Ytra Holt - fyrirspurn um breytta notkun húsnæðis

Málsnúmer 202404105

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 20. fundur - 08.05.2024

Erindi dagsett 16.apríl 2024 þar sem Vífill Björnsson leggur fram fyrirspurn um breytta notkun húsnæðis á lóð L188976 við Svarfaðardalsveg.
Samkvæmt gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið er núverandi húsnæði skilgreint sem kjúklingabú en fyrirhugað er að breyta því í geymslu- og lagerhúsnæði og fjölga eignarhlutum úr einum í fjórtán.
Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á deiliskipulagi landbúnaðarsvæðis í landi Ytra Holts til samræmis við erindið.
Er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44.gr. laganna.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Holtsgötu 22 og Hestamannafélaginu Hring.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 369. fundur - 14.05.2024

Á 20. fundi skipulagsráðs þann 8. maí sl. var eftirfarandi bókað:
Erindi dagsett 16.apríl 2024 þar sem Vífill Björnsson leggur fram fyrirspurn um breytta notkun húsnæðis á lóð L188976 við Svarfaðardalsveg.
Samkvæmt gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið er núverandi húsnæði skilgreint sem kjúklingabú en fyrirhugað er að breyta því í geymslu- og lagerhúsnæði og fjölga eignarhlutum úr einum í fjórtán.
Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á deiliskipulagi landbúnaðarsvæðis í landi Ytra Holts til samræmis við erindið.
Er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44.gr. laganna.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Holtsgötu 22 og Hestamannafélaginu Hring.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs, að gerð verði breyting á deiliskipulagi landbúnaðarsvæðis í landi Ytra Holts til samræmis við erindið.
Er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44.gr. laganna.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Holtsgötu 22 og Hestamannafélaginu Hring.

Skipulagsráð - 34. fundur - 06.05.2025

Á fundi skipulagsráðs þann 8.maí 2024 var samþykkt að gera breytingu á deiliskipulagi landbúnaðarsvæðis í landi Ytra Holts þar sem lóð fyrir kjúklingabú var breytt í lóð fyrir geymsluhúsnæði fyrir allt að fjórtán eignarhluta.
Deiliskipulagsbreytingin hefur ekki verið staðfest í B-deild Stjórnartíðinda.
Nú er lagt til að gerð verði sú breyting að tilgreindur fjöldi eignarhluta verði felldur út og að deiliskipulagið geri þannig ráð fyrir að á lóðinni verði geymslu- og lagerhúsnæði án tilgreinds fjölda eignarhluta.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á tillögunni til samræmis við erindið. Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu skv. 3.mgr. 44.gr. laganna.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.