Viðauki vegna leiðréttingar launa starfsmanna veitna

Málsnúmer 201909049

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 87. fundur - 11.09.2019

Ákveðið misræmi hefur verið á launakostnaði vegna bakvakta og yfirvinnu, þó svo að við undirbúning launaáætlana hafa þessi mál verið skoðuð sérstaklega. Nú er svo komið að nauðsynlegt þótti að óska eftir viðauka vegna þessa misræmis. Yfirvinna hefur aukist vegna meiri aðkomu starfsmanna veitna að þeim verkefnum sem eru í gangi hverju sinni. Þetta aukna vinnuframlag starfsmanna skilar sér einnig í minni aðkeyptri þjónustu verktaka.
Um er að ræða breytingu um kr. 1.900.000,-.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagðan viðauka.

Byggðaráð - 918. fundur - 12.09.2019

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 10. september 2019, þar sem óskað er eftir launaviðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 1.908.192 við deildir 43210, 47310 og 73100 vegna leiðréttingar á launum starfsmanna veitna. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum launaviðauka að upphæð kr. 1.908.192 við deildir 43210, 47310 og 73100 vegna leiðréttingar á launum starfsmanna veitna, viðauki nr. 25/2019. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Sveitarstjórn - 316. fundur - 17.09.2019

Á 918. fundi byggðaráðs þann 12. september 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 10. september 2019, þar sem óskað er eftir launaviðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 1.908.192 við deildir 43210, 47310 og 73100 vegna leiðréttingar á launum starfsmanna veitna. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum launaviðauka að upphæð kr. 1.908.192 við deildir 43210, 47310 og 73100 vegna leiðréttingar á launum starfsmanna veitna, viðauki nr. 25/2019. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 25/2019.