Hringtún 5 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202505011

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 34. fundur - 06.05.2025

Erindi dagsett 2.maí 2025 þar sem Anna Kristín Guðmundsóttir sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Hringtún 5 vegna áforma um byggingu bílgeymslu.
Katrín Sif Ingvarsdóttir bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44.gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Hringtúni 2, 3, 4, 6, 8 og Miðtúni 1.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.