Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 15, frá 06.09.2019.

Málsnúmer 1908008F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 316. fundur - 17.09.2019

Til afgreiðslu:
8. liður
Enginn tók til máls. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru lagðir fram til kynningar.
  • Erindisbréf fyrir skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga lagt fram til kynningar og endurskoðunar. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 15 Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga fór yfir erindisbréf nefndarinnar. Sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar og deildastjóra fræðslu, frístunda og menningarmála í Fjallabyggð falið að uppfæra grein 2 í erindisbréfi í samræmi við grein 11 í samstarfssamningi milli sveitarfélaganna um rekstur TÁT. Endurskoðað erindisbréf skal lagt fyrir Byggðaráð Dalvíkurbyggðar og Bæjarráð Fjallabyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 23. apríl 2019 Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 15 Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 23. apríl 2019, þar sem kynnt er frumkvæðisathugun ráðuneytisins frá því í janúar 2018 á grundvelli XI. kafla sveitarstjórnarlaga á því hvort og þá hvernig staðið hefði verið að breytingum á fjárhagsáætlunum þeirra sveitarfélaga þar sem misræmi á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár nam 5% eða meira. Það voru 26 sveitarfélög og var óskað eftir upplýsingum og skýringum frá hverju þeirra. Athugun ráðuneytisins hefur leitt i ljós að á umræddu ári var töluverður misbrestur á því að leitað væri heimildar sveitarstjórnar fyrir auknum útgjöldum og fjárfestingum áður en til þeirra var stofnað. Þessar niðurstöður leiða í ljós að framkvæmd fjárhagsáætlunar ársins 2016 var ekki í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga hjá a.m.k. þriðjungi sveitarfélaga landsins. Þeim sveitarfélögum sem tekin voru til skoðunar hefur þegar verið tilkynnt um niðurstöður athugarinnar. Ráðuneytið telur á hinn bóginn einnig mikilvægt að kynna öðrum sveitarfélögum þessa niðurstöðu og hvetja þau til að gæta þess að fjármálastjórn sé ávallt í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga og reglugerðar um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015. Að síðustu skal það upplýst að ráðuneytið hyggst haustið 2020 gera að nýju könnun á framkvæmd sveitarfélaga að þessu leyti, nú vegna fjárhagsáætlana og ársreikninga 2019. Til umræðu ofangreint. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Stöðumat janúar - júní lagt fram til kynningar. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 15 Magnús Guðmundur Ólafsson fór yfir sex mánaða stöðumat fyrir Tónlistarskólann TÁT. Rekstur Tónlistarskólans á Tröllaskaga er í góðu horfi miðað við stöðuna fyrstu sex mánuði ársins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • .4 201806041 Innra mat skóla
    Innra mat Tónlistarskólans á Tröllaskaga lagt fram til kynningar. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 15 Magnús Guðmundur Ólafsson skólastjóri TÁT fór yfir helstu niðurstöður úr innra mati(sjálfsmat) Tónlistarskólans á Tröllaskaga 2018 - 2019. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Drög að starfsáætlun fyrir skólaárið 2019 - 2020 lögð fram til kynningar. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 15 Magnús Guðmundur Ólafsson fór yfir drög að starfsáætlun Tónlistarskólans á Tröllaskaga. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Niðurstöður úr starfsmannakönnun starfsmanna Tónlistarskólans á Tröllaskaga lagðar fram til kynningar. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 15 Magnús Guðmundur Ólafsson skólastjóri Tát fór yfir helstu niðurstöður úr starfsmannakönnun. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Starfsmannahald fyrir skólaárið 2019 - 2020. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 15 Magnús Guðmundur Ólafssson skólastjóri fór yfir starfsmannamál næsta skólaárs. Tim Knappett hefur sagt starfi sínu lausu við Tát og þökkum við honum fyrir vel unnin störf. Ingvi Rafn Ingvason hefur verið ráðinn til starfa við skólann. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Skóladagatal Tónlistarskólans á Tröllaskaga fyrir skólaárið 2019 - 2020 lagt fram til kynningar. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 15 Skóladagatal Tát er lagt fram til samþykktar eftir smávægilegar breytingar. Skóladagatal er unnið í samræmi við skóladagatöl leik - og grunnskóla. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum skóladagatal TÁT fyrir skólaárið 2019-2020.