Skipulagsráð

34. fundur 06. maí 2025 kl. 14:00 - 15:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Landeldi og vinnsla norðan Hauganess - breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202504091Vakta málsnúmer

Lögð fram skipulagslýsing, unnin af Teikna - teiknistofu arkitekta, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og nýtt deiliskipulag fyrir athafnasvæði landeldisstöðvar norðan Hauganess.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að lýsingin verði kynnt skv. 1.mgr. 30.gr. og 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Nýtt íbúðasvæði við Böggvisbraut - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202410032Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga á vinnslustigi, unnin af Teikna - teiknistofu arkitekta, að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar íbúðarsvæðis 202-ÍB. Stækkunin felur í sér áform um uppbyggingu íbúðarbyggðar sunnan vegslóða frá Böggvisbraut að Böggvisdal, auk þess sem svæði 202-ÍB er stækkað lítillega til norðurs og vesturs.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu og að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Böggvisbraut - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202302121Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga á vinnslustigi, unnin af teiknistofunni Landmótun, að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð við Böggvisbraut.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að tillagan verði kynnt skv. 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu á aðalskipulagsbreytingu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Árskógssandur - breyting á aðalskipulagi vegna nýrrar íbúðabyggðar

Málsnúmer 202402088Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Breytingin felur í sér stækkun á íbúðarsvæðum 706-ÍB og 707-ÍB, auk þess sem þéttbýlismörk eru útvíkkuð þannig að núverandi byggð sunnan Aðalbrautar verði öll innan þéttbýlismarka og íbúðarsvæðis.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu og að tillagan verði kynnt skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Árskógssandur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202303040Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga á vinnslustigi, unnin af Cowi verkfræðistofu, að deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð á Árskógssandi.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu og að tillagan verði kynnt skv. 4.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Vatnstankur við Upsa - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 202504027Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs þann 9.apríl sl. var samþykkt að gera breytingu á deiliskipulagi frístunda- og iðnaðarsvæðis í landi Upsa vegna stækkunar á lóð undir vatnstank í landi Upsa.
Nú er lögð fram uppfærð tillaga að stækkun lóðarinnar þar sem snúningsstæði er bætt inn í lóðarstækkun.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi frístunda- og iðnaðarsvæðis í landi Upsa til samræmis við erindið þegar breyting á aðalskipulagi hefur verið staðfest. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga og ekki er talin þörf á grenndarkynningu skv. 3.mgr. 44.gr. laganna.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Hringtún 5 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202505011Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2.maí 2025 þar sem Anna Kristín Guðmundsóttir sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Hringtún 5 vegna áforma um byggingu bílgeymslu.
Katrín Sif Ingvarsdóttir bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44.gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Hringtúni 2, 3, 4, 6, 8 og Miðtúni 1.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

8.Ytra-Holt - fyrirspurn um breytta notkun húsnæðis

Málsnúmer 202404105Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs þann 8.maí 2024 var samþykkt að gera breytingu á deiliskipulagi landbúnaðarsvæðis í landi Ytra Holts þar sem lóð fyrir kjúklingabú var breytt í lóð fyrir geymsluhúsnæði fyrir allt að fjórtán eignarhluta.
Deiliskipulagsbreytingin hefur ekki verið staðfest í B-deild Stjórnartíðinda.
Nú er lagt til að gerð verði sú breyting að tilgreindur fjöldi eignarhluta verði felldur út og að deiliskipulagið geri þannig ráð fyrir að á lóðinni verði geymslu- og lagerhúsnæði án tilgreinds fjölda eignarhluta.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á tillögunni til samræmis við erindið. Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu skv. 3.mgr. 44.gr. laganna.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Lokahús við Brimnesá - umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 202505012Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5.maí 2025 þar sem Halla Dögg Káradóttir f.h. vatnsveitu Dalvíkurbyggðar sækir um stofnun lóðar fyrir lokahús við Brimnesá.
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem umrædd lóð verði merkt sem iðnaðarsvæði / athafnasvæði. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu á aðalskipulagi að ræða skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Er skipulagsfulltrúa falið að stofna lóðina þegar aðalskipulagsbreyting hefur verið staðfest með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Norðurorka - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vatnstöku og hitaveitulögn

Málsnúmer 202503147Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7.apríl 2025 þar sem Helgi Jóhannesson f.h. Norðurorku sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu hitaveitulagnar frá Ytri Haga að Birnunesborgum, auk uppdælingar borvatns úr Selá.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 9.apríl sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi með fyrirvara um að öll tilskilin gögn hafi borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

11.Árskógssandur - fyrirspurn um afgirt hundasvæði

Málsnúmer 202409086Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga framkvæmdasviðs að staðsetningu afgirts hundasvæðis, skv. bókun skipulagsráðs frá 9.apríl sl.
Tillagan gerir ráð fyrir afgirtu svæði fyrir lausagöngu hunda við Árskógsskóla á svæði sem skilgreint er sem opið svæði til sérstakra nota (829-O) í gildandi aðalskipulagi.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að hundasvæði og vísar málinu til afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

12.Reglur Dalvíkurbyggðar um bílastæði og úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 202409056Vakta málsnúmer

Lögð fram endanleg tillaga að reglum um bílastæði og úrtak úr kantsteini í Dalvíkurbyggð.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 9.apríl sl.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að reglum um bílastæði og úrtak úr kantsteini í Dalvíkurbyggð.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

13.Kerfisáætlun 2025-2034 - umsagnarbeiðni um umhverfismatsskýrslu

Málsnúmer 202504059Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11.apríl 2025 þar sem Skipulagsstofnun óskar umsagnar Dalvíkurbyggðar um umhverfismatsskýrslu fyrir kerfisáætlun 2025-2034.
Skýrslan er í kynningu til 31.maí nk. og eru gögn málsins aðgengileg á skipulagsgátt undir máli nr. 509/2025.
Skipulagsráð Dalvíkurbyggðar telur framlagða skýrslu gera fullnægjandi grein fyrir áhrifum á umhverfisþætti í kjölfar framkvæmdarinnar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

14.Skógar og lýðheilsa

Málsnúmer 202504087Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ályktun aðalfundar Skógfræðingafélags Íslands dags. 25.mars 2025, þar sem m.a. er minnt á mikilvægi þess að sveitarfélög nýti sér sérþekkingu skógfræðinga til uppbyggingar á grænum svæðum í þéttbýli.
Skipulagsráð bendir á að Dalvíkurbyggð og Skógræktarfélag Eyfirðinga hafa undirritað styrktar- og þjónustusamning vegna uppbyggingar í Hánefsstaðareit og gerð skógræktarskipulags fyrir Brúarhvammsreit á Árskógssandi og Bögg við Dalvík.

15.Fundargerðir byggingarfulltrúa 2025

Málsnúmer 202501031Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 3.fundar dags. 30.apríl 2025, með fullnaðarafgreiðslum erinda.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 15:30.

Nefndarmenn
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi