Veitu- og hafnaráð

87. fundur 11. september 2019 kl. 08:00 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Valdimar Bragason formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
 • Kristján Hjartarson Aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
 • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá

1.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2019

Málsnúmer 201901088Vakta málsnúmer

Fundargerð 414. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
Miðvikudaginn 28.08.2019,kl.11:00 kom stjórn Hafnasambands Íslands saman til fundar í Hlaðbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík.

Með fundargerðinni fylgdu til kynningar:
- Samantekt af 1. fundi samstarfsnefndar Fiskistofu og Hafnasambands Íslands.

- Leiðbeiningar fyrir stjórnendur farþegaskipa
Lögð fram til kynningar

2.Fundargerðir Siglingaráðs

Málsnúmer 201905033Vakta málsnúmer

Með rafpósti, sem dagsettur er 15.04.2019, bárust eftirtaldar fundargerðir: 14. fundur Siglingaráðs frá 7. mars 2019, 15. fundur Siglingaráðs frá 10. apríl 2018, og 16. fundur Siglingaráðs frá 12. maí 2019.

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

3.Hafnafundur 2019

Málsnúmer 201909009Vakta málsnúmer

Stjórn Hafnasambands Íslands boðar hér með til 9. hafnafundar, sem haldinn verður í Þorlákshöfn, föstudaginn 27. september nk.
Dagskrá fundarins hefst um kl. 11:00 en gert er ráð fyrir að formlegum fundahöldum ljúki um kl. 16:00 sama dag og í framhaldi af því verður farin kynnisferð um Þorlákshöfn.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að eftirtaldir aðilar sæki fundinn: Valdimar Bragason, formaður, Þorsteinn Björnsson, sviðsstjóri og Rúnar Þór Ingvarsson, hafnarvörður.

4.Viðauki vegna breytingar á tekjum Hafnasjóðs 2019

Málsnúmer 201909048Vakta málsnúmer

Það sem af er þessu ári hefur dregið verulega úr komum skipa sem landa hjá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar og er breytingin á milli ára í tonnum talið um 40%. Þetta hefur haft mikil áhrif á tekjur Hafnasjóðs. Því er gripið til þess ráðs að óska eftir viðauka til þess að leiðrétta stöðu hans.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagðan viðauka vegna minni tekna Hafnasjóðs.

5.Austurgarður, þekja og rafmagnsmál.

Málsnúmer 201903011Vakta málsnúmer

Á þessum fundi eru teknar fyrir eftirtaldar fundargerðir:
Verkfundur nr. 3 var haldinn 6.06.2019 og var sú fundargerð staðfest 21.05.2019.
Verkfundur nr. 4 var haldinn 21.06.2019 og var sú fundargerð staðfest 04.07.2019.
Verkfundur nr. 5 var haldinn 4.07.2019 og var sú fundargerð staðfest 18.07.2019.
Verkfundur nr. 6 var haldinn 18.07.2019 og var sú fundargerð staðfest 16.08.2019.
Lagðar fram til kynningar.

6.Stöðumat 2019

Málsnúmer 201909051Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri lagði fram 6 mánaða stöðumat veitu- og hafnasviðs, með skýringu, en skiladagur þess var 16.08.2019.
Lagt fram til kynningar.

7.Framkvæmdir 2019.

Málsnúmer 201903096Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda á veitu- og hafnasviði á yfirstandandi fjárhagsári.
Lagt fram til kynningar.

8.Viðauki vegna niðursetningar á rotþróm 2019

Málsnúmer 201909047Vakta málsnúmer

Töluverðar fyrirspurnir hafa verið um hvernig niðursetningu á rotþróm er háttað og þá einnig spurt um þessa nýju tegund rotþróa sem ekki þurfa siturlögn. Til að bregðast við þessu óskar sviðsstjóri eftir viðauka vegna niðursetningar á einni þró auk breytingar á annarri.
Um er að ræða ósk um hækkun á framlagi um kr. 1.000.000,-.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagðan viðauka.

9.Viðauki vegna leiðréttingar launa starfsmanna veitna

Málsnúmer 201909049Vakta málsnúmer

Ákveðið misræmi hefur verið á launakostnaði vegna bakvakta og yfirvinnu, þó svo að við undirbúning launaáætlana hafa þessi mál verið skoðuð sérstaklega. Nú er svo komið að nauðsynlegt þótti að óska eftir viðauka vegna þessa misræmis. Yfirvinna hefur aukist vegna meiri aðkomu starfsmanna veitna að þeim verkefnum sem eru í gangi hverju sinni. Þetta aukna vinnuframlag starfsmanna skilar sér einnig í minni aðkeyptri þjónustu verktaka.
Um er að ræða breytingu um kr. 1.900.000,-.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagðan viðauka.

10.Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2020

Málsnúmer 201909038Vakta málsnúmer

Fyrir liggja upplýsingar frá byggðarráði er varða forsendur fjárhagsáætlunar 2020. Þar er m.a. vísað til kjarasamkomulags Sambands íslenskra sveitarfélaga þess efnis að almennar gjaldskráhækkanir fari ekki yfir 2,5% og að sjálfvirkar vísitöluhækkanir gjaldskáa verði felldar brott úr þeim.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi bókun. Með hliðsjón af framkvæmdaþörf og fjárhagsstöðu Hitaveitu Dalvíkur telur veitu- og hafnaráð ekki ástæðu til breytinga á gjaldskrá.

11.Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar 2020

Málsnúmer 201909039Vakta málsnúmer

Fyrir liggja upplýsingar frá byggðarráði er varða forsendur fjárhagsáætlunar 2020. Þar er m.a. vísað til kjarasamkomulags Sambands íslenskra sveitarfélaga þess efnis að almennar gjaldskrárhækkanir fari ekki yfir 2,5% og að sjálfvirkar vísitöluhækkanir gjaldskáa verði felldar brott úr þeim.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi bókun. Með hliðsjón af framkvæmdaþörf og fjárhagsstöðu Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar telur veitu- og hafnaráð ekki ástæðu til breytinga á gjaldskrá.

12.Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar 2020

Málsnúmer 201909040Vakta málsnúmer

Fyrir liggja upplýsingar frá byggðarráði er varða forsendur fjárhagsáætlunar 2020. Þar er m.a. vísað til kjarasamkomulags Sambands íslenskra sveitarfélaga þess efnis að almennar gjaldskráhækkanir fari ekki yfir 2,5% og að sjálfvirkar vísitöluhækkanir gjaldskáa verði felldar brott úr þeim.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar hækki um 2,5%.

13.Gjaldskrá Fráveita Dalvíkurbyggðar 2020.

Málsnúmer 201909043Vakta málsnúmer

Fyrir liggja upplýsingar frá byggðarráði er varða forsendur fjárhagsáætlunar 2020. Þar er m.a. vísað til kjarasamkomulags Sambands íslenskra sveitarfélaga þess efnis að almennar gjaldskráhækkanir fari ekki yfir 2,5% og að sjálfvirkar vísitöluhækkanir gjaldskáa verði felldar brott úr þeim.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi bókun. Með hliðsjón af framkvæmdaþörf og fjárhagsstöðu Fráveitu Dalvíkurbyggðar telur veitu- og hafnaráð ekki ástæðu til breytinga á gjaldskrá.

14.Gjaldskrá og reglur um útleigu verbúða 2020.

Málsnúmer 201909042Vakta málsnúmer

Fyrir liggja upplýsingar frá byggðarráði er varða forsendur fjárhagsáætlunar 2020. Þar er m.a. vísað til kjarasamkomulags Sambands íslenskra sveitarfélaga þess efnis að almennar gjaldskráhækkanir fari ekki yfir 2,5% og að sjálfvirkar vísitöluhækkanir gjaldskáa verði felldar brott úr þeim.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að gjaldskrá og reglur um útleigu verbúða hækki um 2,5%.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
 • Valdimar Bragason formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
 • Kristján Hjartarson Aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
 • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs