Viðauki vegna niðursetningar á rotþróm 2019

Málsnúmer 201909047

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 87. fundur - 11.09.2019

Töluverðar fyrirspurnir hafa verið um hvernig niðursetningu á rotþróm er háttað og þá einnig spurt um þessa nýju tegund rotþróa sem ekki þurfa siturlögn. Til að bregðast við þessu óskar sviðsstjóri eftir viðauka vegna niðursetningar á einni þró auk breytingar á annarri.
Um er að ræða ósk um hækkun á framlagi um kr. 1.000.000,-.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagðan viðauka.

Byggðaráð - 918. fundur - 12.09.2019

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 10. september 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 1.000.000 við deild 74200 vegna niðursetningar rotþróa samkvæmt innkomnum umsóknum. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka að upphæð kr. 1.000.000 við deild 74200 vegna niðursetningar rotþróa, viðauki nr. 24/2019. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Sveitarstjórn - 316. fundur - 17.09.2019

Á 918. fundi byggðaráðs þann 12. september 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 10. september 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 1.000.000 við deild 74200 vegna niðursetningar rotþróa samkvæmt innkomnum umsóknum. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka að upphæð kr. 1.000.000 við deild 74200 vegna niðursetningar rotþróa, viðauki nr. 24/2019. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé."

Til máls tók:
Guðmundur Stefán Jónsson
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 24/2019.