Vatnstankur við Upsa - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 202504027

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 33. fundur - 09.04.2025

Lögð fram umsókn Höllu Daggar Káradóttur f.h. veitna Dalvíkurbyggðar um stækkun lóðar undir vatnstank í landi Upsa.
Stækkunin felur í sér breytingu á deiliskipulagi frístunda- og iðnaðarsvæðis í landi Upsa og breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem landbúnaðarsvæði L1 er breytt í iðnaðarsvæði.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið. Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi frístunda- og iðnaðarsvæðis í landi Upsa til samræmis við erindið þegar breyting á aðalskipulagi hefur verið staðfest. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga og ekki er talin þörf á grenndarkynningu skv. 3.mgr. 44.gr. laganna.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 379. fundur - 15.04.2025

Á 33.fundi skipulagsráðs þann 9.apríl var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram umsókn Höllu Daggar Káradóttur f.h. veitna Dalvíkurbyggðar um stækkun lóðar undir vatnstank í landi Upsa. Stækkunin felur í sér breytingu á deiliskipulagi frístunda- og iðnaðarsvæðis í landi Upsa og breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem landbúnaðarsvæði L1 er breytt í iðnaðarsvæði.

Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið. Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi frístunda- og iðnaðarsvæðis í landi Upsa til samræmis við erindið þegar breyting á aðalskipulagi hefur verið staðfest. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga og ekki er talin þörf á grenndarkynningu skv. 3.mgr. 44.gr. laganna. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið og að breytingin sé óveruleg skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs að gerð verði breyting á deiliskipulagi frístunda- og iðnaðarsvæðis í landi Upsa til samræmis við erindið þegar breyting á aðalskipulagi hefur verið staðfest. Sveitarstjórn tekur undir það mat skipulagsráðs að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga og því ekki talin þörf á grenndarkynningu skv. 3.mgr. 44.gr. laganna.

Skipulagsráð - 34. fundur - 06.05.2025

Á fundi skipulagsráðs þann 9.apríl sl. var samþykkt að gera breytingu á deiliskipulagi frístunda- og iðnaðarsvæðis í landi Upsa vegna stækkunar á lóð undir vatnstank í landi Upsa.
Nú er lögð fram uppfærð tillaga að stækkun lóðarinnar þar sem snúningsstæði er bætt inn í lóðarstækkun.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi frístunda- og iðnaðarsvæðis í landi Upsa til samræmis við erindið þegar breyting á aðalskipulagi hefur verið staðfest. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga og ekki er talin þörf á grenndarkynningu skv. 3.mgr. 44.gr. laganna.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.