Viðauki vegna breytingar á tekjum Hafnasjóðs 2019

Málsnúmer 201909048

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 87. fundur - 11.09.2019

Það sem af er þessu ári hefur dregið verulega úr komum skipa sem landa hjá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar og er breytingin á milli ára í tonnum talið um 40%. Þetta hefur haft mikil áhrif á tekjur Hafnasjóðs. Því er gripið til þess ráðs að óska eftir viðauka til þess að leiðrétta stöðu hans.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagðan viðauka vegna minni tekna Hafnasjóðs.

Byggðaráð - 918. fundur - 12.09.2019

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett 10. september 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 27.500.000 við deild 41010, almenn hafnargjöld, vegna lækkunar tekna Hafnasjóðs Dalvíkur en töluverð umskipti hafa verið á lönduðum afla á þessu ári og nemur það um 40% af lönduðum afla á sama tíma og í fyrra. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé Hafnasjóðs Dalvíkur.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 26/2019 við deild 41010, að fjárhæð kr. 27.500.000 vegna lækkunar tekna Hafnasjóðs Dalvíkur. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé Hafnasjóðs Dalvíkur.

Sveitarstjórn - 316. fundur - 17.09.2019

Á 918. fundi byggðaráðs þann 12. september 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett 10. september 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 27.500.000 við deild 41010, almenn hafnargjöld, vegna lækkunar tekna Hafnasjóðs Dalvíkur en töluverð umskipti hafa verið á lönduðum afla á þessu ári og nemur það um 40% af lönduðum afla á sama tíma og í fyrra. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé Hafnasjóðs Dalvíkur.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 26/2019 við deild 41010, að fjárhæð kr. 27.500.000 vegna lækkunar tekna Hafnasjóðs Dalvíkur. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé Hafnasjóðs Dalvíkur."

Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson
Katrín Sigurjónsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 26/2019.