Umhverfisráð

326. fundur 02. september 2019 kl. 13:15 - 15:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Ósk um aðkomu sveitarfélagsins vegna mögulegrar aðstöðu fyrir tjaldsvæði á Hauganesi

Málsnúmer 201608063Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 14. ágúst 2019 óskar Elvar Reykjalín eftir langtíma leigusamningi fyrir tjaldsvæði á Hauganesi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð getur ekki orðið við þessari beiðni þar sem vinnu við deiliskipulag Hauganess er ekki lokið.
Ráðið ákveður hins vegar að framlengja áður útgefið bráðabirgðaleyfi þar til deiliskipulag tekur gildi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

2.Umsókn um lóð við Hringtún 13-15, Dalvík

Málsnúmer 201803057Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 26. ágúst 2019 óskar Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverks ehf. eftir framlengingu á lóðarúthlutun við Hringtún 13-15, Dalvík.
Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðna framlengingu en felur sviðsstjóra jafnframt að óska eftir nánari rökum fyrir umsókninni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Umsókn um lóð við Hringtún 24, Dalvík

Málsnúmer 201908059Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 25. ágúst 2019 óska þau Sigurður Ingvi Rögnvaldsson og Heiða Magnúsdóttir eftir lóðinni við Hringtún 24, Dalvík.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að ganga frá lóðarúthlutun.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Erindi frá íbúasamtökunum á Árskógssandi 28. maí 2019

Málsnúmer 201905168Vakta málsnúmer

Til umræðu innsent erindi frá íbúasamtökunum á Árskógssandi.
Undir þessum lið kom inn á fundinn Pétur Sigurðsson, fulltrúi frá íbúasamtökunum, kl. 14:06
Pétur Sigurðsson vék af fundi kl. 14:59
Ráðið þakkar Pétri fyrir gagnlegar umræður og vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2020-2023.

5.Úthlutun byggingalóða - endurskoðun á reglum

Málsnúmer 201807084Vakta málsnúmer

Til umræðu tillögur að breytingu á úthlutunarreglum byggingarlóða í Dalvíkurbyggð
Ráðið frestar afgreiðslu til næsta fundar

6.Mánaðarlegar stöðuskýrslur bókhalds vs. áætlun 2019

Málsnúmer 201902133Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri lagði fram og kynnti fjárhagslegt stöðumat janúar til júní 2019 fyrir málaflokka 08, 09, 10 og 11.
Lagt fram til kynningar

7.Stöðumat janúar - júní 2019

Málsnúmer 201907059Vakta málsnúmer

Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis - og tæknisviðs lagði fram fjárhagslegt stöðumat á málaflokka 08, 09, 10 og 11 frá janúar til og með júlí.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 15:45.

Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs