Lagning bráðabirgðalagna hitaveitu

Málsnúmer 202503147

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 146. fundur - 02.04.2025

Fer fyrir skipulagsráð þann 9.apríl, athuga hvort þarf að samræma afgreiðslu.
Lagt fram til kynningar.

Skipulagsráð - 33. fundur - 09.04.2025

Erindi dagsett 7.apríl 2025 þar sem Helgi Jóhannesson f.h. Norðurorku sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu hitaveitulagnar frá Ytri Haga að Birnunesborgum, auk uppdælingar borvatns úr Selá.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu þar til fullnægjandi gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 34. fundur - 06.05.2025

Erindi dagsett 7.apríl 2025 þar sem Helgi Jóhannesson f.h. Norðurorku sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu hitaveitulagnar frá Ytri Haga að Birnunesborgum, auk uppdælingar borvatns úr Selá.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 9.apríl sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi með fyrirvara um að öll tilskilin gögn hafi borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.