Íþrótta- og æskulýðsráð

112. fundur 03. september 2019 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Jónína Guðrún Jónsdóttir aðalmaður
  • Marinó Þorsteinsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Magni Óskarsson boðaði forföll. Marinó Þorsteinsson mætti í hans stað.

1.Stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum

Málsnúmer 201905012Vakta málsnúmer

Til kynningar ný stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum.
Ráðið fór yfir stefnuna. Samþykkt að senda skjalið til allra íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð til kynningar.

2.Breytingar á reglum um fjármál sveitarfélaga við gildistöku núverandi sveitarstjórnarlaga

Málsnúmer 201904116Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 23. apríl 2019, þar sem kynnt er frumkvæðisathugun ráðuneytisins frá því í janúar 2018 á grundvelli XI. kafla sveitarstjórnarlaga á því hvort og þá hvernig staðið hefði verið að breytingum á fjárhagsáætlunum þeirra sveitarfélaga þar sem misræmi á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár nam 5% eða meira. Það voru 26 sveitarfélög og var óskað eftir upplýsingum og skýringum frá hverju þeirra. Athugun ráðuneytisins hefur leitt i ljós að á umræddu ári var töluverður misbrestur á því að leitað væri heimildar sveitarstjórnar fyrir auknum útgjöldum og fjárfestingum áður en til þeirra var stofnað. Þessar niðurstöður leiða í ljós að framkvæmd fjárhagsáætlunar ársins 2016 var ekki í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga hjá a.m.k. þriðjungi sveitarfélaga landsins. Þeim sveitarfélögum sem tekin voru til skoðunar hefur þegar verið tilkynnt um niðurstöður athugarinnar. Ráðuneytið telur á hinn bóginn einnig mikilvægt að kynna öðrum sveitarfélögum þessa niðurstöðu og hvetja þau til að gæta þess að fjármálastjórn sé ávallt í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga og reglugerðar um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015. Að síðustu skal það upplýst að ráðuneytið hyggst haustið 2020 gera að nýju könnun á framkvæmd sveitarfélaga að þessu leyti, nú vegna fjárhagsáætlana og ársreikninga 2019.
Til umræðu ofangreint.

3.Uppsögn á starfi við íþróttamiðstöð

Málsnúmer 201907020Vakta málsnúmer

Telma Björg Þórarinsdóttir hefur sagt starfi sínu lausu við íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir starfsmannahaldi.

4.Aðgangur að ÆskuRækt / frístundagátt Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201908068Vakta málsnúmer

Óskað hefur verið eftir því að Dalvíkurbyggð veiti aðila sem er ekki með starfsemi í Dalvíkurbyggð aðgang að ÆskuRækt / frístundagátt Dalvíkurbyggðar. Þetta þýðir að viðkomandi aðili getur skráð inn námskeið og þá birtist viðkomandi námskeið með öllum þeim námskeiðum sem eru í boði í Dalvíkurbyggð. Reglur um hvatagreiðslur eru með þeim hætti að slík námskeið eru styrkhæf, ef þau eru ekki í boði í sveitarfélaginu. Þarna er eingöngu verið að fara fram á að fá aðgang að rafrænni leið til að fá styrkinn, í stað þess að skila inn kvittun til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa þegar slíkt gerist.
Íþrótta- og æskulýðsráð hafnar erindinu.
Aðgangur að frístundagátt sveitarfélagsins einskorðast við félög í Dalvíkurbyggð. Áfram verður hægt að fá styrk fyrir námskeiðum sem ekki eru í boði í Dalvíkurbyggð með framvísun kvittunar til íþrótta- og æskuýðsfulltrúa.

5.Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 201906041Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir áherslur við gerð starfs-og fjárhagsáætlunar. Rætt var um forgangsröðun verkefna.

6.Samningar við íþróttafélög 2020-2023

Málsnúmer 201901024Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu á samningamálum við íþróttafélögin. Alla samninga þarf að endurnýja um áramót.

7.Stöðumat janúar - júní 2019

Málsnúmer 201907059Vakta málsnúmer

Farið var yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir janúar - júní 2019.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Jónína Guðrún Jónsdóttir aðalmaður
  • Marinó Þorsteinsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi