Ósk um viðauka vegna skólagöngu nemenda utan lögheimilissveitarfélags.

Málsnúmer 201909056

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 918. fundur - 12.09.2019

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett 10. september 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 2.040.504 við deild 2290, skólaskrifstofa, vegna grunnskólagöngu nemenda fyrir utan lögheimilissveitarfélag. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé þar sem ekki sé svigrúm innan málaflokksins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 23/2019 við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 2.040.504 við deild 2290, skólaskrifstofa, vegna grunnskólagöngu nemenda fyrir utan lögheimilissveitarfélag og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Sveitarstjórn - 316. fundur - 17.09.2019

Á 918. fundi byggðaráðs þann 12. september 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett 10. september 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 2.040.504 við deild 2290, skólaskrifstofa, vegna grunnskólagöngu nemenda fyrir utan lögheimilissveitarfélag. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé þar sem ekki sé svigrúm innan málaflokksins.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 23/2019 við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 2.040.504 við deild 2290, skólaskrifstofa, vegna grunnskólagöngu nemenda fyrir utan lögheimilissveitarfélag og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé."

Til máls tóku:
Guðmundur Stefán Jónsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Katrín Sigurjónsdóttir
Þórhalla Karlsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 23/2019.