og þá birtist viðkomandi námskeið með öllum þeim námskeiðum sem eru í boði í Dalvíkurbyggð. Reglur um hvatagreiðslur eru með þeim hætti að slík námskeið eru styrkhæf, ef þau eru ekki í boði í sveitarfélaginu. Þarna er eingöngu verið að fara fram á að fá aðgang að rafrænni leið til að fá styrkinn, í stað þess að skila inn kvittun til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa þegar slíkt gerist. Íþrótta- og æskulýðsráð - 112 Íþrótta- og æskulýðsráð hafnar erindinu.
    Aðgangur að frístundagátt sveitarfélagsins einskorðast við félög í Dalvíkurbyggð. Áfram verður hægt að fá styrk fyrir námskeiðum sem ekki eru í boði í Dalvíkurbyggð með framvísun kvittunar til íþrótta- og æskuýðsfulltrúa.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 6.5 201906041 Fjárhagsáætlun 2020
    Íþrótta- og æskulýðsráð - 112 Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir áherslur við gerð starfs-og fjárhagsáætlunar. Rætt var um forgangsröðun verkefna. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 112 Farið var yfir stöðu á samningamálum við íþróttafélögin. Alla samninga þarf að endurnýja um áramót. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 112 Farið var yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir janúar - júní 2019. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

7.Umhverfisráð - 326, frá 02.09.2019

Málsnúmer 1908007FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður,
2. liður,
3. liður.

Enginn tók til máls. Þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru lagðir fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 14. ágúst 2019 óskar Elvar Reykjalín eftir langtíma leigusamningi fyrir tjaldsvæði á Hauganesi samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 326 Umhverfisráð getur ekki orðið við þessari beiðni þar sem vinnu við deiliskipulag Hauganess er ekki lokið.
    Ráðið ákveður hins vegar að framlengja áður útgefið bráðabirgðaleyfi þar til deiliskipulag tekur gildi.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 26. ágúst 2019 óskar Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverks ehf. eftir framlengingu á lóðarúthlutun við Hringtún 13-15, Dalvík. Umhverfisráð - 326 Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðna framlengingu en felur sviðsstjóra jafnframt að óska eftir nánari rökum fyrir umsókninni.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 25. ágúst 2019 óska þau Sigurður Ingvi Rögnvaldsson og Heiða Magnúsdóttir eftir lóðinni við Hringtún 24, Dalvík. Umhverfisráð - 326 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að ganga frá lóðarúthlutun.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Til umræðu innsent erindi frá íbúasamtökunum á Árskógssandi.
    Undir þessum lið kom inn á fundinn Pétur Sigurðsson, fulltrúi frá íbúasamtökunum, kl. 14:06
    Umhverfisráð - 326 Pétur Sigurðsson vék af fundi kl. 14:59
    Ráðið þakkar Pétri fyrir gagnlegar umræður og vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2020-2023.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu tillögur að breytingu á úthlutunarreglum byggingarlóða í Dalvíkurbyggð Umhverfisráð - 326 Ráðið frestar afgreiðslu til næsta fundar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sviðsstjóri lagði fram og kynnti fjárhagslegt stöðumat janúar til júní 2019 fyrir málaflokka 08, 09, 10 og 11. Umhverfisráð - 326 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis - og tæknisviðs lagði fram fjárhagslegt stöðumat á málaflokka 08, 09, 10 og 11 frá janúar til og með júlí. Umhverfisráð - 326 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

8.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 87, frá 11.09.2019.

Málsnúmer 1909002FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
3. liður,
10. liður,
11. liður,
12. liður,
13. liður,
14. liður
Liðir 4, 8 og 9 eru sér liðir á dagskrá.
Fleiri tóku ekki til máls. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru lagðir fram til kynningar.
  • Fundargerð 414. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
    Miðvikudaginn 28.08.2019,kl.11:00 kom stjórn Hafnasambands Íslands saman til fundar í Hlaðbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík.

    Með fundargerðinni fylgdu til kynningar:
    - Samantekt af 1. fundi samstarfsnefndar Fiskistofu og Hafnasambands Íslands.

    - Leiðbeiningar fyrir stjórnendur farþegaskipa
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 87 Lögð fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með rafpósti, sem dagsettur er 15.04.2019, bárust eftirtaldar fundargerðir: 14. fundur Siglingaráðs frá 7. mars 2019, 15. fundur Siglingaráðs frá 10. apríl 2018, og 16. fundur Siglingaráðs frá 12. maí 2019.

    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 87 Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 8.3 201909009 Hafnafundur 2019
    Stjórn Hafnasambands Íslands boðar hér með til 9. hafnafundar, sem haldinn verður í Þorlákshöfn, föstudaginn 27. september nk.
    Dagskrá fundarins hefst um kl. 11:00 en gert er ráð fyrir að formlegum fundahöldum ljúki um kl. 16:00 sama dag og í framhaldi af því verður farin kynnisferð um Þorlákshöfn.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 87 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að eftirtaldir aðilar sæki fundinn: Valdimar Bragason, formaður, Þorsteinn Björnsson, sviðsstjóri og Rúnar Þór Ingvarsson, hafnarvörður. Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.
  • Það sem af er þessu ári hefur dregið verulega úr komum skipa sem landa hjá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar og er breytingin á milli ára í tonnum talið um 40%. Þetta hefur haft mikil áhrif á tekjur Hafnasjóðs. Því er gripið til þess ráðs að óska eftir viðauka til þess að leiðrétta stöðu hans. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 87 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagðan viðauka vegna minni tekna Hafnasjóðs. Bókun fundar Er sér liður á dagskrá.
  • Á þessum fundi eru teknar fyrir eftirtaldar fundargerðir:
    Verkfundur nr. 3 var haldinn 6.06.2019 og var sú fundargerð staðfest 21.05.2019.
    Verkfundur nr. 4 var haldinn 21.06.2019 og var sú fundargerð staðfest 04.07.2019.
    Verkfundur nr. 5 var haldinn 4.07.2019 og var sú fundargerð staðfest 18.07.2019.
    Verkfundur nr. 6 var haldinn 18.07.2019 og var sú fundargerð staðfest 16.08.2019.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 87 Lagðar fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 8.6 201909051 Stöðumat 2019
    Sviðsstjóri lagði fram 6 mánaða stöðumat veitu- og hafnasviðs, með skýringu, en skiladagur þess var 16.08.2019.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 87 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 8.7 201903096 Framkvæmdir 2019.
    Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda á veitu- og hafnasviði á yfirstandandi fjárhagsári. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 87 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Töluverðar fyrirspurnir hafa verið um hvernig niðursetningu á rotþróm er háttað og þá einnig spurt um þessa nýju tegund rotþróa sem ekki þurfa siturlögn. Til að bregðast við þessu óskar sviðsstjóri eftir viðauka vegna niðursetningar á einni þró auk breytingar á annarri.
    Um er að ræða ósk um hækkun á framlagi um kr. 1.000.000,-.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 87 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagðan viðauka. Bókun fundar Er sér liður á dagskrá.
  • Ákveðið misræmi hefur verið á launakostnaði vegna bakvakta og yfirvinnu, þó svo að við undirbúning launaáætlana hafa þessi mál verið skoðuð sérstaklega. Nú er svo komið að nauðsynlegt þótti að óska eftir viðauka vegna þessa misræmis. Yfirvinna hefur aukist vegna meiri aðkomu starfsmanna veitna að þeim verkefnum sem eru í gangi hverju sinni. Þetta aukna vinnuframlag starfsmanna skilar sér einnig í minni aðkeyptri þjónustu verktaka.
    Um er að ræða breytingu um kr. 1.900.000,-.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 87 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagðan viðauka. Bókun fundar Er sér liður á dagskrá.
  • Fyrir liggja upplýsingar frá byggðarráði er varða forsendur fjárhagsáætlunar 2020. Þar er m.a. vísað til kjarasamkomulags Sambands íslenskra sveitarfélaga þess efnis að almennar gjaldskráhækkanir fari ekki yfir 2,5% og að sjálfvirkar vísitöluhækkanir gjaldskáa verði felldar brott úr þeim. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 87 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi bókun. Með hliðsjón af framkvæmdaþörf og fjárhagsstöðu Hitaveitu Dalvíkur telur veitu- og hafnaráð ekki ástæðu til breytinga á gjaldskrá. Niðurstaða þessa fundar Vísað áfram Bókun fundar Til máls tók Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar með öðrum tillögum að gjaldskrám 2020.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Gunnþórs.
  • Fyrir liggja upplýsingar frá byggðarráði er varða forsendur fjárhagsáætlunar 2020. Þar er m.a. vísað til kjarasamkomulags Sambands íslenskra sveitarfélaga þess efnis að almennar gjaldskrárhækkanir fari ekki yfir 2,5% og að sjálfvirkar vísitöluhækkanir gjaldskáa verði felldar brott úr þeim. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 87 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi bókun. Með hliðsjón af framkvæmdaþörf og fjárhagsstöðu Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar telur veitu- og hafnaráð ekki ástæðu til breytinga á gjaldskrá. Niðurstaða þessa fundar Vísað áfram Bókun fundar Til máls tók Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar með öðrum tillögum að gjaldskrám 2020.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Gunnþórs.
  • Fyrir liggja upplýsingar frá byggðarráði er varða forsendur fjárhagsáætlunar 2020. Þar er m.a. vísað til kjarasamkomulags Sambands íslenskra sveitarfélaga þess efnis að almennar gjaldskráhækkanir fari ekki yfir 2,5% og að sjálfvirkar vísitöluhækkanir gjaldskáa verði felldar brott úr þeim. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 87 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar hækki um 2,5%. Niðurstaða þessa fundar Vísað áfram Bókun fundar Til máls tók Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar með öðrum tillögum að gjaldskrám 2020.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Gunnþórs.
  • Fyrir liggja upplýsingar frá byggðarráði er varða forsendur fjárhagsáætlunar 2020. Þar er m.a. vísað til kjarasamkomulags Sambands íslenskra sveitarfélaga þess efnis að almennar gjaldskráhækkanir fari ekki yfir 2,5% og að sjálfvirkar vísitöluhækkanir gjaldskáa verði felldar brott úr þeim. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 87 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi bókun. Með hliðsjón af framkvæmdaþörf og fjárhagsstöðu Fráveitu Dalvíkurbyggðar telur veitu- og hafnaráð ekki ástæðu til breytinga á gjaldskrá. Niðurstaða þessa fundar Vísað áfram Bókun fundar Til máls tók Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar með öðrum tillögum að gjaldskrám 2020.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Gunnþórs.
  • Fyrir liggja upplýsingar frá byggðarráði er varða forsendur fjárhagsáætlunar 2020. Þar er m.a. vísað til kjarasamkomulags Sambands íslenskra sveitarfélaga þess efnis að almennar gjaldskráhækkanir fari ekki yfir 2,5% og að sjálfvirkar vísitöluhækkanir gjaldskáa verði felldar brott úr þeim. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 87 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að gjaldskrá og reglur um útleigu verbúða hækki um 2,5%. Niðurstaða þessa fundar Vísað áfram Bókun fundar Til máls tók Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar með öðrum tillögum að gjaldskrám 2020.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Gunnþórs.

9.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 15, frá 06.09.2019.

Málsnúmer 1908008FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
8. liður
Enginn tók til máls. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru lagðir fram til kynningar.
  • Erindisbréf fyrir skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga lagt fram til kynningar og endurskoðunar. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 15 Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga fór yfir erindisbréf nefndarinnar. Sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar og deildastjóra fræðslu, frístunda og menningarmála í Fjallabyggð falið að uppfæra grein 2 í erindisbréfi í samræmi við grein 11 í samstarfssamningi milli sveitarfélaganna um rekstur TÁT. Endurskoðað erindisbréf skal lagt fyrir Byggðaráð Dalvíkurbyggðar og Bæjarráð Fjallabyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 23. apríl 2019 Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 15 Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 23. apríl 2019, þar sem kynnt er frumkvæðisathugun ráðuneytisins frá því í janúar 2018 á grundvelli XI. kafla sveitarstjórnarlaga á því hvort og þá hvernig staðið hefði verið að breytingum á fjárhagsáætlunum þeirra sveitarfélaga þar sem misræmi á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár nam 5% eða meira. Það voru 26 sveitarfélög og var óskað eftir upplýsingum og skýringum frá hverju þeirra. Athugun ráðuneytisins hefur leitt i ljós að á umræddu ári var töluverður misbrestur á því að leitað væri heimildar sveitarstjórnar fyrir auknum útgjöldum og fjárfestingum áður en til þeirra var stofnað. Þessar niðurstöður leiða í ljós að framkvæmd fjárhagsáætlunar ársins 2016 var ekki í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga hjá a.m.k. þriðjungi sveitarfélaga landsins. Þeim sveitarfélögum sem tekin voru til skoðunar hefur þegar verið tilkynnt um niðurstöður athugarinnar. Ráðuneytið telur á hinn bóginn einnig mikilvægt að kynna öðrum sveitarfélögum þessa niðurstöðu og hvetja þau til að gæta þess að fjármálastjórn sé ávallt í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga og reglugerðar um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015. Að síðustu skal það upplýst að ráðuneytið hyggst haustið 2020 gera að nýju könnun á framkvæmd sveitarfélaga að þessu leyti, nú vegna fjárhagsáætlana og ársreikninga 2019. Til umræðu ofangreint. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Stöðumat janúar - júní lagt fram til kynningar. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 15 Magnús Guðmundur Ólafsson fór yfir sex mánaða stöðumat fyrir Tónlistarskólann TÁT. Rekstur Tónlistarskólans á Tröllaskaga er í góðu horfi miðað við stöðuna fyrstu sex mánuði ársins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • 9.4 201806041 Innra mat skóla
    Innra mat Tónlistarskólans á Tröllaskaga lagt fram til kynningar. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 15 Magnús Guðmundur Ólafsson skólastjóri TÁT fór yfir helstu niðurstöður úr innra mati(sjálfsmat) Tónlistarskólans á Tröllaskaga 2018 - 2019. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Drög að starfsáætlun fyrir skólaárið 2019 - 2020 lögð fram til kynningar. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 15 Magnús Guðmundur Ólafsson fór yfir drög að starfsáætlun Tónlistarskólans á Tröllaskaga. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Niðurstöður úr starfsmannakönnun starfsmanna Tónlistarskólans á Tröllaskaga lagðar fram til kynningar. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 15 Magnús Guðmundur Ólafsson skólastjóri Tát fór yfir helstu niðurstöður úr starfsmannakönnun. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Starfsmannahald fyrir skólaárið 2019 - 2020. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 15 Magnús Guðmundur Ólafssson skólastjóri fór yfir starfsmannamál næsta skólaárs. Tim Knappett hefur sagt starfi sínu lausu við Tát og þökkum við honum fyrir vel unnin störf. Ingvi Rafn Ingvason hefur verið ráðinn til starfa við skólann. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Skóladagatal Tónlistarskólans á Tröllaskaga fyrir skólaárið 2019 - 2020 lagt fram til kynningar. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 15 Skóladagatal Tát er lagt fram til samþykktar eftir smávægilegar breytingar. Skóladagatal er unnið í samræmi við skóladagatöl leik - og grunnskóla. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum skóladagatal TÁT fyrir skólaárið 2019-2020.

10.Frá 917. fundi byggðaráðs þann 05.09.2019; Ósk um viðauka vegna tímabundinnar ráðningar á tæknideild.

Málsnúmer 201909022Vakta málsnúmer

Á 917. fundi byggðaráðs þann 5. september 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 25. júní 2019, þar sem óskað er eftir launaviðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 1.214.577 við deild 9210, tæknideild, vegna skipulagsbreytinga. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé þar sem metið er að ekki sé svigrúm innan málaflokksins.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni, vegna fjárhagsáætlunar 2019, um launaviðauka við deild 9210 að upphæð kr. 1.214.577, skv. framlögðum útreikningi frá launafulltrúa, viðauki nr. 22/2019."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan launaviðauka nr. 22/2019.

11.Frá 918. fundi byggðaráðs þann 12.09.2019; Ósk um viðauka vegna skólagöngu nemenda utan lögheimilissveitarfélags.

Málsnúmer 201909056Vakta málsnúmer

Á 918. fundi byggðaráðs þann 12. september 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett 10. september 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 2.040.504 við deild 2290, skólaskrifstofa, vegna grunnskólagöngu nemenda fyrir utan lögheimilissveitarfélag. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé þar sem ekki sé svigrúm innan málaflokksins.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 23/2019 við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 2.040.504 við deild 2290, skólaskrifstofa, vegna grunnskólagöngu nemenda fyrir utan lögheimilissveitarfélag og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé."

Til máls tóku:
Guðmundur Stefán Jónsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Katrín Sigurjónsdóttir
Þórhalla Karlsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 23/2019.

12.Frá 918. fundi byggðaráðs þann 12.09.2019; Viðauki vegna niðursetningar á rotþróm 2019

Málsnúmer 201909047Vakta málsnúmer

Á 918. fundi byggðaráðs þann 12. september 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 10. september 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 1.000.000 við deild 74200 vegna niðursetningar rotþróa samkvæmt innkomnum umsóknum. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka að upphæð kr. 1.000.000 við deild 74200 vegna niðursetningar rotþróa, viðauki nr. 24/2019. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé."

Til máls tók:
Guðmundur Stefán Jónsson
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 24/2019.

13.Frá 918. fundi byggðaráðs þann 12.09.2019; Viðauki vegna leiðréttingu launa starfsmanna veitna

Málsnúmer 201909049Vakta málsnúmer

Á 918. fundi byggðaráðs þann 12. september 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 10. september 2019, þar sem óskað er eftir launaviðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 1.908.192 við deildir 43210, 47310 og 73100 vegna leiðréttingar á launum starfsmanna veitna. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum launaviðauka að upphæð kr. 1.908.192 við deildir 43210, 47310 og 73100 vegna leiðréttingar á launum starfsmanna veitna, viðauki nr. 25/2019. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 25/2019.

14.Frá 918. fundi byggðaráðs þann 12.09.2019; Viðauki vegna breytingar á tekjum Hafnasjóðs 2019

Málsnúmer 201909048Vakta málsnúmer

Á 918. fundi byggðaráðs þann 12. september 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett 10. september 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 27.500.000 við deild 41010, almenn hafnargjöld, vegna lækkunar tekna Hafnasjóðs Dalvíkur en töluverð umskipti hafa verið á lönduðum afla á þessu ári og nemur það um 40% af lönduðum afla á sama tíma og í fyrra. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé Hafnasjóðs Dalvíkur.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 26/2019 við deild 41010, að fjárhæð kr. 27.500.000 vegna lækkunar tekna Hafnasjóðs Dalvíkur. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé Hafnasjóðs Dalvíkur."

Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson
Katrín Sigurjónsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 26/2019.

15.Frá 918. fundi byggðaráðs þann 12.09.2019; Skipulagsbreytingar

Málsnúmer 201901070Vakta málsnúmer

Á 918. fundi byggðaráðs þann 12. september 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, ósk um viðauka vegna stofnunar eigna- og framkvæmdadeildar.
a) Óskað er eftir launaviðauka, deild 09510, eigna- og framkvæmdadeild, að fjárhæð kr. 5.542.920 vegna tveggja nýrra starfa september - desember 2019, samkvæmt framlögðum útreikningi frá launafulltrúa. Óskað er eftir því að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum viðauka nr. 27/2019, launaviðauka, deild 09510, eigna- og framkvæmdadeild, að fjárhæð kr. 5.542.920 vegna tveggja nýrra starfa september - desember 2019, samkvæmt framlögðum útreikningi frá launafulltrúa og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Guðmundur St. Jónsson situr hjá.

b) Óskað er eftir viðauka við deild 09510, eigna- og framkvæmdadeild, að fjárhæð kr. 1.911.119, vegna standsetningar skrifstofuaðstöðu í áhaldahúsi, búnaðar og tækja. Viðaukabeiðnin skiptist á lykla þannig: Lykill 2810, búnaður, kr. 1.661.119 og lykill 4610, viðhald fasteignar, kr. 250.000. Óskað er eftir því að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum viðauka nr. 28/2019 við deild 09510, eigna- og framkvæmdadeild, að fjárhæð kr. 1.911.119, vegna standsetningar skrifstofuaðstöðu í áhaldahúsi, búnaðar og tækja. Viðaukabeiðnin skiptist á lykla þannig: Lykill 2810, búnaður, kr. 1.661.119 og lykill 4610, viðhald fasteignar, kr. 250.000. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Guðmundur St. Jónsson situr hjá."

Enginn tók til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs vegna launaviðauka við eigna- og framkvæmdadeild.

Guðmundur St. Jónsson og Dagbjört Sigurpálsdóttir sitja hjá.

b) Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs vegna búnaðarviðauka við eigna- og framkvæmdadeild.

Guðmundur St. Jónsson og Dagbjört Sigurpálsdóttir sitja hjá.

16.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 39, frá 10.09.2019. Til kynningar

Málsnúmer 1909005FVakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

17.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 916, frá 29.08.2019. Til kynningar.

Málsnúmer 1908006FVakta málsnúmer

Fundargerð byggðaráðs Dalvíkurbyggðar - 916, frá 29.08.2019 lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

18.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 915, frá 22.08.2019. Til kynningar.

Málsnúmer 1908004FVakta málsnúmer

Fundargerð byggðaráðs Dalvíkurbyggðar - 915, frá 22.08.2019 lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

19.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 914, frá 15.08.2019. Til kynningar.

Málsnúmer 1908003FVakta málsnúmer

Fundargerð byggðaráðs Dalvíkurbyggðar - 914, frá 15.08.2019 lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

20.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 913, frá 25.07.2019. Til kynningar.

Málsnúmer 1907003FVakta málsnúmer

Fundargerð byggðaráðs Dalvíkurbyggðar - 913, frá 25.07.2019 lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

21.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 912, frá 11.07.2019. Til kynningar.

Málsnúmer 1907001FVakta málsnúmer

Fundargerð byggðaráðs Dalvíkurbyggðar - 912, frá 11.07.2019 lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

22.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 911, frá 27.06.2019. Til kynningar.

Málsnúmer 1906010FVakta málsnúmer

Fundargerð byggðaráðs Dalvíkurbyggðar - 911, frá 27.06.2019 lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

23.Sveitarstjórn - 315, frá 18.06.2019. Til kynningar.

Málsnúmer 1906008FVakta málsnúmer

Fundargerð sveitarstjórnar nr. 315, frá 18.06.2019 lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

Fundi slitið.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir Sviðsstjóri félagsmálasviðs.